Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 28

Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 28
Meira síðar: þessu lofaði ég les- endum mínum að leiðarlokum fyrir hálfum mánuði. Málsefnið var örbirgð Afríku og færar leiðir til að sigrast á henni. Kannski virkjun? – spurði ég. Ég átti ekki við Kárahnjúka, hafi einhver haldið það, heldur Kongó. Kongó? Já, Kongó. Málið er þetta. Afríka á við mikil og margslungin vandamál að stríða, og sum þeirra vekja athygli umheimsins langt um- fram önnur. Allir vita um heil- brigðisvandann (eyðni, malaríu o.fl.), ónóga menntun, hindur- vitni, útbreidda spillingu o.s.frv. Hitt vita færri, að orkumál álf- unnar eru í ólestri – þess konar ólestri, sem leggur lamandi hönd á líf fólksins þarna suður frá. Ég hef lýst því áður í þessu plássi, að raforkan í Afríku er svo dýr, að venjulegt fólk hefur ekki ráð á því að kæla húsin sín þrátt fyrir þrúgandi hita víðast hvar, endar slagar rafmagns- kostnaðurinn við loftkælingu hátt upp í húsaleiguna. Menn eiga flestir fullt í fangi með að standa í skilum með leiguna, þótt þeir þurfi ekki líka að punga út allt að því öðru eins fyrir lúxus á borð við loftkæl- ingu. Nærri má geta, hversu dýrt mönnum reynist það þá að raflýsa húsin sín og borgir og bæi þarna niður frá. Heiðrík næturmynd af Afríku segir í reyndinni allt, sem segja þarf um þetta mál: rafvæðingu álf- unnar miklu er ábótavant. Myrk- ur og svækja draga mátt úr fólk- inu. En loftkæling er ekki lúxus í hitabeltinu, ef að er gáð, heldur beinlínis lífsnauðsyn. Lee Kwan Yew, landsfaðir og fyrrv. forsæt- isráðherra Singapúr, lýsir því í sjálfsævisögu sinni, hversu al- menn loftkæling skipti sköpum fyrir framþróunina þar í landi: fólkið gekk bókstaflega í gegnum endurnýjun lífdaganna, þegar svækjan innan dyra vék fyrir svölu lofti. Hví skyldi hið sama þá ekki eiga við annars staðar í hitabeltinu? Ef það tækist að út- vega Afríku ódýrt rafmagn, myndu vellíðan og lífskjör fólks- ins þar klárlega taka kipp. Ástandið í orkumálum Afríku er aðkallandi m.a. vegna þess, að Kongófljót býr yfir sjöttungi alls virkjanlegs vatnsafls í heim- inum. Þessi mikla móða liggur miðsvæðis um álfuna og er mik- ilvæg samgönguæð og er þó enn að mestu leyti óvirkjuð. En nú er að vísu breyting í vændum. Suðurafrískt orkufyrirtæki, Eskom að nafni, býst nú til að byggja stærstu vatnsvirkjun heimsins í ármynninu í vestan- verðri Kongó, ekki langt fyrir sunnan miðbaug. Áin sprettur upp í hálöndum Sambíu 1.800 metra yfir sjávarmáli og rennur rangsælis í risavöxnum niður- hallandi boga út í Atlantshafið á vesturströnd Kongó. Ráðgert er, að virkjunin verði 40 þúsund megavött að stærð á móti 690 megavöttum í Kárahnjúkavirkj- un til viðmiðunar. Virkjunin í Kongó verður því sextíu sinnum aflmeiri en Kárahnjúkavirkjun og tvisvar til þrisvar sinnum afl- meiri en stærsta virkjun heims- ins nú, en hún er í Gulafljóti í Kína. Vatnsorkan í Kongófljóti mun trúlega duga allri Afríku og vel það. Þarna verða engin uppi- stöðulón, heldur verða lykkjur lagðar á fljótið og vatninu veitt í gegnum túrbínur utan megin- straumsins og síðan aftur út í ána til að halda umhverfisrask- inu í lágmarki, svo sem gert hefur verið í Kanada, Noregi og Sviss. Orka verður afgangs handa Suður-Evrópu, enda þótt Afríka rafvæðist til fulls – eða svo segja þeir hjá Eskom. Ætlan- in er að samtengja orkunet álf- unnar, svo að rafmagnið flæði hindrunarlaust yfir landamærin um alla álfu. Áætlaður virkjunarkostnaður í Kongó er 50 milljarðar Banda- ríkjadollara og jafngildir tveggja mánaða landsfram- leiðslu allra Afríkulanda sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Það er mikið fé. Vonir standa til, að Al- þjóðabankinn og einkafjárfestar leggi fé í púkkið. Aðeins fimm til tíu prósent Afríkubúa hafa nú aðgang að rafmagni. Einmitt þannig var ástatt fyrir Íslandi, þegar Einar Benediktsson skáld og aðrir reyndu að opna augu þjóðarinnar fyrir nauðsyn raf- væðingar og virkjunar fallvatn- anna hér heima í byrjun 20. ald- ar. Virkjun vatnsorkunnar dróst von úr viti fyrir þrjózku og þröngsýni heimamanna og er fyrst nú að ná máli – nú, þegar rafvæðingu Íslands er löngu lokið og menn greinir á um það, hvort stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun fullnægi kröfum nútímans til umhverfis- verndar, menntunar og atvinnu- lífs í okkar heimshluta. Afríka gerir aðrar kröfur. Þar er af nógu að taka: Níl er tvö þúsund kílómetrum lengri en Kongó og er einnig að mestu leyti óbeizluð enn. ■ Tímamót eru í dag í sölu eldsneytis á Íslandi, þegar loksverður farið að selja litaða olíu og hætt verður að inn-heimta sérstakan þungaskatt af litlum dísilbílum. Það er með ólíkindum að þetta skuli ekki hafa gerst fyrr, líkt og í flestum ef ekki öllum nágrannalöndum okkar. Þeir sem hafa átt mikilla hagsmuna að gæta varðandi þessa breytingu eins og fyrirtæki og einstaklingar sem stunda þunga- flutninga hafa gert athugasemdir við þessa breytingu. Þeir munu eftir sem áður greiða kílómetragjald og nota þá litaða olíu. Víðast hvar í nágrannalöndunum er dísilolían ódýrari en bensín, en hér verður þessu öfugt farið. Upphaflega var við það miðað að olían yrði ódýrari en bensínið og það var ein af röksemdunum fyrir því að þessi breyting var samþykkt. Af einhverjum orsökum stefnir allt í að bensínið verði ódýrara, hvaða rök sem kunna að liggja þar að baki. Þróunin hefur verið sú í nágrannalöndunum að fleiri og fleiri fólksbílar nota dísilolíu, og er nú svo komið að um helmingur nýrra fólksbíla í Evrópu er með dísilvél og í sumum löndum er hlutfallið jafnvel enn hærra. Stjórnvöld hafa víða með ákveðnum hætti stuðlað að því að fólk kaupi sér frekar fólksbíla með dísilvél en bensínvél. Haldið hefur verið uppi áróðri um að slíkir bílar séu sparneytnari og betri fyrir umhverfið, því mun minni útblástursmegin er frá dísilbílunum. Í samræmi við þetta hafa stjórnvöld stuðl- að að því að dísilolían sé ódýrari en bensínið. Það er því nær óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld hér hafa ekki farið sömu leið og skuldar fjármálaráðuneytið bíleigendum skýr- ingar á því. Stóru og þungu langflutningabílarnir munu eftir sem áður aka eftir kílómetramæli og greiða þungaskatt samkvæmt eknum kílómetrum, en ekki olíueyðslu. Það verða því litlu fólksbílarnir sem áfram munu aðallega standa undir vega- framkvæmdum í landinu, svo öfugsnúið sem það nú er. Jafn- framt því sem nær allir þungaflutningar fara nú fram á landi og umferð langflutningabíla hefur þar af leiðandi stór- aukist hefur verið sýnt fram á að þessir stóru og þungu bílar slíta vegunum þúsundfalt á við fólksbíla. Reiknað hefur verið út að einn fullhlaðinn langflutningabíll slíti vegunum á við meira en 30 þúsund venjulega fólksbíla. Það nær því ekki nokkurri átt að slíkir bílar greiði hlutfallslega mun minni þungaskatt en léttari bílar. Með vaxandi landflutning- um er ljóst að vegakerfið þarf mun meira viðhald og endur- bætur, ef vel á vera, og þess vegna eiga þeir sem slíta vegunum mest að greiða það sem þeim ber. Það er svo spurning hvort stjórnvöld gæti gert eitthvað til að stuðla að auknum sjóflutningum milli landshluta. Víða um land hafa á undanförnum árum verið lagðir miklir fjármunir í hafnar- gerð og nú er svo komið að margar hafnir eru sáralítið eða ekkert notaðar til sjóflutninga. Þær koma að vísu að góðu gagni fyrir smábáta og bryggjuhátíðir, en það er ekki nóg. ■ 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Þungaskattur af litlum dísilbílum verður framvegis innifalinn í olíuverðinu. Olían d‡rari en bensíni› FRÁ DEGI TIL DAGS Ódýrari töskur Afgreiðslutím ar versla na! Office 1 Smára lind Virka daga frá 11-19, laugardaga 11 -18, sunnudaga 13 -18 Office 1 Skeifu nni 17 Virka daga frá 9-18, laugardaga frá 11-16 Office 1 Akure yri Office 1 Egilss töðum Virka daga frá 11-18, laugardaga frá 11-14 13.995,- FERÐATÖSKUSETT 4023008-EGI Fjórar SAMAN! Loftkæling hitabeltisins Endurhvarf til eitís Búast má við mikilli örtröð við Egilshöll í kvöld þar sem margir þeir sem voru upp á sitt besta á níunda áratug síð- ustu aldar koma saman til að hlýða á Duran Duran. Mikið hefur farið fyrir umræðu um tónleikana að undanförnu og reyna menn að endurvekja deilur aðdáenda hljómsveitanna sem ku hafa tröllriðið íslensku þjóðfélagi fyrir tveimur áratugum eða svo. Og þó Duran Duran- aðdáendur telji sig væntan- lega sigurvegara í kvöld geta Whammarar huggað sig við að sleppa við umferðar- teppu eftir tónleika. Eftir Iron Maiden- tónleikana 7. júní voru enn langar bílarunur á leið frá tónleikastað tveimur tímum eftir tón- leikana. ...viljann fyrir verkið Meðal þeirra sem hafa reynt að endur- vekja deilurnar eru Orri Hauksson (Duran Duran) og Svavar Örn (Wham) sem voru kallaðir í Kvöldþáttinn á Sirk- us í fyrrakvöld til að ræða um hljómsveitirnar. Hvor reyndi að tala hinn í kútinn, lof- syngja sína sveit og níða skó- inn af hinni. Eitthvað virtist tónninn þó innantóm- ur, helst að menn reyndu að rifja upp gamla tíma án þess þó að missa ekki fram af sér beislið sem þroskuðum og fullorðnum einstakling- um sem væru vaxnir upp úr þessu. Nýr banabiti Héðan heldur hljómsveitin til Rómar þar sem hún tekur þátt í Live 8-tónleik- um, ein fárra hljómsveita sem tróðu upp á Live Aid fyrir tveimur áratugum og aftur á Live 8 núna. Margir telja reyndar að frammistaða hljómsveitar- innar á Live Aid hafi verið banabiti hljómsveitarinnar. Þá var Simon Le Bon, söngvari hljómsveitarinnar, svo rammfalskur að jafnvel hörðustu aðdá- endur hljómsveitarinnar áttu í vand- ræðum með að afsaka sveitina. Svo er spurning hvort Duran Duran standi sig betur í þetta skiptið eða hvort hnignun hljómsveitarinnar hefjist á ný. brynjolfur@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG ORKUMÁL Í AFRÍKU ÞORVALDUR GYLFASON Hei›rík næturmynd af Afríku segir í reyndinni allt, sem segja flarf um fletta mál: rafvæ›ingu álfunnar miklu er ábótavant. Myrkur og svækja draga mátt úr fólkinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.