Fréttablaðið - 05.05.2005, Síða 69

Fréttablaðið - 05.05.2005, Síða 69
Þessa dagana eru tónlistarnemend- ur við Listaháskóla Íslands að halda útskriftartónleika sína hver á fætur öðrum. Í kvöld er röðin komin að Ólafíu Línberg Jónsdóttur sópran- söngkonu, sem ætlar að bjóða upp á fjölbreytta söngdagskrá í Íslensku óperunni. Hún ætlar að syngja aríur eftir Mozart, Puccini, Dvorak og Don- izetti ásamt ljóðasöngvum eftir Schubert, Liszt og Haydn, svo nokk- uð sé nefnt. „Eftir Liszt ætla ég að syngja ljóð sem hafa ekki heyrst mikið hérna, en eru mjög falleg. Síðan eft- ir hlé verð ég með nútímalegri tón- list, bæði lög eftir Richard Hundley, sem er bandarískt tónskáld, og einnig eftir þýskt tónskáld sem heit- ir Wolfgang Rihm.“ Ólafía byrjaði í söngnámi sextán ára hjá Elísabetu Erlingsdóttur, sem hefur verið aðalkennari hennar allar götur síðan. „Ég tók mér reyndar hlé í eitt ár og fór til Bandaríkjanna þar sem ég var í einkatímum. Ég var líka hálft ár skiptinemi í Þýskalandi.“ Hún stefnir á framhaldsnám í Hollandi og langar til að leggja fyrir sig óperusöng. „Það er draumurinn. Ég ætla að stefna á óperuheiminn.“ Ólafía hefur komið fram í nokkrum óperuhlutverkum. Hún söng Drusillu í óperunni Krýning Poppeu eftir Monteverdi með Sumaróperunni í Reykjavík haustið 2003 og Arsenu í uppfærslu Óperu- stúdíós Listaháskólans og Íslensku Óperunnar á Sígaunabaróninum eftir Johann Strauss. Um þessar mundir syngur hún hlutverk Grillettu í uppfærslunni Óperustúdíósins á Apótekaranum eftir Joseph Haydn. ■ FIMMTUDAGUR 5. maí 2005 37 Tenórinn ALLRA SÍÐASTA SÝNING Laugardaginn 7. maí kl. 20.00 Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf Stefnir á óperuna List án landamæra Listahátíðin List án landamæra verður formlega sett í Iðnó klukkan 14 í dag. Þorvaldur Þorsteinsson, forseti Bandalags íslenskra lista- manna, setur hátíðina. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að vanda og er sérstök áhersla lögð á samvinnu fatlaðra og ófatlaðra listamanna. Hún stendur til 13. maí og verður eitthvað nýtt og spennandi að gerast á hverjum degi. Meðal viðburða má nefna Listdans á skaut- um, tónleika í Salnum, stuttmyndasýningu í Háskólabíói, leiksýningu í Iðnó og myndlistarsýningu í Hinu húsinu. ■ ■ MESSUR  11.00 Dómkirkjukór Gautaborgar syngur við hátíðarmessu í Hallgríms- kirkju. ■ ■ SÝNINGAR  14.00 Handverksýning eldri bæjar- búa á Seltjarnarnesi veður haldin á degi aldraðra, uppstigningardag, í fé- lagsmiðstöðinni að Skólabraut 3-5. Gengið er inn á jarðhæð. hvar@frettabladid.is ÓLAFÍA LÍNBERG JÓNSDÓTTIR Syngur á útskriftartónleikum sínum í Íslensku óperunni í kvöld. 68-69 (36-37) Menning/slanga 4.5.2005 20:19 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.