Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 10
SUMAR VIÐ ANDAPOLLINN Sumarið er
loks komið á Akureyri og notuðu þessir
fuglavinir blíðuna til að gefa fuglunum á
Andapollinum við sundlaugina brauð.
10 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Golfvöllur Kjalar í Mosfellsbæ:
Stórskemmdur eftir hross
UMHVERFISMÁL Töluverðar skemmd-
ir urðu af völdum hrossa á golfvelli
golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ
fyrr í mánuðinum. Unnið hefur ver-
ið að lagfæringum, en tíma tekur að
græða upp traðkið eftir hrossin.
„Það er talið að um hafi verið að
ræða hrossarekstur úr bænum sem
var á leiðinni upp í dal,“ segir Hauk-
ur Hafsteinsson umsjónarmaður
golfvallarins. „Við fengum allir
sjokk þegar við sáum þetta. Þeir
sem hlut áttu að máli létu hins veg-
ar ekkert vita, sem hefði þó óneitan-
lega verið skemmtilegra, heldur
riðu bara áfram. Að minnsta kosti
tveir hestar fóru inn á völlinn og
jafnvel maður á hesti að elta þá.
Hestarnir virðast hafa verið á
stökkferð, því það voru spyrnuför
eftir þá.“
Haukur segir, að strax hefði ver-
ið farið í að græða skemmdirnar
upp. Veðrið hefði hjálpað til með
vætunni, þannig að völlurinn væri
nú óðum að jafna sig.
„Við höfum verið í fyrirtaks
samvinnu við hestamenn í Mosfells-
bæ,“ segir Haukur. „Við vitum að
þeir áttu klárlega engan hlut að máli
þarna.“ -jss
HAUKUR HAFSTEINSSON
Við eina flötina á golfvellinum sem hrossin
hlupu yfir og skemmdu verulega.
Ney›arástand á Ítalíu
HITABYLGJA „Því er spáð að hitinn
geti farið upp í 40 til 45 stig í
heitustu borgunum. Það er neyð-
arástand í landinu, tíu manns
hafa þegar látist, en á sunnudag-
inn lést sextugur Þjóðverji á
ströndinni hér í bænum,“ segir
Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir
fararstjóri fyrir Úrval- Útsýn á
Lido di Jesolo rétt hjá Feneyj-
um. Á Ítalíu er heitast í Mílanó,
Flórens, Róm, Bologna og
Brescia þar sem hitastig hefur
verið um 35 gráður. Ástandið er
verst í stórborgum Norður-Ítal-
íu vegna mengunar og gamalla
húsa þar sem ekki er loftkæling
en Jóhanna Guðrún segir að hit-
inn angri ferðamenn við strönd-
ina ekki eins mikið.
„Við erum að horfast í augu
við hitabylgju sem er jafnstór ef
ekki stærri en sú sem skall á
2003 og um það bil ein milljón
manna eru í hættu,“ sagði
Francesco Storace heilbrigðis-
málaráðherra Ítalíu við Reuters
fréttastofuna. Árið 2003 létust
20.000 manns vegna hitans, flest
eldra fólk. Yfirvöld á Ítalíu hafa
beðið lækna um að fylgjast vel
með öldruðum sjúklingum sín-
um sem eru í mestri hættu. Á
mánudag var nýtt met slegið í
rafmagnsnotkun á Ítalíu vegna
mikillar notkunar loftkælikerfa.
Á Norður-Ítalíu valda miklir
þurrkar vandræðum og óttast
menn uppskerubrest. Sunnar-
lega á Spáni hefur hitastig sums
staðar farið upp í 40 gráður og
verstu þurrkar í 60 ár hrjá land-
ið. „Hér er vel heitt en það er
ekki hægt að tala um hitabylgju
enn þá,“ segir Kristinn R. Ólafs-
son sem búsettur er í Madríd en
hitinn þar er í 30 gráðum.
„Vandinn er mikill á suðaustur
Spáni, Alicante og þar um kring,
þar sjá menn fram á vandræði
vegna þurrka,“ segir hann.
Heilbrigðisráðherra Frakk-
lands, Xavier Bertrand, hefur
komið af stað neyðaráætlun
vegna hugsanlegrar hitabylgju í
Frakklandi sem felst í því að
fylgjast með um 100.000 manns
sem taldir eru viðkvæmir fyrir
hita. -rsg
Hraðakstur:
Tíu teknir
í Skagafir›i
LÖGREGLA Tíu voru stöðvaðir fyrir
of hraðan akstur, tíu bílar voru
óskoðaðir og fimm ökumenn voru
án ökuskírteinis á fyrsta degi um-
ferðareftirlitsátaks samgöngu-
ráðuneytis og lögreglu í Skaga-
firði á þriðjudag.
Ríkislögreglustjóri heldur utan
um eftirlitið, en lögregluumdæmi
landsins skiptast á um að vakta
vegkafla hér og hvar um landið. Að
sögn lögreglu á Sauðárkróki eru 40
milljónir króna eyrnamerktar
verkefninu og hafa myndavélar
verið keyptar í gæslubíla þannig
að einn lögreglumaður geti sinnt
hraðamælingum. - óká
KIRKJAN Ákveðið var á valnefndar-
fundi í Reykhólaprestakalli að
leggja til að Sjöfn Þór guðfræðingur
yrði skipuð sóknarprestur. Val-
nefndin hefur því lokið störfum en
kirkjumálaráðherra skipar í emb-
ættið samkvæmt niðurstöðu henn-
ar. Sjö aðrir umsækjendur voru um
embættið.
Sjöfn Þór útskrifaðist sem guð-
fræðingur árið 2003 og hefur síðan
verið þjónustufulltrúi Kjalarnes-
prófastsdæmis, ásamt því að vera
formaður Æskulýðssambands kirkj-
unnar og í stjórn samkirkjulegra
samtaka ungs fólks í Evrópu. ■
Reykhólaprestakall:
Mælt me›
Sjöfn fiór
REYKHÓLAR Valnefnd í Reykhólaprestakalli
mælir með Sjöfn Þór.
MALAVÍ
BANVÆNAR UMRÆÐUR Rodwell
Munyenyembe, þingforseti Malaví,
lést í fyrradag en hann fékk hjarta-
áfall í þinginu í umræðum um van-
traust á Bingu wa Mutharika for-
seta landsins. Þegar átök virtust í
aðsigi barði Munyenyembe fundar-
hamrinum hraustlega í pontuna en
hneig að því búnu niður.
Tíu manns hafa flegar látist vegna gífurlegra hita á Ítalíu. Rá›amenn í Su›ur-Evrópu búa sig undir hækk-
andi hitastig og óttast hitabylgju í líkingu vi› flá sem var› fjölda fólks a› bana sumari› 2003.
FRAKKLAND Gamall maður fluttur á
sjúkrahús vegna hitans í suður Frakklandi
en talið er að tveir hafi látist í landinu nú
þegar.
VATIKANIÐ Ferðamenn kæla sig fyrir framan Péturskirkjuna í Róm þar sem hitinn var í 35
gráðum.
FASTEIGNIR Samhliða háu fast-
eignaverði í Reykjavík hefur
orðið mikil hækkun á verði jarða
í nágrenni borgarinnar. Magnús
Leópoldsson, fasteignasali, telur
jafnvel að jarðaverð hafi hækkað
meira en almennt fasteignaverð,
en erfitt sé að draga heildstæðar
ályktanir af verði á jörðum, þar
spili margt inn í og þurfi að meta
hvert tilfelli fyrir sig. „Ef við
erum komin yfir Hellisheiði eða
upp í Borgarfjörð munar um
hvern kílómetra, þannig að þær
verða ódýrari eftir því sem þær
eru lengra frá höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta hefur þó verið að
breytast. Nú eru víðar þéttbýlis-
svæði á landinu og jarðirnar dýr-
ari þar í kring.“
Magnús segir að almennt sé
mikill áhugi á jörðum á landinu
og sá áhugi hafi lengi verið til
staðar, ekki endilega að fólk
vilji byggja sumarbústaði eða
stunda búskap heldur setjast að
á jörðum í kring um þéttbýlin.
„Fólk vill eiga heima í útjaðri
þéttbýlis þar sem það getur haft
nóg pláss í kring um sig.“ - at
SVEITABÆR Í ÁRNESSÝSLU Verð á jörðum verður hærra eftir því sem lengra er farið frá
höfuðborgarsvæðinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
VA
H
R
EI
N
SD
Ó
TT
IR
Verð á jörðum hefur hækkað:
Vill r‡mi og rólegheit
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K