Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2005, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 05.05.2005, Qupperneq 70
Hljómsveitin Daysleeper er hætt eftir um það bil fimm ára samstarf. Að sögn Sverris Bergmann, fyrrverandi söngv- ara sveitarinnar, ákváðu menn að fara hver sína leið og voru engin leiðindi þar á bak við. Sverrir, sem sló í gegn árið 2000 með laginu „Án þín,“ hefur þó síður en svo lagt tónlistina á hilluna. „Ég er að leika mér að semja eitthvað og ætla að gera plötu þegar að því kemur,“ segir Sverrir, sem er annar af umsjónarmönnum þáttarins Fríða og dýrið á Popptíví. Aðspurður segist hann ekki vera kominn með plötusamning í útlöndum en það sé þó að sjálfsögðu draumurinn eins og hjá flestum öðrum tónlistarmönn- um. Dayslepper gaf út tvær plötur á ferli sínum; fyrst EveAlice sem seldist í 3.000 eintökum fyrir jólin 2002, og síðan Daysleeper sem kom út fyrir ári. Þess má geta að Sverrir var í mikið í sviðsljósinu síðasta sumar fyrir hlut- verk sitt í söngleiknum Hárinu, sem hann skilaði með miklum sóma. > Plata vikunnar ... SAGE FRANCIS: A Healty Distrust „Rapparinn, þjóð- félagsgagnrýn- andinn, tónlistar- spekingurinn og ljóðskáldið Sage Francis snýr aftur með aðra stórkostlega plötu. Þið megið ekki missa af þessari.“ BÖS 38 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR DAVE GROHL Forsprakki Foo Fighters er kominn í efsta sæti X-listans með lagið Best Of You. [ TOPP 10 ] X-DOMINOSLISTINN - 4. MAÍ Bandaríska hljómsveitin Weezer gefur út sína fimmtu plötu á mánudag. Freyr Bjarnason kíkti á feril sveitarinnar. Fimmta plata bandarísku hljóm- sveitarinnar Weezer, Make Be- lieve, kemur út á mánudaginn. Brúnin lyftist jafnan á tónlistar- áhugamönnum er þeir heyra að ný Weezer-plata sé á leiðinni enda sveitin þekkt fyrir að semja létt og grípandi popplög með pönk- rokkuðu ívafi. Weezer var stofnuð árið 1992. Eftir að hafa vakið litla athygli til að byrja með sló sveitin umsvifa- laust í gegn þegar fyrsta plata hennar kom út 1994. Platan var samnefnd sveitinni en hefur jafn- an verið nefnd Bláa albúmið. Á henni er að finna hörkuslagara á borð við Buddy Holly, Undone- The Sweater Song og Say It Ain’t So sem allir nutu mikilla vin- sælda. Eftir umfangsmikla tónleika- ferð um heiminn tóku meðlimir Weezer, með söngvarann og laga- höfundinn sérvitra Rivers Cuomo í farabroddi, sér pásu. Cuomo hélt áfram námi sínu við Harvard-há- skóla, trommarinn Pat Wilson og bassaleikarinn Scott Shriner stofnuðu hljómsveitina The Rentals og gítarleikarinn Brian Bell sneri sér aftur að gömlu hljómsveitinni sinni, The Space Twins. Eftir að hafa hlaðið batteríin gaf Weezer tveimur árum síðar út plötuna Pinkerton og voru eftir- væntingarnar að vonum miklar. Platan var nokkuð hrárri og rokk- aðari en frumburðurinn og seldist ekki næstum því eins vel, þó svo að hún hafi sótt í sig veðrið allar götur síðan á sölulistum. Lítið spurðist til Weezer eftir útkomu Pinkerton. Dræmar við- tökur bæði gagnrýnenda og al- mennings við plötunni fóru illa í Cuomo og hann dró sig algerlega í hlé. Hann lokaði sig inni í íbúð sinni í Los Angeles, sem var stað- sett undir hraðbraut, setti ein- angrunarefni fyrir gluggana og hengdi svört lök þar yfir. Því næst málaði hann veggina svarta, tók símann úr sambandi og eyddi tíma sínum með gæludýrinu Gecko. Þriðja plata Weezer kom ekki út fyrr en 2001 og hafði yfir sér mun léttara yfirbragð en Pin- kerton. Kallaðist hún Weezer, eins og fyrsta platan, en fékk viður- nefnið Græna albúmið. Platan fékk frábærar viðtökur og loksins gat Cuomo tekið gleði sína á ný. Weezer var snúin aftur og það með stæl. Cuomo virtist eiga fullt af lögum í pokahorninu því ári síð- ar kom næsta plata út, Maladroit, sem fékk einnig prýðilegar við- tökur. Báðar þessar plötur höfðu að geyma vinsæl lög á borð við Is- land in the Sun, Hash Pipe og Dope Nose sem endurvöktu vin- sældir Weezer svo um munaði. Nú, þremur árum síðar, er fimmta plata Weezer komin út. Fyrsta smáskífulagið, Beverly Hills, hefur þegar hljómað í út- varpi í nokkurn tíma við miklar vinsældir og svo virðist sem Weezer sé ekki að fara að missa neina aðdáendur á næstunni, held- ur þvert á móti. ■ Weezer-aðdáendur gleðjast á ný Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Liðsmenn Weezer í góðurm félagsskap Larry Flynt og vinkvenna hans á Playboy-setrinu. Myndbandið við smá- skífulagið Beverly Hills var tekið upp á setrinu. tonlist@frettabladid.is Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Fischerspooner: Odyssey Garbage: Bleed Like Me Hot Hot Heat: Elevator, Pan: Virgins Coldplay: A Rush of Blood to the Head Mariza: Transparente > G ar ba ge > H ot H ot H eat Sverrir undirbýr sólóplötu > Popptextinn ... „I hear you all ask ‘bout the meaning of scat. Well I’m the professor and all I can tell you is while you’re still sleepin’ the saints are still weepin’ ‘cause things you call dead haven’t yet had the chance to be born. I’m the Scatman.“ - Scatman John, sem tryllti heimsbyggðina með sérstökum teknódjasssöng sínum á tíunda áratugnum, er horfinn á vit feðra sinna en arfleifð hans og boðskapur lifir. Fyrrverandi hjólabrettasnillingur Albert Hammond Jr., gítar- leikari rokksveitarinnar The Strokes, var afar fær hjóla- brettastrákur á sínum yngri árum. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu föður hans, Al- bert Hammond, sem er einnig að gefa út sína fyrstu plötu í 23 ár, Revolution of the Heart. „Það er skrítið að þessar fréttir litu ekki dagsins ljós fyrr,“ sagði Hammond yngri. „Það undarlega er að ég sýndi oft listir mínar fyrir framan 5.000 manns og var aldrei taugastrekktur en þegar ég steig upp á svið í fyrsta sinn voru fjórir að horfa á og ég ældi,“ sagði hann. ■ ALBERT HAMMOND JR. Gítarleikarinn snjalli sýndir listir sínar á hjólabrettum á sínum yngri árum. FOO FIGHTERS Best Of You WHITE STRIPES Blue Orchid SYSTEM OF A DOWN B.Y.O.B WEEZER Beverly Hills INTERPOL C’mere OASIS Lyla KASABIAN L.S.F GORILLAZ Feel Good Inc. COLDPLAY Speed Of Sound MY CHEMICAL ROMANCE Helena 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 70-71 (38-39) Tónlist 4.5.2005 20:07 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.