Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,96 65,28
117,53 118,11
78,34 78,78
10,52 10,58
9,91 9,97
8,30 8,35
0,59 0,59
95,23 95,79
GENGI GJALDMIÐLA 30.06.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
110,36 -0,10%
4 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Skýrslur Rannsóknarnefndar umferðarslysa:
Fækka má banaslysum um fimmtung
UMFERÐARÖRYGGI Fækka má
banaslysum í umferðinni um
fimmtung ef landsmenn nota bíl-
beltin alltaf. Þetta kemur fram í
skýrslu Rannsóknarnefndar um-
ferðarslysa um banaslys í umferð-
inni á síðasta ári.
23 létu lífið í 20 umferðarslys-
um í fyrra, jafnmargir og árið áður.
Flest banaslysin voru á suður- og
suðvesturhorninu og á Norður-
landi. Helsta orsök banaslysa var
sú að bílbeltin voru ekki notuð.
Slysum hefur fækkað hlutfalls-
lega ef miðað er við hversu mikið
landsmenn keyra og þá aukningu
sem hefur orðið á því. Í saman-
burði við önnur lönd er Ísland rétt
yfir meðallagi hvað varðar fjölda
banaslysa, en mest er um banaslys
á Íslandi og í Danmörku af Norður-
löndunum.
Í skýrslu um umferðarslys er-
lendra ferðamanna kemur fram að
slysum erlendra ferðamanna á
bílaleigubílum hefur fjölgað veru-
lega undanfarin ár, þrátt fyrir for-
varnarátak á bílaleigum. Orsakir
slysanna eru mistök ökumanna
sem má rekja til vanþekkingar á
aðstæðum, svo sem akstri í lausa-
möl, fremur en hraðaaksturs eða
ölvunaraksturs. -rsg
Stefnir biskupi og
samstarfsfólki sínu
Sveinn Andri Sveinsson hefur fyrir hönd Hans Markúsar Hafsteinssonar stefnt
málsa›ilum sem vilja hann úr starfi sóknarprests í Gar›asókn. Áfr‡junarnefnd
fijó›kirkjunnar sta›festir úrskur› um a› flytja eigi Hans Markús til í starfi.
DEILUMÁL „Strax í kjölfar niður-
stöðu áfrýjunarnefndar stefndi ég
biskupi, fyrir hönd Þjóðkirkjunn-
ar, og öðrum málsaðilum fyrir
Héraðsdóm Reykjaness til að
krefjast ógildingar þess að Hans
Markúsi skuli gert að færa sig til
í starfi,“ segir Sveinn Andri
Sveinsson lögmaður Hans Mark-
úsar Hafsteinssonar sóknarprests
í Garðasókn.
„Vald nefnd-
arinnar náði ekki
til þess að færa
hann til í starfi.
Sem sóknar-
prestur er hann
embættismaður
og um hann gilda
lög um réttindi
og skyldur ríkis-
s t a r f s m a n n a .
Áfrýjunarnefndin
vildi meina að
lög um Þjóð-
kirkjuna vikju til
hliðar lögum um
réttindi og skyld-
ur ríkisstarfs-
manna. Það er í
raun verið að
segja að þessar
nefndir geti vik-
ið embættis-
mönnum úr starfi
þótt þeir séu ráðnir af ráðherra. Í
raun er þetta mikið hagsmunamál
fyrir alla prestastéttina,“ segir
Sveinn Andri.
Í úrskurði áfrýjunarnefndar
Þjóðkirkjunnar er ákvörðun úr-
skurðarnefndar Þjóðkirkjunnar
um að færa Hans Markús til í
starfi ekki breytt en það var krafa
hans. Hins vegar er orðið við
þeirri kröfu Hans að mælast til
þess að veita Nönnu Guðrúnu
Zoëga djákna, Friðrik J. Hjartar
sóknarpresti, Matthíasi G. Péturs-
syni sóknarnefndarformanni og
Arthuri K. Farestveit varafor-
manni sóknarnefndar áminningu.
Deilurnar í Garðasókn hafa
staðið að sögn Nönnu Guðrúnar
síðan árið 1997 og hafa alla tíð
snúist um samstarfserfiðleika.
Samstarfsmenn Hans Markús-
ar halda því fram að hann hafi
hrakið fólk úr starfi og þar á með-
al fyrrum sóknarprest, Bjarna
Þór Bjarnason. Þessu hefur Hans
Markús vísað á bug. Biskup hefur
reynt að sætta málsaðila og ýmis-
legt annað hefur verið reynt, til
dæmis að fá sálfræðing til að
reyna að sætta málsaðila.
Þegar haft var samband við
málsaðila við vinnslu þessarar
fréttar vildu hvorki Nanna Guð-
rún, Friðrik né Arthur segja mik-
ið um málið á þessu stigi. Hvorki
náðist í Matthías né Hans Markús
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Ljóst er að úrskurður dómstóla
í málinu er fordæmisgefandi um
vald úrskurðar- og áfrýjunar-
nefndar Þjóðkirkjunnar.
oddur@frettabladid.is
Styrkja hjartakaup:
Fyrsta íslenska
gervihjarta›
HEILBRIGÐISMÁL KB banki afhenti í
gær minningarsjóði Þorbjörns
Árnasonar, Í hjartastað, eina milljón
króna til kaupa á fyrsta gervihjart-
anu á Íslandi og nauðsynlegum
tækjabúnaði sem því fylgir.
Gervihjörtu, eða aðstoðarhjörtu,
hafa valdið byltingu í hjartaskurð-
lækningum. Þau dæla blóði úr biluð-
um vinstri slegli hjartans yfir í
ósæð og þannig um allan líkamann.
Fyrsta gervihjartað verður grætt í
sjúkling hér á landi í haust á Land-
spítala-Háskólasjúkrahúsi. Í hjarta-
stað var stofnaður til minningar um
Þorbjörn Árnason lögfræðing sem
lést fyrir aldur fram árið 2003 úr
hjartasjúkdómi. - rsg
DEILURNAR Í GARÐAPRESTAKALLI:
Atburðirnir í
tímaröð
Janúar 2004: Nanna Guðrún
Zoëga djákni kvartar undan
störfum Hans Markúsar á
fundi sóknarnefndar. Sóknar-
formaðurinn, Matthías G. Pét-
ursson, blandar sér í málið.
Júlí 2004: Biskup boðar sættir
í málinu en enginn málsaðila
fellst á þær.
Apríl 2005: Úrskurðunarnefnd
Þjóðkirkjunnar færir Hans
Markús til í starfi vegna aga-
og siðferðisbrota. Hans Mark-
ús hins vegar situr sem fastast.
Hans Markús segir í Frétta-
blaðinu að hann hafi fengið
hótanir með sms-skilaboðum
úr síma eiginmanns Nönnu
Guðrúnar. Hans Markús hafði
kært það sem hann kallar ein-
elti til úrskurðunarnefndarinn-
ar sem taldi sannanir ónógar.
Maí 2005: Hans Markús kærir
úrskurði úrskurðunarnefndar-
innar til áfrýjunarnefndar
Þjóðkirkjunnar.
Júní 2005: Sóknarbörn í
Garðasókn segjast vera leið á
deilunum og þeim töfum sem
orðið hafa á málsmeðferð og
hugleiða að stofna nýja kirkju.
Áfrýjunarnefnd Þjóðkirkjunnar
staðfestir úrskurð úrskurðun-
arnefndar um að víkja Hans
Markúsi úr starfi.
Sveinn Andri Sveinsson lög-
maður Hans Markúsar stefnir
öðrum málsaðilum.
UMHVERFISMÁL Fyrsti metanknúni
sorpbíll landsins var tekinn í notkun
í gær. Hann er mun hljóðlátari en
hefðbundnir díselbílar og veldur 80
prósent minni sótmengun, auk þess
sem útblástur köfnunarefnisoxíðs
er 60 prósent minni en í venjulegum
sorpbílum. Reykjavíkurborg stefnir
að því að allir tíu sorpbílar borgar-
innar verði knúnir metani á næstu
árum. Metangasið sem sorpbíllinn
gengur fyrir er unnið úr sorpi borg-
arbúa í Álfsnesi.Umhverfissvið
Reykjavíkurborgar leigir bílinn,
sem er Mercedes-Benz Econic, af
Vélamiðstöðinni ehf. - rsg
VEÐRIÐ Í DAG
HANS MARKÚS HAFSTEINSSON Sóknarprestur í Garðasókn hefur stefnt samstarfsmönnum
sínum og biskupi fyrir hönd Þjóðkirkjunnar fyrir að reyna að hrekja sig ólöglega úr starfi.
SVEINN ANDRI
SVEINSSON
MATTHÍAS G. PÉT-
URSSON
FUNDUR RANNSÓKNARNEFNDAR UM-
FERÐARSLYSA Í skýrslunni kemur nefndin
á framfæri fjölda ábendinga um hvað gera
megi til að draga úr banaslysum.
METANKNÚNI SORPBÍLLINN AFHENTUR
Borgarstjóri tók við lyklunum að bílnum.
Umhverfisvernd:
Metanknúinn
sorpbíll
Kaupmenn í miðbænum:
Vilja sama
opnunartíma
VERSLUN Kaupmenn við Laugaveg í
Reykjavík vilja langflestir sam-
ræma opnunartíma verslana í
miðbænum samkvæmt könnun
sem Þróunarfélag miðborgarinn-
ar gerði nýlega.
Var meirihluti þeirra, alls 119
af þeim 177 sem þátt tóku, sam-
mála um að hafa verslanir opnar á
sama tíma virka daga frá klukkan
tíu til sex á daginn. Öllu færri
voru sammála um hentugan opn-
unartíma á laugardögum en flest-
ir á því að hafa opið frá tíu til fjög-
ur. Mikill meirihluti vildi hafa lok-
að á sunnudögum.
-aöe