Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 33

Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 33
Hinn suðræni og seiðandi Carlos Santana er best þekktur fyrir fimi sína á gítarinn góða. Karlinum er margt til lista lagt og fyrir stuttu frumsýndi hann nýjar týpur í kvenskólínu sinni, Carlos by Carlos Santana, í New York. Car- los hefur unnið með Brownshoe skókeðjunni síðan árið 2001 við gerð skónna og rennur hluti ágóð- ans til Milagro-sjóðsins sem styrkir börn og unglinga sem eiga um sárt að binda. Skórnir hans Carlosar eru svo sannarlega sumarlegir og kven- legir og greinilegt að gítarsnilling- urinn er í góð- um tengslum við sitt kven- lega eðli. Nýja línan sem Carlos kynnti fyrir skemmstu er aðeins brot af því sem koma skal því fjölmargar nýjar týpur bætast í línuna í júlí og ágúst. 3FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 Margir ferðamenn þekkja stóru verslunarhúsin í París eða galleríin eins og þau eru stundum kölluð. Printemps, Bon Marche og BHV, svo nokkur séu nefnd. Eitt vinsælasta verslunarhúsið er líklega Galerie Lafayette á Haussmann búlvarðinum sem getið er í mörgum ferðahandbókum. Þangað fara heilu rúturnar af Japönum eftir að hafa farið hringferð um París. Eitt elsta verslunarhús Parísarborgar, La Samaritaine, lokaði nú fyrir tveimur vikum. Að sögn eigenda var það vegna lagfæringa á húsnæðinu en starfsfólkið er ekki visst um framhaldið. La Samaritaine er rúmlega hundrað og tuttugu ára fyrirtæki en bygg- ingin við Rivoligötu sem þessi stórverslun er til húsa í, er um hund- rað ára gömul og friðuð. Þess vegna þarf nú að fara út í kostnaðar- samar viðgerðir sem munu taka nokkur ár, meðal annars vegna eld- varna. Því hefur eigandinn, Louis Vuitton Moet Hennessey ákveðið að loka meðan á þeim stendur. Starfsfólkið heldur því hins vegar fram að eigandinn ætli að nota tækifærið og loka til frambúðar. Efnahagsástand er erfitt í Frakklandi og hafa stóru verslunar- húsin ekki farið varhluta af því. Printemps er önnur stórverslun sem ekki gengur sem skyldi og hefur verið sögð til sölu þó François Henri Pinault, aðaleigandi Gucci group sem aftur á Printemps, hafi ekki staðfest það. Pinault er reyndar kenndur við Printemps en verslunarhúsið við Haussmann búlvarð þar sem kventískan er seld er eitt það fallegasta í París. Nú um helgina lokaði Galerie Lafayette fyrstu stórversluninni af fimm á landsbyggðinni sem eiga að hverfa vegna rekstrarerfiðleika. Þessar stórverslanir reyna nú að endurskapa sér stöðu í verslun- ar- og tískuheiminum hér í erfiðu efnahagsumhverfi. Printemps opnaði til dæmis fyrir nokkrum árum lúxushæð þar sem eingöngu er að finna fínustu tískuhúsin, Dior, Gucci, YSL, Bottega Veneta og svo mætti lengi telja. Í verslunarheiminum er þetta kallað búð í búð, „shop in shop“ (fundið upp í Bandaríkjunum). Þar hefur hvert tísku- hús sitt svæði vel aðskilið frá hinum og meira hægt að tala um versl- un en sölubás en allir endurgreiðslupappírar á virðisaukaskatti eru afgreiddir á einum stað. Þessi aðferð virkar mjög vel, sérstaklega fyrir útlendinga sem kunna vel að meta það að finna allt undir sama þaki, í loftkældu umhverfi í stað þess að þræða götur borgarinnar í sumarhitanum. Þetta á til dæmis við um konur frá Sádi-Arabíu eða Sameinuðu furstadæmunum, sveipaðar kuflum og slæðum frá toppi til táar. Þær eru ánægðar með að fá að rölta um í svalanum. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Samaritaine, Galerie Lafayette, Printemps Demi Moore andlit Versace LEIKKONAN VERÐUR SÍFELLT FALLEGRI MEÐ ALDRINUM OG VERÐUR ANDLIT VERSACE NÆSTA HAUST OG VETUR. Hin 43 ára gamla leikkona Demi Moore er nýtt andlit tískurisans Versace. Leikkon- an mun sitja fyrir á sex auglýsinga- myndum sem teknar verða af hinum vinsæla ljósmyndara Mario Testino. Auglýsing- arnar prýða helstu glanstímarit heims í ágúst á þessu ári en með þessu tekur Moore við af Madonnu sem var andlit vor- og sumartískunnar hjá Versace. Sögur segja að Madonna hafi fengið 10,3 milljónir dollara í sinn hlut en ekki er ljóst hvað Moore fær. „Ég hef þekkt Demi Moore í mörg ár og hún hefur aldrei verið jafn falleg og hún er núna,“ segir Donatella Versace í samtali við Women’s Wear Daily. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY Cruz og Combs vinna saman SEAN „P. DIDDY“ COMBS VILL AÐ PENELOPE CRUZ KYNNI KVENFATALÍNU SÍNA. Hiphop-stjarnan og fatahönnuðurinn Sean „P. Diddy“ Combs stendur nú í samningaviðræðunum við spænsku leikkonuna Penelope Cruz. Combs vill ólmur að Cruz verði andlit hinnar nýju tískulínu sinnar sem mun einfaldlega heita Sean by Sean Combs. Karlfatalína rapparans, Sean John, hefur gengið mjög vel en nú vill Combs auka sölu nýju kvenfatalínunnar með hjálp suð- rænu þokkagyðj- unnar. Combs ákvað að tala við Cruz eftir að hann sá hana í auglýs- ingu hjá átrúnað- argoði sínu í tískuheiminum, Ralph Lauren. LAUGAVEGI 62 • SÍMI: 551-5444 KRINGLUNNI SÍMI: 533-4555 ÚTSALAN BYRJAR Í DAG KL. 10 ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Sendum í póstkröfu í t r f Flottar, brúnar espadrillur. Carlos var að sjálfsögðu á staðnum enda stoltur af skónum sínum. Góðir sandalar á ströndina. Hvítir sandalar sem smellpassa í sumarbrúðkaupin. Appelsínugulir, sumarlegir og kvenlegir skór. Nýir skór frá Santana Fjölmargar nýjar týpur hafa bæst í skólínu gítarleikarans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY Hagkaupum Smáralind • Hagkaupum Kringlunni TRYGGÐARBÖND Margir litir Laugavegi 100, S. 561 9444 Brúðarkjólaleiga Dóru /Anna Design Suðurlandsbraut 50 – Bláu húsin við Faxafen - Sími: 568 2560 Opið mán-fös 10-18 lau 10-14 Brúðarkjólaleiga Dóru

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.