Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 68
Það virðist ekkert lát ætla að
verða á stórsókn myndasöguper-
sóna á hvíta tjaldið og nú hefur
sjálfur Nicholas Cage bæst í hóp
þeirra sem fá tækifæri til þess
að blása lífi í teiknaða of-
urtöffara en hann stefnir að því
að taka sviðið næsta sumar í
hlutverki Johnny Blaze í Ghost
Rider.
Cage er fyrir löngu búinn að
leysa Arnold Schwarzenegger og
Bruce Willis af sem hasarmynda-
hetja númer eitt og ef marka má
fyrstu myndir úr Ghost Rider
hefur hann sjálfsagt ekki verið
jafn svalur síðan hann barðist í
hvítum hlýrabol við morðóða
flugræningja í Con Air árið 1997.
Marvel-hetjan Johnny Blaze
er mótorhjólakappi sem selur
djöflinum sálu sína til þess að
bjarga ástvini en þegar samning-
urinn fer út í tóma vitleysu
breytist hann í hefndarengilinn
Ghost Rider sem þeysist í gegn-
um næturnar á mótorfáki sínum.
Hasarmyndaskutlan Eva
Mendez leikur á móti Cage í
Ghost Rider en framleiðendur
myndarinnar telja sig ekki geta
hafa fengið betri mann í aðal-
hlutverkið þar sem Cage er for-
fallinn myndasöguaðdáandi og
hefur ekki farið leynt með aðdá-
un sína á Ghost Rider. ■
48 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
War of the Worlds
Internet Movie Database 6,7 / 10
Rottentomatoes.com 79% / Fresh
Metacritic.com 8,2 / 10
Guess Who
Internet Movie Database 5,0 / 10
Rottentomatoes.com 44% / Rotten
Metacritic.com 6,4 / 10
The Upside of Anger
Internet Movie Database 7,1 / 10
Rottentomatoes.com 73% / Fresh
Metacritic.com 6,2 / 10
Are We There Yet?
Internet Movie Database 3,7 / 10
Rottentomatoes.com 12% / Rotten
Metacritic.com 3,4
Batman Begins
Internet Movie Database 8,4 / 10
Rottentomatoes.com 83% / Fresh
Metacritic.com 8,7 / 10
NÝJAR Í KVIKMYNDAHÚSUM
(DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) Rödd hvíta hákarlsins og E.T.
Við leggjum oft ekki eyrun við þeirri tónlist sem við heyrum í kvikmyndahúsum. En ef tónlist John Williams
hljómar þar er líklegt að okkur þyki hún ómissandi enda hefur hann samið stef fyrir hvíta hákarlinn í Jaws.
„You know for what else
the Bible asks for death as
a punishment? For adult-
ery, prostitution, homo-
sexuality, trespass upon
sacred grounds, profane in
a sabbath and contempt to
parents.“
Nunnan Helen Prejean útskýrir fyrir fangaverði að
ekki sé eingöngu krafist dauðarefsingar fyrir morð í
kvikmyndinni Dead Man Walking. Susan Sarandon
fór með hlutverk Helen sem fær það hlutverk að fá
glæpamanninn Matthew Poncelet, leikinn af Sean
Penn, til þess að iðrast fyrir gjörðir sínar. Sarandon
uppskar Óskarsverðlaun fyrir leik sinn en myndin
þykir sterk ádeila á dauðarefsinguna.
bio@frettabladid.is
Tim Robbins sem leikur Ogilvy í War of the Worlds verður
seint talinn venjulegur Hollywood-leikari sem baðar sig í
sviðsljósinu. Honum finnst betra að láta verkin tala. Ro-
bert Altman sagði að hann hefði hæfileika til þess að verða
næsti Orson Welles. Þeir eiga það sameiginlegt að vera
góðir leikarar og ekki síðri leikstjórar.
Tim Robbins er alinn upp meðal leikara og tónlistar-
manna sem höfðu sterkar stjórnmálaskoðanir. Þessi upp-
vöxtur mótaði feril Robbins en hann verður seint talinn
skoðanalaus og er meðal annars svarinn andstæðingur Ge-
orge W. Bush og stríðsins í Írak.
Robbins er menntaður leikari frá UCLA og útskrifaðist
þaðan með láði. Hann stofnaði leikhópinn Actor's Gang
sem vakti snemma athygli fyrir frumleika og laðaði að
leikara eins og John Cusack.
Það fór ekki mikið fyrir honum í sjónvarps – og kvik-
myndaleik í upphafi en hann tók að sér smáhlutverk í b –
myndum. Það var ekki fyrr en hann lék Ebby „Nuke“
Laloosh í myndinni Bill Durham að ferill hans á hvíta
tjaldinu hófst á loft. Hann fékk síðan verulegt lof fyrir leik
sinn í Jacob's Ladder og þegar
honum hlotnuðust verðlaun
Cannes hátíðarinnar fyrir leik
sinn í Robert Altman myndinni
The Player var ferill hans tryggð-
ur. Það væri síðan einfaldlega of
langt mál að telja upp allar gæða-
myndirnar sem Tim Robbins hef-
ur leikið í á undanförnum áratug-
um en hann er einn virtasti leik-
ari Hollywood. Robbins fékk sín
fyrstu Óskarsverðlaun fyrir
tveimur árum fyrir leik sinn sem
Dave Boyle í Mystic River.
Tim Robbins er leikari sem
getur brugðið sér í allra kvikinda líki án þess að þurfa að
bæta á sig mörgum kílóum eða sitja lengi í förðunarstól.
Hann getur verið góði og slæmi náunginn, einfeldningur
og snillingur ásamt því að geta verið eitursvalur eins og
Ian Ray Raymond í High Fidelity.
EKKI MISSA AF...
... mögnuðum lokakafla Stjörnu-
stríðsóperu George Lucas.
Revenge of the Sith er orðin að-
sóknarmesta mynd ársins á Ís-
landi og þegar hafa yfir 37.000
manns séð hana. Það ætti því
varla að þurfa að minna á þessa
mynd en nú er byrjað að auglýsa
síðustu sýningar þannig að það
eru síðustu forvöð fyrir eftir-
legukindur að drífa sig. Svona
myndir verður fólk að sjá í bíó.
Næsti Orson Welles?
Cage ver›ur vítisengill
„Hann er rödd Jaws, sál móður-
skipsins í Close Encounters of Third
Kind og hjartslátturinn í Raiders of
the Lost Ark.“ Þetta á við ekki um
Steven Spielberg, leikstjóra um-
ræddra kvikmynda, heldur John
Williams, manninn á bak við tónlist-
ina. Hins vegar lét Spielberg sjálfur
hafa þetta eftir sér. Spielberg bætti
um betur þegar hann sagði Williams
vera E.T. „Fyrir mína parta er E.T
besta tónverk kvikmyndanna,“
sagði Spielberg.
John Williams hóf snemma af-
skipti af tónlist í sjónvarpi. Hann
samdi fyrir þætti Irwin Allen, Lost
in Space, Time Tunnel og Land of
Giants. Þegar gullöldin svokallaða í
Hollywood hófst flutti Williams sig
yfir í kvikmyndirnar. Honum var
ekki strax leyft að semja heldur
vann hann sem píanóleikari og út-
setjari fyrir tónskáld á borð við Al-
fred Newman, Franz Waxman og
Henry Mancini. Endurnýjuð kynni
Irwin Allen og John Williams leiddu
til þess að hann samdi tónlist við
frægar stórslysamyndir á borð við
The Towering Inferno. Þegar hér
var komið sögu var Williams búinn
að koma sér nokkuð vel fyrir og
nafn hans orðið býsna þekkt.
Segja má að árið 1974 hafi verið
mikið happaár fyrir tvo menn. Þá
kynntust ungur leikstjóri, Steven
Spielberg og tónskáldið Williams.
Spielberg fékk Williams til þess að
semja fyrir sig tónlistina við kvik-
myndina Sugarland Express, fyrstu
alvöru kvikmynd sína. Augljóslega
hefur Spielberg verið mjög ánægð-
ur með tónlistina því ári seinna var
komið að kvikmynd um hvítan há-
karl, Jaws. Sagan segir að þegar
Williams hafði leikið fyrir hann stef
hákarlsins, þessar djúpu nótur á pí-
anó, hafi Spielberg spurt hvort
þetta væri eitthvert grín. Eins og
flestir vita þá var það ekki raunin
heldur telst þetta með bestu stefum
kvikmyndanna.
Frá árinu 1975 má segja að Willi-
ams hafi samið flest þekkt stef
kvikmyndanna. Hvert mannsbarn
getur til að mynda raulað upphafs-
stef Star Wars og veit hvenær
Svarthöfði er í grendinni. Allir
hvetja Indiana Jones undir stefi
Williams og Superman gæti varla
flogið án lagsins síns.
Williams var snemma gagn-
rýndur fyrir að semja tónlist við
myndir sem voru ævintýrlegar og
ekki af þessum heimi. Sú gagnrýni
telst heldur ómarkverð í dag þar
sem hann hefur samið fyrir jafn
ólíkar kvikmyndir og J.F.K og
Home Alone.
John Williams hefur verið hálf-
gert einkennismerki fyrir kvik-
myndir Steven Spielberg og semur
meðal annars tónlistina fyrir nýj-
ustu mynd hans, War of the Worlds.
Eina myndin sem Spielberg leik-
stýrði og Williams samdi ekki tón-
listina fyrir er Colour of Purple. ■
TIM ROBBINS
JOHN WILLIAMS Afrekaskrá tónskáldsins er með ólíkindum og hefur hann hlotið fimm
Óskarsverðlaun á ferli sínum.
HELSTU VERK JOHN WILLIAMS:
Jaws 1975
Star Wars 1977
Close Encounters of the Third Kind 1977
Superman 1978
Raiders of the Lost Ark 1981
E.T 1982
JFK 1991
Schindler's List 1993
Jurasic Park 1993
SVARTHÖFÐI Sérhvert mannsbarn veit
hvenær illmennið Svarthöfði er nærri.
FÉKK ÁRS FANGELSI Í HÆSTARÉTTI Í
MAÍ FYRIR AÐ MISNOTA TVO DRENGI
DÆMDUR NÍÐINGUR
MISNOTAÐI BARN MEÐAN
HANN BEIÐ AFPLÁNUNAR