Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 26
[ Kaffiboðsdagar í maí Allt að 40% afsláttur af bollastellum og tilheyrandi. Opið virka daga 14-18. Skipasund 82, 104 Reykjavík – S. 552 – 6255 www.ammaruth.is Arinbú›in Stórhöf›a 17 v/Gullinbrú (fyrir ne›an húsi›) · Sími 567 2133 · www.arinn.is Kristalsljósakrónur 6 ljósa 46.900 kr. 8 ljósa 47.900 kr. 12 ljósa 73.900 kr. Tax free dagur laugardaginn 7. maí Listasmiðjan Keramik og glergallerý • Kothúsum, Garði, s. 422 79 35. Vorvörur í úrvali fyrir sumarbústaðinn og garðinn. Óvissuferðir fyrir hópa Viltu koma í keramik eða glerbræðslu? Erum með umboðsmenn á landsbyggðinni. Opið alla daga! Smíðað úr rekaviði og geymdi bæði meðul og kindabyssu Halla Valdimarsdóttir hefur mikið dálæti á þessu gamla merkisskrifborði. Gamla skrifborðið í stofu Höllu Valdimarsdóttur kenn- ara býr yfir ýmsum leyndar- dómum. „Skrifborðið er sennilega smíðað um aldamótin 1900 og var búið til fyrir afa minn, Jón Einarsson, sem var hreppstjóri austur í Skaftártungu. Borðið mun hafa smíðað hagleikssmiður að nafni Sveinn Ólafsson en hann var afi Sveins Einarssonar, fyrrum Þjóð- leikhússtjóra. Það er að öllum lík- indum smíðað úr mahoníviði sem rekið hefur á Meðallandsfjörur en engin leið er að vita hvaðan slíkur viður hefur borist í hafi,“ segir Halla Valdimarsdóttir kennari um fágætan smíðisgrip sem er til mikillar prýði í stofu hennar. Halla segir borðið alltaf hafa fylgt fjölskyldu sinni. „Á tímabili þótti það ekkert flott og var bara komið í geymslu og við það að falla í gleymsku. Þá sá ég mér leik á borði og falaðist eftir því og æ síðan, eða í rúm þrjátíu ár, hefur það skipað heiðurssess á mínu heimili.“ Í skrifborðinu geymir hún sínar helstu uppáhaldsbækur en annars er það bara til prýði í stofunni. Það geymir þó sína leyndardóma. „Á borðinu eru tveir læstir skápar og mér sögðu fróðir menn að í öðrum hefðu ver- ið geymd meðul enda er ennþá meðalalykt úr honum en kinda- byssan var geymd hinum megin. Sá skápur er ennþá læstur því lyk- illinn týndist svo enginn veit hvað leynist þar inni. Og ágætt að halda því bara þannig.“ Borðið er sérstaklega fallegt og þótti tíðindum sæta á sínum tíma. „Einu sinni spurði gamall sveitungi mig um afdrif borðsins svo það hefur greinilega þótt merkisgripur.“ brynhildurb@frettabladid.is Fólki þykja heimilisstörfin misskemmtileg þótt allir séu jafnánægðir þegar búið er að þrífa og heimilið er hreint. Þeir sem falla undir þennan hóp ættu kannski að huga að því að lífga upp á heimilisstörf- in – verkin verða léttari með litríkum og skemmtilegum kústum eins og þessum sem fást í versluninni Sipa við Laugaveginn. Kústarnir eru ný- komnir í verslunina frá Spáni og er ekki hægt að segja annað en þeir séu mjög sumar- legir. Jafnframt eru þeir tilvaldir sem innflutnings- gjafir eða geta virkað hvetj- andi fyrir börn og unglinga sem eru löt við að hjálpa til við heimilisstörfin. Kústar geta verið gleðigjafar Gólfin sópuð með litríkum kústum og blómlegum fægiskóflum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Appelsínugulur og bleikur fyrir pæjurnar á 2.700 kr. Með mynstri maríuhænunnar fyrir náttúrufræðinginn á 3.500 kr. Skær og fjólublár fyrir gamla hippa á 2.700 kr. Hver myndi ekki vilja vaska upp með þessum uppþvotta- bursta á 950 kr.? Sópur og fægi- skófla í stíl við stóra sópinn á 3.500 kr. Blómlegt og stelpulegt á 1.590 kr. Frúin í Hamborg er við Ráðhústorg á Akureyri. Frúin í Ham- borg flytur VERSLUNIN SPÚTNIK BOÐIN VELKOMIN Í FRÚNA. Verslunin Frúin í Hamborg á Akureyri kvaddi veturinn með því að flytja milli húsa í Brekkugötunni á Akureyri. Verslunin er nú á Brekkugötu 3 við Ráðhústorgið. Í tilefni flutningsins var boðið til samkvæmis enda ástæða til, því fyrir utan flutninginn verður versl- unin Spútnik framvegis hluti verslun- arinnar. Í Frúnni í Hamborg er verslað með gamla muni, húsgögn, húsbúnað og einnig fatnað. Frekari hátíðarhöld eru svo framundan í versluninni því þar verður fagnað tveggja ára afmæli 2. júní næstkomandi. Klakabox sem skartgripaskrín Tilvalið er að flokka skartgripina sína ofan í klakabox sem svo er stungið ofan í skúffu. Fyrir vikið losnar maður við að greiða úr flækjum af hálsmenum, eyrnalokkum og hring- um og auðvelt er að finna hvern hlut. ] 26-27 (02-03) Allt heimili 4.5.2005 16:44 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.