Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 8
20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Í báðum vélum:
Lyftigeta á framskóflu 3.500 kg í fulla hæð.
Perkins 1104-44T. 86KW/117 hp.
Vinnuþyngd 8.500 kg.
Lyftigeta á framskóflu 3.000 kg í fulla hæð.
Perkins 1104-44T. 77KW / 105 hp.
Vinnuþyngd 8.800 kg.
Lyftigeta á gröfuarmi í fulla hæð á dipper enda 1.500 kg.
Mótor staðsettur þversum í miðju vélar undir ökumannshúsi.
Fullkomið jafnvægi vélar með mótor undir miðju húsi.
„Vökva Servo“ fyrir gröfuarm og mokstursarm.
„Boch Rexroth Hydrostatic transmission“ stiglaus skipting.
„Speed reduction“ stillanlegur ökuhraði óháður snúningshraða mótors.
„Inch pedal“ Skipting slær út við hemlun vélar.
Vökvahraðtengi fyrir framskóflu.
Brettagafflar á lyftaraplani.
Tregðulæsing fyrir fram- og afturdrif.
Liðstýrð traktorsgrafa VF- 9.23
Fjórhjólastýrð traktorsgrafa VF 10.33B
Traktorgröfur
Loftsæti fyrir ökumann.
Yfirstærð af rafgeymi og alternator.
Opnanleg framskófla með skera.
Gúmmíplattar undir stuðfótum.
Öryggisventill fyrir gröfuarm.
Lagnir fyrir brothamar og vökvabor.
Skotbóma, mesta grafdýpt 5.800 mm.
„Vökva Servo“ fyrir gröfuarm.
„Vökva Servo“ fyrir mokstursgálga.
4 stk. grafskóflur. 45 cm – 60 cm – 90c m – 130 cm.
– handsmíðaðar gæðavélar
Vélar og þjónusta hefja innflutning á frábærum vinnuvélum frá Venieri. Venieri er einn
virtasti framleiðandi vinnuvéla í Evrópu, ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir um 900 vélar
á ári. Vélarnar eru ekki settar saman í fjöldaframleiðslulínu heldur er hver og ein handsmíðuð
af sérþjálfuðum starfsmönnum. Venieri-vélarnar hafa reynst framúrskarandi við íslenskar
aðstæður og eru á mjög góðu verði.
Eigum Venieri-vélar á lager - komdu og kynntu þér þær!
Keypti einkaþotuna
til að geta vaknað
með syninum
Björgólfur Thor opnar hug
sinn og sýnir einlæga föðurást
DEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK •JEPPADEKK • FÓLKS
LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI
GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI!
...einfaldlega betri!
Unglingur ákærður:
Bana›i barni
me› flugeldi
DANMÖRK, AP Sautján ára danskur
piltur hefur verið ákærður fyrir
að verða barni að bana. Hann hef-
ur viðurkennt að hafa skotið flug-
eldi lárétt um síðustu áramót.
Flugeldurinn fór í brjóstið á
tveggja ára barni sem lést sam-
stundis. Pilturinn segist ekki hafa
orðið var við að flugeldurinn hafi
hitt nokkurn en er ákærður fyrir
manndráp af gáleysi
Unglingurinn á yfir höfði sér
vist á upptökuheimili fyrir ung-
linga eða sektargreiðslu verði
hann fundinn sekur. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÓK NORÐURÁRDALINN Á 140 Níu
ökumenn voru teknir fyrir of
hraðan akstur í Norðurárdal í
Borgarfirði í fyrrakvöld í sam-
eiginlegu umferðareftirliti lög-
reglu. Sá sem hraðast ók var á
tæplega 140 kílómetra hraða þeg-
ar bifreiðin var stöðvuð. Að sögn
lögreglunnar í Búðardal voru sjö
teknir á vegarkafla þar sem há-
markshraði var lækkaður niður í
fimmtíu vegna vegavinnu.
ÖLVAÐUR Í HRAÐAKSTRI ÁN RÉTT-
INDA Ölvaður ökumaður var tek-
inn fyrir of hraðan akstur á Hell-
isheiði skömmu eftir miðnætti í
fyrrinótt. Við nánari eftirgrennsl-
an kom í ljós að maðurinn hafði
ekki ökuréttindi og hafði auk
þess fengið bifreiðina lánaða á
bílasölu til reynsluaksturs. Mað-
urinn var fluttur á lögreglustöð-
ina á Selfossi þar sem bíllyklarn-
ir voru teknir af honum.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
ÍRAK Tæplega 25.000 borgarar hafa
látist af völdum átaka í Írak síðan
ráðist var þar inn vorið 2003.
Samtökin Iraqi Body Count og
Oxford Research Group hafa birt
skýrslu um mannfall óbreyttra
borgara í Írak síðan Bandaríkin og
bandamenn þeirra réðust inn í land-
ið í mars 2003. BBC hermir að frið-
arsinnar og fræðimenn hafi byggt
skýrsluna á rúmlega 10.000 fréttum
og blaðagreinum.
Í skýrslunni kemur fram að
24.865 manns hafi fallið í ofbeldis-
verkum á þessum tíma, eða um 34 á
dag. Fimmtungur látinna er konur
og börn og helmingur dauðsfallanna
varð í höfuðborginni Bagdad.
Uppreisnarmenn eru sagðir
ábyrgir fyrir dauða níu prósenta
þeirra sem hafa fallið, aðrir ofbeld-
ismenn fyrir 36 prósentum og
bandarískir hermenn fyrir 37 pró-
sentum.
Skýrsluhöfundar gagnrýna
bresk og bandarísk stjórnvöld fyrir
að hafa ekki sjálf hirt um að afla
gagna um fjölda látinna í innrás
sem þau stóðu sjálf fyrir. Íraska rík-
isstjórnin kvaðst fagna útkomu
skýrslunnar en taldi fráleitt að upp-
reisnarmenn hefðu orðið færri að
bana en hernámsliðið. „Hersveitirn-
ar reyna að koma í veg fyrir mann-
fall óbreyttra, hryðjuverkamenn
hafa beinlínis að markmiði að drepa
sem flesta,“ sagði í yfirlýsingu
stjórnarinnar. ■
Tæplega 25.000 borgarar fallnir vegna átaka í Írak:
Konur og börn fimmt-
ungur fórnarlamba
BORINN TIL GRAFAR 98 manns fórust í
sprengingu í Musayyib á laugardaginn. Alls
eru 24.865 manns sagðir hafa týnt lífi
vegna ofbeldisverka í Írak síðan innrásin
var gerð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
MIÐ-AUSTURLÖND Tvítug stúlka,
Arna Ösp Magnúsdóttir, var í
fyrradag handtekin af ísraelskum
landamæravörðum á Ben Gurion
flugvellinum og virðist hafa verið
vísað úr landi. Í tölvupósti sem
hún sendi frá Sviss í gær sagði
hún að sér hefði verið „haldið í 30
klst án þess að fá að hafa samband
við neinn, ekki einu sinni konsúl-
inn“.
Hún segist hafa sætt tíu tíma
stanslausri yfirheyrslu sem hafi
verið mjög ógnandi. „Þegar ég
minntist á réttindi var mér ýtt inn
í klefa og tilkynnt að ég ætti eng-
in réttindi.“
Arna var í Palestínu í þrjá
mánuði síðasta sumar og starfaði
þar á tímabili með alþjóðlegu
samtökunum International Solida-
rity Movement sem er á svörtum
lista hjá ísraelskum stjórnvöld-
um, en nokkuð er um að þekktum
félagsmönnum sé ekki hleypt inn í
landið.
Arna var handtekin hér fyrir
rúmum mánuði eftir að hafa slett
litaðri súrmjólk yfir gesti á álráð-
stefnu í Nordica. - grs
Ísraelsk stjórnvöld vísuðu íslenskri stúlku úr landi:
Var haldi› í flrjátíu klukkustundir
ARNA ÖSP MAGNÚSARDÓTTIR Arna lenti
aldrei í útistöðum við ísraelsk stjórnvöld
þá þrjá mánuði sem hún dvaldist í
Palestínu í fyrrasumar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
08-09 19.7.2005 21:28 Page 2