Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 58

Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 58
30. júní 2005 FIMMTUDAGUR38 Pulis gefur líti› fyrir gefnar ástæ›ur uppsagnarinnar Guðjón Þórðarson : Vill vinna grannaslaginn FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson hefur lofað áhangendum Notts County að liðið muni leggja sig allt fram undir sinni stjórn á komandi tíma- bili, en leikmenn eru að koma saman eftir sumarleyfi um þessar mundir og munu hefja stífar æf- ingar að hætti Guðjóns til að koma sér í stand fyrir átökin. Á heimasíðu félagsins í gær segir Guðjón að hann muni leggja sig fram við að bæta gengi liðsins eftir fremsta megni og þá einkum og sér í lagi í nágrannaslagnum við Mansfield Town. County hefur tapað þremur einvígjum liðanna í röð og Guðjóni þykir kominn tími á að breyta því. „Það er jafnan allt undir í svona leikjum og erfitt að tapa fyrir grönnum sínum. Það er kom- inn tími á að Notts County sigri granna sína í Mansfield og ég segi fyrir mína parta að þó svo færi að við töpuðum fyrir þeim vil ég að menn geti sagt að þeir hafi lagt sig alla fram,“ sagði Guðjón en gaman er að fylgjast með lífinu sem kviknað hefur hjá Notts County frá því Guðjón tók við stjórnartaumunum. Daglega eru birtar jákvæðar og spennandi fréttir um starf félagsins og til að mynda þótti fréttnæmt hjá félaginu um daginn að íslenskir fjölmiðlar skyldu hafa hringt til félagsins og forvitnast um ráðningu Guðjóns. - bb GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Er búinn að vinna hug og hjörtu stuðningsmanna Notts County. Glazer-feðgarnir: Funda me› rá›herra KNATTSPYRNA Richard Caborn, íþróttamálaráðherra Bretlands, sat í gær fund með Malcolm Glaz- er og sonum hans þremur, Joel, Avram og Bryan, þar sem mark- mið þeirra með kaupunum á Manchester United voru rædd. Feðgarnir, sem allir sitja í nýrri stjórn Manchester United, fullvissuðu ráðherrann um að þeir ætli sér að ná árangri með liðið, en stór hópur aðdáenda félagsins hefur gefið í skyn að Glazer sé einungis að hugsa um að hagnast á félaginu. „Ef við ætlum að ná markmið- um okkar, verðum við að ná góð- um árangri bæði í ensku úrvals- deildinni og meistaradeild Evr- ópu,“ sagði Joel Glazer við fjöl- miðla að fundi loknum. „Þó við séum fjárfestar þá erum við ekki að kaupa stærsta knattspyrnufé- lag heims til þess að láta því ganga illa. Það er öllum í hag að liði félagsins gangi vel og við munum reyna allt sem í okkar valdi stendur til þess að svo megi verða.“ Stuðningsmenn Man. Utd eru ekki enn farnir að trúa Glazer- feðgunum og nota þeir hvert tækifæri til þess að mótmæla kaupum þeirra á félaginu og sér ekki fyrir endann á þeim mótmælum. - mh MALCOLM GLAZER. Glazer reynir nú hvað hann getur til þess að vinna aðdáendur Manchester United á sitt band. Tony Pulis, fráfarandi knattspyrnustjóri Stoke, kve›st ekki hafa neitt á móti er- lendum leikmönnum og a› stjóratí› hans sanni fla›. Johan Boskamp hefur veri› rá›inn stjóri li›sins til næstu tveggja ára. FÓTBOLTI „Ég vill taka það fram að litarháttur eða þjóðerni hafa aldrei haft áhrif á hvernig ég stilli upp mínu liði,“ sagði vonsvikinn Tony Pulis í samtali við breska fjölmiðla í gær, daginn eftir að hafa verið rekinn frá enska knatt- spyrnufélaginu Stoke City, sem er að mestu í eigu íslenska fjárfesta. Gunnar Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að stjórnin hefði tekið þá ákvörðun að láta Pulis fara vegna tregðu hans við að leita á erlenda markaði eftir nýjum leikmönnum. Pulis gefur lítið fyrir þær ástæður. „Ég hef unnið með erlendum leikmönnum á tíma mínum hér hjá Stoke sem hafa verið að spila í mínu liði. Þetta snýst ekki um að kaupa til félagsins erlenda leikmenn, þetta snýst um að kaupa til félagsins góða leikmenn,“ sagði Pulis, sem mun þó fá mánaðarlegan launatékka frá Stoke næsta árið þar sem hann hafði skrifað undir nýjan samning við félagið í lok apríl sl. Leikmenn og aðdáendur Stoke eru furðu lostnir yfir starfsað- ferðum íslensku stjórnarinnar og kvaðst Gerry Taggart, fyrrver- andi leikmaður Leicester en nú- verandi leikmaður Stoke, að hann væri í sjokki yfir fréttunum. „Þetta er hryllingur. Þetta sýnir einfaldlega að það er aldrei hægt að vita hvað er í gangi á bakvið tjöldin,“ sagði Taggart. Það er því ljóst að það er ekki auðvelt starf sem bíður Johan Boskamp, nýs knattspyrnustjóra félagsins sem skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær. Boskamp þessi stjórnaði meðal annars Anderlecht til þriggja meistaratitla í Belgíu fyr- ir rúmum áratug áður hann tók við Genk og gerði þá að bikar- meisturum í landinu. Þar þjálfaði hann meðal annars Þórð Guðjóns- son, núverandi leikmann Stoke, með góðum árangri. Fyrsta verk Boskamp verður að vinna traust leikmanna og áhangenda liðsins, en að sögn fjöl- miðla í Stoke gæti það reynst afar erfitt þar sem ekki beri á öðru en að stjórn félagsins sé að skiptast í tvær fylkingar, þá íslensku og þá ensku, þar sem flestir sem að fé- laginu koma séu á bandi þeirra síðarnefndu. Stjórnarmaðurinn Peter Coates, sá hinn sami og gerði Íslendingunum tilboð í fé- lagið í fyrradag upp á 500 milljón- ir sem var umsvifalaust hafnað,“ kveðst óttast um framtíð félags- ins í kjölfarið á atburðum síðustu daga. „Að reka Pulis var einhver furðulegasta ákvörðun sem ég hef vitað til í enskri fótboltasögu. Ég hef miklar áhyggjur af því hvert þetta félag er að stefna,“ sagði hann. vignir@frettabladid.is JOHAN BOSKAMP Á erfitt verkefni fyrir höndum hjá Stoke. Guðmundur Viðar Mete skrifar undir hjá Keflavík: Er hann ma›urinn sem Keflavík hefur vanta›? FÓTBOLTI Á laugardaginn kemur knattspyrnumaðurinn Guðmund- ur Viðar Mete hingað til lands og skrifar undir samning við Kefla- vík út tímabilið. Guðmundur steig sín fyrstu skref með Austra á Eskifirði en fór út til Svíþjóðar 10 ára gamall. „Ég get ekki beðið eftir því að spila fótbolta á ný,“ segir Guð- mundur, sem er spenntur fyrir því að sjá hvernig íslenska knatt- spyrnan er, hann hefur verið bú- settur í Svíþjóð undanfarin fjórt- án ár. „Ég hef náttúrlega aldrei spilað á Íslandi, ég er ákveðinn í að gera vel þar og svo er stefnan sett á að komast út aftur. Ég er bú- inn að vera meiddur af og til í eitt og hálft ár en hef verið í endur- hæfingu undanfarinn mánuð.“ segir Guðmundur. Hann hefur síðastliðin þrjú ár verið hjá Norrköping en þar á undan var hann hjá Malmö þar sem hann fór í gegnum unglinga- starfið. Ástæðan fyrir því að Keflavík varð nú fyrir valinu er sú að hann þekkir vel til þjálfar- ans Kristjáns Guðmundssonar og markvarðarins Ómars Jóhanns- sonar frá því að hann var hjá Mal- mö. „Þrátt fyrir að hafa aldrei spilað í íslenska boltanum þá hef ég fylgst ágætlega með honum í gegnum fótbolta.net og þá hef ég verið í sambandi við þá Kristján og Ómar. Þetta verður örugglega skemmtilegt.“ sagði Guðmundur, en hann er 24 ára. Vörn Keflavíkur hefur ekki verið nægilega traust það sem af er tímabili og vonir bundnar við það að með komu Guðmundar lag- ist hún. Hann á ellefu leiki að baki fyrir U-21 landsliðið og var einnig með U-19 og U-17. Kristján Guð- mundsson lýsir honum sem sterk- um leikmanni, góðum skalla- manni og fínum leiðtoga. „Hann er einmitt týpan sem okkur hefur vantað í vörnina,“ sagði Kristján. - egm KRISTJÁN GUÐMUNDSSON Ánægður með nýja liðsmanninn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.