Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 1
Me› gæsahú›
í litlum kassa
VIÐTAL VIÐ TÓNLISTARMANNINN ANTONY:
▲
SJÁ SÍÐU 52
TÓNLIST:
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
EINKAVÆÐING Efasemdir um hæfi
Halldórs Ásgrímssonar forsæt-
isráðherra við sölu á hlut ríkis-
ins í Búnaðarbankanum hlutu að
vakna um leið og S-hópurinn
svokallaði skilaði inn tilkynn-
ingu um áhuga á kaupum á hlut í
bankanum. Þetta kemur fram í
álitsgerð sem tveir hæstaréttar-
lögmenn hafa unnið að beiðni
stjórnarandstöðunnar vegna
hæfis forsætisráðherra við söl-
una á Búnaðarbankanum árið
2003.
Í álitsgerðinni er minnisblað
Ríkisendurskoðunar, sem afhent
var formanni fjárlaganefndar
13. júní síðastliðinn, gagnrýnt
mjög. Í álitsgerðinni kemur
fram að vegna tengsla forsætis-
ráðherra við þá einstaklinga
sem voru í forsvari fyrir S-hóp-
inn hafi verið ljóst að efasemdir
um hæfi hans hljóti að hafa
vaknað strax í upphafi þegar S-
hópurinn ásældist bankann.
Forsætisráðherra hefur með-
al annars bent á að hann var í
veikindaleyfi þegar ákvörðun
var tekin um sölu Búnaðarbank-
ans og því hafi hann ekki verið
vanhæfur. Í álitsgerðinni segir
hins vegar að veikindaleyfi
Halldórs hafi enga afgerandi
þýðingu haft við meðferð máls-
ins.
-hb / Sjá nánar bls. 22.
Efasemdir um hæfi Halldórs Ásgrímssonar í álitsgerð fyrir stjórnarandstöðu:
S-hópurinn tengdist forsætisrá›herra
HANGIR VÆNTANLEGA ÞURR
norðaustan til á landinu. Annars rigning.
Mikil rigning á Suðausturlandi. Hiti 10-17
stig, hlýjast á norðausturhorninu.
VEÐUR 4
FIMMTUDAGUR
30. júní 2005 - 174. tölublað – 5. árgangur
Klámvæðingin heldur áfram
Félagsmálaráðherra skal taka orð ís-
lenskra kvennasamtaka alvarlega og
gera allt sem í hans valdi stendur til
þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrir-
tæki dreifi klámi, segir
Kristín Tómasdóttir.
Henni ofbýður líka
að nektarstaðir aug-
lýsa í fótboltablöðum
sem höfða meðal
annars til barna.
UMRÆÐAN 31
Miklu munar á bílalánum
Munað getur hundruðum þúsunda
króna á endurgreiðslum bílalána eftir
því hjá hverjum lánið er tekið. Þannig
getur lántökukostnaður í gefnu dæmi
verið frá 385 þúsund krónum
upp í 600 þúsund
krónur.
Í fótspor Rios Ferdinands
Ólafur Gottskálksson varð í gær fyrsti
knattspyrnumaðurinn á Englandi sem
fær leikbann fyrir að skrópa í lyfjapróf
frá því að stórstjarna
Man. Utd, Rio Ferdinand,
skrópaði á sínum tíma.
Enska knattspyrnu-
sambandið vill útiloka
Ólaf frá keppni í
öllum löndum
alþjóða knattspyrnu-
sambandsins, FIFA.
ÍÞRÓTTIR 36
Me› brotinn hæl
og gat á tánni
GUÐRÚN LÍSA EINARSDÓTTIR:
Í MIÐJU BLAÐSINS
● tíska ● heimili
▲
SKÁLDIÐ OG ATHAFNASKÁLDIÐ Þeir létu fara vel um sig á 101 hóteli á Hverfisgötunni í gær, rithöfundurinn Einar Kárason og athafna-
skáldið Jón Ólafsson, þar sem þeir unnu að ritun ævisögu þess síðarnefnda, Einar með hönd undir kinn og Jón með símann í hendinni.
„Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ótrúlega fjölbreytt,“ segir Einar, sem búinn er að tala við milli 50 og 100 manns vegna bókarinn-
ar. Bækur hans hafa margar hverjar verið mjög litríkar og jafnvel lygilegar. „Ég hef grun um að þessi verði það líka,“ segir Einar enda líf
Jóns á tíðum lygilegt.
Lífeyrissjó›ur bankamanna
stefnir ríki og Landsbanka
Þrjúhundruð og fimmtíu
þúsund króna afsláttur
af sérvöldum bílum
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
VEÐRIÐ Í DAG
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Tengdist Finni
Ingólfssyni mjög sterkt segir í álitsgerð.
Springsteen á Keflavíkurvelli:
Spila›i fyrir
næturvaktina
FLUGSTÖÐ Starfsmenn á Keflavík-
urflugvelli duttu í lukkupottinn
þegar sjálfur Bruce Spring-
steen millilenti
hér á landi í
fyrrinótt.
Ekki var nóg
með að Spring-
steen hefði við-
komu heldur
dró hann fram
gítarinn sinn og
spilaði sex lög
fyrir starfs-
m e n n i n a .
Starfsfólkið lét
vel af Spring-
steen og sagði
hann hafa verið mjög alþýðleg-
an. Springsteen er um þessar
mundir á tónleikaferð að fylgja
eftir nýrri plötu sinni sem
nefnist Devils & Dust.
LÍFEYRISMÁL Stjórn Lífeyrissjóðs
bankamanna hefur ákveðið að
stefna Landsbanka Íslands, fjár-
málaráðherra og viðskiptaráð-
herra vegna vaxandi skuldbind-
inga sjóðsins, en þær má að um-
talsverðu leyti rekja til launa-
skriðs meðal bankamanna í kjölfar
einkavæðingar ríkisbankanna.
Stefna sjóðsins var afhent for-
svarsmönnum Landsbankans á
þriðjudag.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er aðalkrafa Lífeyrissjóðs
bankamanna sú að Landsbankinn
ábyrgist auknar lífeyrisskuldbind-
ingar samfara verulegum launa-
hækkunum í bankanum með svo-
kallaðri bakábyrgð. Slík ábyrgð
var fyrir hendi til ársins 1997 þeg-
ar stjórnvöld breyttu bankanum í
hlutafélag og telur lífeyrissjóður-
inn að sú ábyrgð sé enn í gildi.
Til vara krefst Lífeyrissjóður
bankamanna 2,6 milljarða króna
skaðabótagreiðslu til þess að
mæta auknum þunga lífeyris-
greiðslna.
Vandi Lífeyrissjóðs banka-
manna var ræddur á aðalfundi
hans í apríl síðastliðnum, en þá
stóðu vonir til þess að viðræður
við forsvarsmenn Landsbankans
skiluðu árangri. Af því hefur ekki
orðið og af þeim sökum stefnir
sjóðurinn bankanum nú.
Vandi lífeyrissjóðsins felst
einkum í því að laun bankamanna
hafa hækkað verulega eftir að rík-
isbankarnir voru einkavæddir.
Lífeyrisskuldbindingar í hlutfalls-
deild Lífeyrissjóðs bankamanna
miðast við þau laun sem banka-
maður hefur við starfslok. Ið-
gjaldagreiðslur Landsbankans og
starfsmanna frá fyrri tíð hrökkva
því hvergi nærri fyrir lífeyris-
greiðslum sem taka mið af mun
hærri launum en ráð var fyrir gert
í útreikningum 1997 og 1998.
Landsbankanum er stefnt þar
sem um 75 prósent umræddra
skuldbindinga snerta bankann og
starfsmenn hans fyrr og nú.
Fullyrt er að tapi Lífeyrissjóð-
ur bankamanna málinu fyrir dóm-
stólum eigi sjóðurinn ekki annan
kost en að skerða lífeyrisgreiðslur
til sjóðsfélaga. Tapi Landsbankinn
málinu má hins vegar búast við
því að Samson og aðrir eigendur
bankans telji sig hafa greitt of hátt
verð fyrir bankann og krefjist
milljarða króna endurgreiðslu.
-jh / Sjá síðu 2
Launaskri› í Landsbankanum eftir einkavæ›ingu eykur skuldbindingar Lífeyrissjó›s bankamanna langt
umfram getu sjó›sins. Stjórn sjó›sins krefur bankann um bakábyrg› ellegar 2,6 milljar›a króna grei›slu.
LANDSBANKINN Krafinn um bakábyrgð
vegna lífeyrisskuldbindinga.
SPRINGSTEEN
Tók fram gítarinn.
sjá síðu 43
NEYTENDUR 26