Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 31

Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 31
Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 30. júní, 181. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.03 13.31 23.58 AKUREYRI 1.54 13.16 24.35 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Guðrún Lísa Einarsdóttir, söngkona í hljómsveitinni Ísafold, tengist fötun- um sínum og skóm sterkum persónu- legum böndum og getur ómögulegt hent hlutum úr fataskápnum sínum. „Ég á eitt skópar sem ég held mikið upp á. Það eru svört lág leðurstígvél í anda Hróa Hattar. Ég keypti þau fyrir einu og hálfu ári í Spútnik og ég gæti ekki lifað án þeirra,“ segir Guðrún Lísa. „Hællinn er dottinn af þeim og það er gat á tánni þannig að þegar rignir verð ég blaut í fæturna um leið,“ segir Guðrún Lísa og hlær dátt en hún notar stígvélin aðallega þegar hún spilar með hljómsveitinni sinni. „Ég nota þá alltaf þegar ég spila. Ég held þeir gefi mér einhverja góða strauma. Svo eru þeir líka voðalega þægilegir. Ég fékk þá á tilboði á fimm þúsund krónur og ég held að þeir hafi ekki verið notaðir. Þeir voru að minnsta kosti mjög vel með farnir – en þeir eru það ekki núna,“ segir Guðrún Lísa og flissar. Guðrún Lísa hefur ekki komið sér í það að gera við uppáhaldsskóna og finnst ekki líklegt að hún gerir það úr þessu. Það er nóg að gera hjá henni í sumar að spila og syngja þannig að spurning er hvort hún leggi ekki skónum í byrjun hausts. „Við vorum að spila á Gauki á Stöng síðustu helgi og verð- um í Sjallanum 9. júlí. Svo erum við á stans- lausum þeytingi í allt sumar þannig að það er nóg að gera. Ætli við skórnir verðum ekki bæði steindauð eftir ösina í sumar.“ „Ég á helling af fötum og eins og með skóna þá tími ég alls ekki að henda þeim. Ég tengist þeim einhvern veginn og fer á al- geran bömmer þegar ég tek til í fataskápn- um mínum,“ segir Guðrún Lísa. lilja@frettabladid.is Skór með góða strauma tiska@frettabladid.is Lee Ryan, fyrrum meðlimur strákasveitarinnar Blue, er orðinn sendiherra fyrir tískumerkið Dolce & Gabbana. Starfið felst í því að hann getur valið sér hvaða föt sem er í tískuhúsinu en hann þarf að vera í að minnsta kosti einni af flík D&G þegar hann kemur fram opinberlega. Stjörnur eins og David og Victoria Beck- ham og Kylie Minogue eru líka sendiherrar fyrir fyrir- tækið. Poppgyðjurnar Jenni- fer Lopez og Britney Spears setja báðar ilm- vatn á markaðinn næsta haust. Jennifer setur ilminn Live á markað- inn en Britney ilminn Fantasy. Jennifer hefur nú þegar sett þrjá ilmi á markað og hefur notið mikillar velgengni en Britney að- eins einn. Tískuhús Louis Vuitton mun opna risastóra tískuverslun í vetur. Lúxusmerkið opnar versl- unina í París þegar tískuvikan á sér stað í október. Hönnunar- teymi Vuitton er um þessar mundir að hanna vörur sem ein- göngu verða seldar í versluninni. Þessar vörur eru til dæmis krókó- dílaskór fyrir bæði kynin og ný gerð af Speedy-úrum sem munu kosta 20.000 dollara og verða skreytt demöntum og safírum í lögun Eiffel-turnsins. Guðrún Lísa notar stígvélin aðallega þegar hún spilar með hljómsveit sinni, Ísafold. LIGGUR Í LOFTINU í tísku FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Til hamingju pabbi! vinur minn hefur ákveðið að þú sért hæfur til að ala upp einn af kettlingunum hans! Litskrúðugar skálar BLS. 7 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 9 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.