Fréttablaðið - 30.06.2005, Side 39

Fréttablaðið - 30.06.2005, Side 39
Framleiðendur hafa hin síðustu ár aukið notkun silikons og má sérstaklega greina þessa þróun þegar eldhúsáhöld eru annars vegar. Silikonið er orðið allsráð- andi í sleikjum og spöðum en nú er það áberandi í bökunar- vörum. Silikonið er sérstak- lega skemmtilegt og meðfæri- legt þar sem það þolir upp undir 400 gráðu hita og það má frysta það. Því er auðvelt að hræra í eina köku, hella í sili- konmótið, skella í frystinn og taka hana svo út þegar hún á að fara í ofninn. Auk þess er hægt að setja silikonið í ör- bylgju og það þolir vel að fara í uppþvottavél – hlutir úr silikoni endast von úr viti og haldast alltaf eins. Þegar kakan er tilbú- in er hún klædd úr mótinu og ekkert situr eftir eða festist við. Silikonið er hægt að nota við eldamennsku og hægt að elda mat í mótunum eða nota ofnplötu úr silikoni. Silikon- vörurnar á þessum myndum fást hjá Búsáhöldum í Kringlunni. ■ Kökuform úr silikoni af öllum stærðum og gerðum. 9FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 Alvöru gasgrill Ryðfrítt alvöru gasgrill - engar málamiðlanir! Perfectglo gasgrillið fæst hjá ECC Skúlagötu 63 - Sími 511 1001 - Opið 10-18 Golfáhugamenn athugið Nú er rétti tímin til að setja niður púttholu í garðinn Upplagt í sumarbústaðinn eða garðinn heima Tilboð 1 1 stk stöng með áföstu númeri og bolla kr 4.900 Tilboð 2 1 stk stöng með flaggi og bolla kr 7.900 Leigjum út holuskera ÚTSALAN ER HAFIN! Steikt eða fryst silikon Efnið þolir mikinn hita og maturinn loðir ekki við. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ofnplata úr silikoni. Nauðsynlegt er að koma sér upp eldvarnarbúnaði á heimilum, reykskynjurum, slökkvitækjum og eld- teppum. Enda er lífið sjálft í veði. Best er ef reyk- skynjari er í hverju herbergi og að í íbúðinni sé einnig einnig slökkvitæki og eldvarnateppi. Reykskynjarar eru með rafhlöðu sem dugar í eitt ár. Slíkt tæki getur eitt og sér bjargað manns- lífum og síðan takmarkað mjög skemmdir af völdum elds. Auk stakra reykskynjara má fá samtengda reykskynjara þannig að allir væla ef einn fer í gang. Slökkvitæki fyrir heimili eru tvenns konar, það eru dufttæki eða léttvatnstæki. Báðar tegundir duga á alla elda. Hins vegar hefur þótt ókostur við duft- tækin hvað þau svína mikið út, jafnvel þó aðeins sé um smáeld að ræða en þau eru örugg í notkun. Slökkvitæki eru fljót að tæmast og þvíer mikilvægt að beina úðanum strax að rótum eldsins. Lífið er að veði Reykskynjarar og slökkvitæki eru ein ódýrasta og einfaldasta líftrygging sem völ er á.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.