Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 61
FÓTBOLTI Það var ljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn ÍA ætluðu að selja sig dýrt gegn ÍBV í gær- kvöldi og voru leikmenn liðsins afskaplega duglegir og agaðir all- an leikinn. Þeir voru verðlaunaðir með marki strax á 17. mínútu leiksins þar sem var að verki hinn ungi og bráðefnilegi Hafþór Ægir Vil- hjálmsson. Þá skoraði hann með góðu skoti fyrir utan teig en þang- að hrökk boltinn eftir að leikmenn ÍBV höfðu hreinsað hornspyrnu Dean Martin frá marki. Heima- menn héldu áfram að þjarma að marki ÍBV það sem eftir lifði leiks og bættu verðskuldað við marki stundarfjórðungi fyrir leikslok. Það gerði Andri Júlíusson, annar ungur leikmaður ÍA sem nýkom- inn var inn á sem varamaður, þeg- ar hann lagði boltann framhjá Birki Kristinssyni í markinu eftir meistaralega sendingu Dean Martin. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri hjá heimamönnum en þeir voru einstaklega óheppnir með skot sín í leiknum í gær. Fótboltinn sem boðið var upp á í gær var í lágum gæðaflokki og augljóst að þarna eru á ferð tvö lið sem eiga í vandræðum í deildinni. Þrátt fyrir að hafa verið nokk- uð frá sínu besta voru Skagamenn mun markvissari í öllum sínum aðgerðum og hefðu á eðlilegum degi skorað mun fleiri mörk. Þeirra sprækastur var marka- skorarinn Hafþór og fór hann oft illa með varnarmenn ÍBV. Þá spil- aði Pesic líklega sinn besta leik í sumar og Dean Martin var gríðar- lega duglegur í stöðu fremsta miðjumanns. Lið ÍBV var, eins og svo oft áður á útivelli í sumar, heillum horfið lengst af og var það aðeins þegar boltinn fór í gegnum Atla Jóhannsson á vinstri kanti sem að eitthvað gerðist í sóknarleiknum. Er það hér með fullyrt að Atli er einn af hættulegustu upphafs- mönnum skyndisókna sem til er á landinu. Þegar horft er til þess að ÍBV lenti undir strax á 17. mínútu er með ólíkindum að sjá hversu aft- arlega liðið spilaði það sem eftir lifði leiks. Flestir leikmanna liðsins eru afar takmarkaðir knattspyrnu- menn sem geta þó á góðum degi farið langt á baráttu og eljusemi, en þegar kemur að hugmynda- auðgi í sókninni er liði Eyjamanna stórlega ábótavant. vignir@frettabladid.is 41FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 Keppni allra landsmanna Frítt á leiki og happdrættispottur Sextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar. Miðar eru afhentir í útibúum bankans. 1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu. Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 88 81 06 /0 5 410 4000 | www.landsbanki.is VIÐ STYÐJUM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU MEÐ STOLTI fim. 30. júní 19:15 Þróttur R. - Valur fim. 30. júní 19:15 FH - Fram fim. 30. júní 20:00 Keflavík - Grindavík lau. 02. júlí 16:00 ÍBV - Fylkir NÆSTU LEIKIR LANDSBANKADEILDAR KARLA Litlaus en langþráður SkagasigurLEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: ÍA–ÍBV 2–0 STAÐAN: FH 8 8 0 0 23–4 24 VALUR 8 6 0 2 18–5 18 KEFLAVÍK 8 4 2 2 15–18 14 FYLKIR 8 3 2 3 14–14 11 KR 8 3 1 4 8–11 10 ÍA 8 3 1 4 7–11 10 FRAM 8 2 2 4 9–9 8 GRINDAVÍK 8 2 2 4 9–15 8 ÍBV 8 2 0 6 6–18 6 ÞRÓTTUR 8 1 2 5 11–15 5 Álfukeppnin: BRASILÍA–ARGENTÍNA 4-1 1–0 Adriano (11.), 2–0 Kaká (16.), 3–0 Ronaldinho (47.), 4–0 Adriano (63.), 4–1 Aimar (65.) ÞÝSKALAND–MEXÍKÓ 4–3 (3–3) 1–0 Podolski (37.), 1–1 Fonseca (40.), 2–1 Schweinsteiger (41.), 2–2 Borgetti (58.), 3–2 Huth (81), 3–3 Borgetti (85.), 4–3 Ballack (96.). Norski bikarinn: BRANN–AALESUND 3–2 Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Brann en Haraldur Guðmundsson fór af velli á 83. mínútu hjá Aalesund. STABÆK–FREDRIKSTAD 4–2 Veigar Páll Gunnarsson kom af bekknum á 69. mínútu hjá Stabæk. Sænska úrvalsdeildin: IFK GAUTABORG–HALMSTAD 4–0 ÍA vann mikilvægan sigur gegn arfaslökum Eyjamönnum í döprum knattspyrnuleik á Akranesi. Sigurinn sendi Skagamenn í sjötta sæti Landsbankadeildarinnar. Úrslitaleikur Álfukeppninnar fór fram í gærkvöldi: Stórsigur Brasilíu á Argentínu FÓTBOLTI Brasilía vann sannfær- andi sigur á Argentínu í úrslitum Álfukeppninnar í gær. Síðast þeg- ar liðin mættust fóru Argentínu- menn illa með Brassana en taflið snerist algjörlega við í gær og það var aðeins eitt lið á vellinum allan leikinn. Framherjinn stórkostlegi, Adriano, skoraði í tvígang og tryggði sér um leið markakóngs- titil keppninnar. Ronaldinho og Kaká bættu við hvor sínu markinu og Aimar klóraði að lokum í bakk- ann. Litlu mátti muna að Brasilía bætti við mörkum en Argentína slapp með skrekkinn. Þetta var 34. sigur Brasilíu á Argentínu í opinberum landsleik en alls hafa þjóðirnir mæst 89 sinnum frá árinu 1914. Argentína hefur sigrað 33 leiki þjóðanna þannig að það má vart á milli sjá hvor þjóðin er stærri og sterkari knattspyrnuþjóð. Í leiknum um þriðja sætið í keppninni bar Þýskaland sigurorð af Mexíkó, 4–3, í framlengdum leik. Það var Michael Ballack sem skoraði sigurmark Þjóðverja í framlengingunni með skoti beint úr aukaspyrnu en flest mörk leiksins voru ákaflega falleg. - hbg *MAÐUR LEIKSINS ÍBV 4–5–1 Birkir 7 Bjarni Geir 5 Páll 5 Bjarni Hólm 5 Adolf 3 (55. Pétur 5) Atli 7 Heimir Snær 4 Jeffs 5 Andri 4 Platt 4 Steingrímur 3 (70. Sam 4) ÍA 4–5–1 Bjarki 6 Guðjón 6 Gunnlaugur 6 Reynir 6 Finnbogi 4 Hafþór 8* (90. Kristinn –) Pálmi 5 Martin 7 Pesic 7 (86. Sigurður –) Ellert 3 (67. Andri 7) Hjörtur Júlíus 4 HANDBOLTI Hornamaðurinn Einar Örn Jónsson er búinn að semja við spænska úrvalsdeildarfélagið Torrevieja en hann hefur síðustu ár leikið með Wallau Massenheim. Þýska félagið fór sem kunnugt er á hausinn og því varð Einar að leita á önnur mið og úr varð að hann fór til Spánar. Einar Örn Jónsson: Farinn til Spánar 2-0 Akranes áhorf: 712 Garðar Örn Hinriks. (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–9 (6–0) Varin skot Bjarki 0 – Birkir 3 Horn 5–3 Aukaspyrnur fengnar 10–13 Rangstöður 2–7 1–0 Hafþór Ægir Vilhjálmsson (17.) 2–0 Andri Júlíusson (75.) ÍA ÍBV BESTUR Á VELLINUM Hafþór Ægir Vilhjálmsson var mjög sprækur á vinstri kantinum í gær og skoraði gott mark. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR SNILLINGAR Tveir af bestu knattspyrnumönnum heims, Robinho og Ronaldinho, kyssa hér Álfubikarinn í sameiningu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.