Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 36

Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 36
Listaverk Ótrúlegustu myndir og munir verða að listaverkum þegar búið er að ramma þá inn. Myndir sem börnin hafa málað, gamlir kóktappar, vasaklútar, veggfóður og miðar utan af niðursuðudósum eru dæmi um skemmtilega hluti sem sniðugt er að ramma inn. [ ] GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217 Gerið góð kaup! Allar vörur án virðisaukaskatts fimmtudag til laugardags! Þingholtsstræti 30 101 Reykjavík sími 562 2116 PR E N T S N IÐ HVERNIG LOPAPEYSU VILT ÞÚ? þrönga, stutta eða eins og amma prjónaði? Gott úrval og verð! kr. 11.40 0 Kringlunni - sími : 533 1322 Vandaðar heimilis- og gjafavörur Útsala í Duka Skólavörðustíg 21, 101 Reykjavík, sími 551 4050 Sængurverasett í sumarlegum litum Íslensk list allerie r g ó ð g j ö f Appelsínubörkur og maurar Agnar lætur fara vel um sig í þægilegum appelsínuberkinum. Agnar Már Magnússon og Helga Sigurþórsdóttir hafa gaman af skemmtilega hönn- uðum stólum. Gestir á heimili Agnars Más Magn- ússonar píanóleikara og Helgu Sigurþórsdóttur kennara veita því fljótt athygli að heimilið prýða fallegir hönnunargripir í stólalíki. Meðal þeirra er Appelsínubörkur- inn. „Þennan stól fundum við hjónin á útsölu í Epal fyrir nokkru og fannst við mjög heppin þar sem svona stólar eru sjaldan lækkaðir í verði. Appelsínubörkurinn er hann- aður af Olav Eldöy og er rosalega þægilegur, eins og besti hæginda- stóll. Svo er hann svo flottur,“ segir Agnar og bætir því við að þótt stóll- inn sé til í ýmsum litum hafi ekki komið til greina að kaupa öðruvísi en appelsínugulan. Enn fleiri flotta stóla má finna innanstokks. „Glæra stóllinn hannaði Philip Stark. Hann heitir Louis’s Ghost í höfuðið á Lúð- vík fjórtánda og er í þessum gamla rokókóstíl nema hann er glær. Við stillum upp blómum á bak við og þá er eins og hann sé með blóma- mynstri. Svo vorum við að eignast tvo „maura“, borðstofustóla eftir Arne Jakobsen, og ætlum að ná okkur í fleiri svoleiðis“. Agnar og Helga eru hrifin af hönnun almennt og finnst það skipta máli að á heimilinu sé að minnsta kosti einn hlutur sem er vel hannaður og lítur vel út frá öllum hliðum. „Við lítum ekki á þetta sem snobb heldur bara sem skemmtilegt áhugamál. Við höfum helst einbeitt okkur að því að kaupa stóla en svo er aldrei að vita hvaða húsgögn fylgja í kjölfarið,“ segir Agnar. „Stólarnir eru með húmor,“ bætir Helga við. „Húmorinn ræður svolít- ið ferðinni og gaman þegar hug- myndin og heitið tengjast hlutnum skemmtilega þó auðvitað sé nota- gildið aðalatriðið.“ Agnar og Helga eru á leiðinni í frí en þegar þau koma heim tekur kennslan við hjá Helgu og ýmsar annir hjá Agnari. „Ég er að gefa út plötu með Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu, svona haustdjassplötu sem við tókum upp í New York. Svo kem ég til með að vera á fullu í leik- húsinu en það er leyndarmál enn- þá.“ Það verður því nóg að gera og lítill tími til að sitja og gera ekki neitt. Þó það sé auðvitað einstök nautn í fallegum og þægilegum stól. brynhildurb@frettabladid.is Tveir maurar og von á fleirum. Glæri draugastóllinn eftir Philip Stark. Appelsínubörkurinn ber nafn með rentu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.