Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 20
Hjátrú Ýmis hjátrú tengist brúðkaupum. Á Viktoríutímanum þótti til að mynda mikil gæfa að giftast í afmælisviku brúðgumans. Best var ef brúðkaupið fór fram á afmælisdaginn sjálfan. [ ] BLÓMÁLFURINN Vesturgötu 4 sími 562 2707 Íslandsmeistari í blómaskreytingum í i Brúðargjafir Hringarnir með stóra H-inu Hefðbundnir giftingarhringar kostuðu þriggja mánaða laun um 1960 og vetrarlaun verka- manns um aldamótin 1900. Nú eru þeir til í gríðarlegu úr- vali, bæði hefðbundnir og óhefðbundnir, og eru miklu ódýrari. Sjö af hverjum tíu hringum eru þessir kúptu klassísku,“ segir Sig- urður G. Steinþórsson, gullsmiður og eigandi Gulls og silfurs. Það virðast vera hringarnir með stóra H-inu. En hvítagullið er að koma sterkt inn og fólk kaupir klassísku hringana í hvítagulli og þá jafnvel með demanti fyrir brúðina.“ Sigurður segir að hvítagullið hafi nánast horfið á tímabilum en sé greinilega á leið inn aftur og hringarnir séu heldur að breikka. „4-6 mm er vinsælasta breiddin. Á tímabili voru hamraðir hringar og hringar með rúnaletri nokkuð vin- sælir og það er alltaf eitthvað um að fólk taki þá. Nöfn brúðhjón- anna eru þá grafin með rúnaletri utan á hringana.“ Sigurður hefur verið í gull- smíðinni í tæp 40 ár og séð ýmis- legt þegar kemur að því að grafa inn í giftingarhringa. „Oftast er þetta hefðbundið en ég hef líka grafið epli og appelsínur, gælu- nöfn fólks úr tilhugalífinu og ým- islegt sem er þá einskonar „lókal- húmor“ brúðhjónanna. Pör koma í níutíu prósentum tilfella saman til að velja, hin tíu prósentin eru mest karlmenn sem ætla að koma kærustunni á óvart með bónorði. Það hefur þó aukist að konur komi einar, sem er hið besta mál,“ segir Sigurður. Meðalverð á hringum hjá Gulli og silfri er á bilinu 35-50 þúsund krónur, en hægt er að fá þá bæði dýrari og ódýrari. „Þegar ég var að byrja árið 1963 var viðmiðið að verkamaður þyrfti að borga mán- aðarlaun fyrir hringana. Það hef- ur aldeilis breyst og nú eru hring- ar miklu ódýrari,“ segir Sigurður. Stálhringar með demöntum Lára gullsmiður segir heilmikla breidd í giftingarhringjum en nýj- ungar séu helstar þær að stál- hringir verði sífellt vinsælli. „Þetta var til langs tíma óskap- lega einfalt, staðlaðir kúptir hringar, þriggja til fjögurra milli- metra. Þannig var það um síðustu aldamót og aldamótin þar á und- an. Frávikin voru ekki mikil nema „sixtees“-hringarnir, sem voru 8- 10 mm. Það tímabil stóð í um það bil tíu ár. Fólk soðnaði undan þess- um hringum og hætti að ganga með þá og lét yfirleitt smíða úr þeim nýja hringa eða mjókka þá.“ Nú eru stál- og silfurhringar vinsælastir að sögn Láru, og hvítagull, gjarnan í bland við rauðagull, eða eitt sér með dem- anti. „Stálhringarnir eru voðalega spennandi, þetta er eðalstál, svo- kallað skartgripastál, og mjög fal- lega grátt. Stálið er oft skreytt með gulli og svo er steinninn sett- ur í og oft eru smíðuð gullstykki í herrahringana.“ Láru finnst tilhneigingin núna vera skrautlegir hringar, jafnvel þannig að kvenhringurinn sé tveir hringar samanlagt jafn breiðir og herrahringurinn Annar dömu- hringruinn er þá með skreyttur demöntum. Fólk er líka frjórra nú en áður og kemur með eigin hugmyndir og teikningar. Við getum svo út- fært hugmyndina. Meðalverð á venjulegum hringunum er í kring- um 50.000 krónur en þeir sem eru sérstakari geta auðveldlega farið í 70 þúsund. „Mér skilst að um aldamótin 1900 hafi giftingar- hringar kostað vetrarlaun vinnu- manns, það hefur aldeilis breyst og í dag fást hringarnir miklu ódýrari.“ ■ Hringar með rúnaletri eru alltaf vinsælir. Þessir fást hjá Gulli og silfri. Sigruður G. Steinþórsson gullsmiður smíð- ar giftingarhringa eftir pöntunum fyrir fólk. Þessir fallegu hringar eru frá Láru. Hringar úr stáli verða sífellt vinsælli. Lára smíðar þá eftir óskum kaupenda.. 14 karata gullhringar. Bæði slétt áferð og hrjúf. Fást hjá Jens. 14 karata hvíta- gullshringar frá Jens. 14 karata gullhringar með hvítagullsrönd frá Jens. „Þetta var ekta frönsk súkkulaði- kaka, silkimjúk og fín. Stór konfekt- moli.“ Þannig lýsir Þorvaldur Borg- ar brúðkaupstertunni sem hann og Jói Fel bjuggu til í sameiningu og segir engan sérstakan leyndardóm hafa falist í þeirri köku nema ef vera kynni einfaldleikinn. „Skreyt- ingin var að minnsta kosti ein sú einfaldasta sem ég hef búið til. Að- allega rósablöð og grænt brúð- arslör,“ segir hann brosandi. Fanney er frá Norðfirði og Þor- valdur Borgar frá Hornafirði. Í heimabæ sínum gengur hann enn undir nafninu Valdi Hauks og þar er hann þekktur bæði sem bakari og stuðbolti. Giftingin fór fram í Garðakirkju og veislan var haldin í Garðaholti í Garðabæ. Þar mættu um hundrað manns. Tveir kokkar að austan lögðu meðal annars sam- an krafta sína þegar kom að matar- gerðinni, Stefán Stefánsson og Stef- án Þór Arnarson. Hvað skyldu þeir svo hafa eldað? „Það var humar- súpa í forrétt og lambafille í aðal- rétt,“ segir Valdi og framkallar ör- ugglega vatn í munn margra sem lesa. Á eftir var ball með fullskip- aðri hljómsveit vina og ættingja og dansað fram á fjögur. „Rokna fjör og við Fanney fórum síðust heim,“ segir Valdi. Þegar hann er minntur á að venjan sé að brúðhjón stingi snemma af úr veislunni svarar hann hlæjandi. „Ég hef nú aldrei verið eins og fólk er flest!“ ■ Við gómsæta brúðartertuna sem er súkkulaðiterta þó að útlitið bendi til annars. Fanney Sjöfn og Þorvaldur Borgar með dótturina Andreu Rún fimm ára sem fann sig vel í brúðarmeyjarhlutverkinu. Fóru síðust úr veislunni Þorvaldur Borgar Hauksson, bakari hjá Jóa Fel, gekk í hnapp- helduna nýlega og kvæntist sambýliskonu sinni til margra ára, Fanneyju Sjöfn Sveinbjörnsdóttur. Hann bjó til brúðkaupstert- una sjálfur með smá aðstoð frá meistaranum. Það er hefð á Íslandi að bjóða upp á fordrykk í brúðkaupum til að brúðkaups- gestir fái að væta kverkarnar eftir giftingarathöfnina og skála fyrir nýbökuðum brúðhjónunum. Oft er kampavín í boði en sniðugt er að bjóða upp á óvenjulega og skemmti- lega drykki – bæði áfenga og óáfenga. Fallegir fordrykkir ÞAÐ ER VOÐALEGA GAMAN AÐ HAFA ÓVENJULEGA OG GÓÐA FORDRYKKI Í BRÚÐKAUPSVEISLUNNI. ÓÁFENGUR DRYKKUR 1 ferna ananassafi 1 ferna appelsínusafi 1/2 ferna frosið límónaði Grenadine eftir smekk 3 bollar sykur Engiferöl eftir smekk Vatn SUMARSJEIK 1 flaska kampavín 16 hlutar ananassafi 1 bolli mulinn ananas Hrærið vökvanum saman. Fyllið kampa- vínsglös með muldum ananas. Berið fram. Saga brúðarslörsins BRÚÐARSLÖRIÐ VAR NOTAÐ TIL AÐ FELA ANDLIT BRÚÐARINNAR FYRIR VERÐ- ANDI EIGINMANNI HENNAR. Upphaflega átti brúðarslörið að merkja hreinleika brúðarinnar, sakleysi hennar og hógværð. Slörið átti þannig að fela ógiftar konur fyrir mönnum sem ekki voru verðugir þangað til réttur maður fengi loksins að sjá hana og meta fegurð hennar. Saga brúðarslörsins getur verið rekin aftur til Rómverja þar sem venjan var að brúðir væru kappklæddar frá toppi til táar. Á miðöldum tíðkaðist í Evrópu að brúðir bæru slör sem var svo þykkt að ekki sæist í gegn um það. Helgaðist það af því að eiginmaðurinn mátti ekki sjá andlit brúðarinnar fyrr en þau væru gift. Á þeim tíma tíðkaðist að foreldrar brúðhjón- anna skipulögðu brúðkaupið og má finna svip- aða siði í þeim löndum sem það tíðkast enn, eins og til dæmis í Mið-Austurlöndum og víða í Asíu. Hápunktur brúðkaupsins var þá eftir að giftingunni sjálfri var lokið, þegar eiginmaður- inn mátti lyfta brúðarslörinu og sjá andlit eig- inkonu sinnar í fyrsta sinn. Saga brúðarslörsins er rekin aftur til Rómverja. 20 (04) Allt brúðkaup 19.7.2005 19:19 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.