Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 18
Flugþreyta Margir eiga erfitt með að snúa sólarhringnum við eftir langt ferðalag milli tímabelta. Haltu þér vakandi, daginn sem þú lendir og farðu að sofa á sama tíma og innfæddir, þannig geturðu aðlagast tímanum fljótt. [ ] AQUIS handklæði í ferðalagið Í bakpokann, ferðatöskuna, sundið, líkamsræktina ofl. Taka lítið pláss, létt, þurrka vel, þorna fljótt, alltaf mjúk. Dreifing: Daggir s: 462-6640 www.daggir.is Menningarlíf á bökkum Grímsár Steinar Berg útgefandi fléttar saman menningartengdri ferðaþjónustu og tónlistarút- gáfu á nýjum áningarstað, Tímanum og vatninu, í Borg- arfirði. „Þetta er rétt að skríða úr egginu,“ segir Steinar. „Við opnuðum í júní og erum nú óðum að komast í fullan gang. Meiningin er að búa til nýtt ferðaþjónustusvæði hér við ána og byrjunin var að opna veitingastað- inn, sem hefur hlotið nafnið Tíminn og vatnið. Þá bjóðum við líka upp á aðstöðu fyrir tjöld og húsvagna en í framtíðinni stendur til að bæta við gistimöguleikum ásamt ýmsu fleiru. Draumurinn er að gera þetta svæði að eftirsóknarverðri stoppi- stöð fyrir ferðalanga og slagorðið er „Góð aðstaða fyrir gott fólk.“ Steinar segir með tilkomu Borg- arfjarðarbrúarinnar hafi þetta svæði orðið útundan. „Þetta varð úr leið og fólk heimsótti ekki lengur innsveitir Borgarfjarðar. Fyrir þremur árum var hins vegar lokið við að tengja Borgarfjarðarbraut- ina Þjóðvegi 1, malbika og gera all- ar brýr á veginum tvíbreiðar. Ég býst alveg eins við að einhver tími líði áður en fólk áttar sig á hvað þetta er skemmtileg tilbreyting við hringveginn, bæði er þetta falleg leið og tekur ekki mikið lengri tíma. Ég vona að með aðstöðunni hérna hafi sveitin breyst úr því að vera eingöngu landbúnaðarhérað í skemmtilegan valkost fyrir ferða- menn.“ Steinar hafði lengi gengið með það í maganum að breyta til. „Ég er að nýta áralanga starfsreynslu sem hefur falist í að skapa og vinna með fólki. Héðan rek ég áfram útgáfu- fyrirtækið Steinsnar, en hugmynda- fræðin á bak við þetta er að bjóða upp á góða þjónustu ásamt virku tónlistar- og menningarlífi. Húsið er rúmgott og við erum með fína sali ásamt inni- og útisviði. Þá eru í hús- inu góð hljómflutningstæki og skjávarpi. Við ætlum að halda úti fjöl- breyttri dagskrá í sumar og um verslunarmannahelgina stendur til að halda tónlistarhátíðina Heims- borg. Það er allt í bígerð og ýmis- legt sem mun koma á óvart,“ segir Steinar. Tíminn og vatnið býður upp á mat fyrir einstaklinga og hópa, en matseðillinn tekur að sjálfsögðu mið af umhverfinu. „Uppistaðan er lamb og lax og svo leggjum við mik- ið upp úr grænmetinu sem við kaup- um af garðyrkjubændum í sveit- inni. Kokkurinn okkar, sem er danskur, er snillingur í að nýta sér þetta hráefni svo úr verða himnesk- ar máltíðir.“ edda@frettabladid.is www.hertz.is 14.300 Vika á Ítalíu * Opel Corsa eða sambærilegur kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. *Verð á viku miðað við 14 daga leigu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 89 09 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Skátar landsins halda nú landsmót þar sem mikið verð- ur um dýrðir að vanda. Af því tilefni tóku þrír skátar í Hraun- búum í Hafnarfirði sig saman og smíðuðu fimm metra háan vita. Því liggur við að byrja á því að spyrja af hverju. „Vitinn er tákn Hafnarfjarðar, og upp- haflega hugmyndin okkar var að hafa tvo litla vita sitthvoru megin við hliðið okkar á landsmótinu,“ segja þeir Jakob Guðnason, Kristinn Bernhard og Ólafur Sigurgeirs- son. „En það endaði með því að við smíðuðum einn risa- stóran sem mun gnæfa yfir allt tjaldsvæðið, þetta verður leynivopn Hraunbúa,“ segja þeir með stolti. Þegar blaðamaður hitti á þá félaga voru þeir að leggja lokahönd á smíðina og áttu enn eftir að setja toppinn á vitann. „Við verðum með ljós efst í vitanum, þetta verð- ur rosalega flott,“ segja þeir. Og aðspurðir um hvort það sé flott að vera skáti segja þeir já allir í kór. „Það er töff að vera skáti,“ segja þeir og vilja meina að vinsældir skátana séu að aukast. Að lokum vilja þeir benda á að hægt sé að fylgjast með starfi þeirra á vefsíðunni www.hraunbuar.is, og taka svo til við að ljúka við verkið. Mun gnæfa yfir tjaldstæðið ÞRÍR HRAUNBÚAR TÓKU SIG SAMAN OG SMÍÐUÐU HIMINHÁAN VITA FYRIR LANDSMÓT SKÁTA. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Jakob Guðnason, Kristinn Bernhard og Ólafur Sig- urgeirsson standa við vitann góða sem er tákn Hafnarfjarðar. Steinar Berg hefur opnað menningartengdan veitingastað í Borgarfirði sem heitir Tíminn og vatnið. Náttúrufegurðin er mikil í Fossatúni, þar sem nú er þjónusta fyrir ferðamenn. Veitingastaðurinn Tíminn og vatnið. Nýr gistiskáli við Drekagil Á DÖGUNUM VAR VÍGÐUR NÝR SKÁLI FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR. Drekagil er á krossgötum í Ódáða- hrauni og þaðan er stutt að fara upp í Öskju í Dyngjufjöllum. Um árabil hefur Ferðafélag Akureyrar átt skálann Dreka við Drekagil en síðasta sumar var haf- ist handa við byggingu nýs skála á svæðinu. Hann er nú tilbúinn. Nýja húsið er timburhús á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni eru tvö fimm manna svefnherbergi og rúmgóð borstofa með eldhúskrók. Á efri hæðinni er svefnpláss í tveimur rýmum fyrir 30 manns. Í eldhúsi er rennandi vatn í krönum og húsið er lýst upp með raf- nmagni frá sólsellum. Þá er einnig ol- íukabyssa með miðstöðvarkerfi í borð- stofunni. Heiðdís Gunnarsdóttir hjá Ferðafélagi Akureyrar segir að skálinn hafi verið byggður til að anna eftirspurn eftir gistirými á hálendinu. „Það er mikil umferð þarna á sumrin og Dreki var orðinn of lítill. Þess vegna var ráðist í að byggja nýjan skála. Gamli Dreki stendur þó enn fyrir sínu og þar er gistipláss fyrir um 20 manns.“ Tíminn og vatnið á bökkum Grímsár. 18-19 (02-03) Allt-Ferðir 19.7.2005 19:38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.