Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 29
BERNARD EBBERS Í RÉTTARSAL Þrjú ár eru síðan WorldCom var lýst gjaldþrota. Bern- ard Ebbers stjórnarformaður var nýlega dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir sinn þátt í málinu. Bandaríska fjarskiptafyrirtæk- ið WorldCom lýsti sig gjaldþrota 21. júlí árið 2002. 20 þúsund manns misstu vinnuna og hlut- hafar í félaginu töpuðu 11.700 milljörðum króna við gjald- þrotið. Er gjaldþrot fyrirtæk- isins hið stærsta í sögunni. WorldCom var reist á grunni Long Distance Discount Serv- ices símafyrirtækisins (LDDS) sem stofnað var í Mississippi- fylki í Bandaríkjunum. Bernard Ebbers varð stjórnarformaður þess árið 1985 og fjórum árum seinna sameinaðist LDDS öðru fjarskiptafyrirtæki, Advantage, og var í kjölfarið skráð á hluta- bréfamarkað. Árið 1995 var nafni fyrirtæk- isins breytt í WorldCom. WorldCom sótti hratt í sig veðrið og var um tíma næststærsta fjarskiptafyrirtæki Banda- ríkjanna. Rétt fyrir aldamótin 2000 ruku bréf í félaginu upp úr öllu valdi, Ebbers stjórnarfor- manni var hampað sem við- skiptasnillingi og kallaði Clinton forseti hann; „fyrirmynd ann- arra Bandaríkjamanna“. Fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt með felldu hjá World- Com. Skattayfirvöld komust að því að háum fjárhæðum hafði verið skotið undan og hófst um- fangsmikil rannsókn á fyrir- tækinu sem leiddi í ljós gríðar- leg bókhalds- og skattsvik. WorldCom lýsti sig í kjölfarið gjaldþrota og voru sex yfirmenn fyrirtækisins ákærðir. Réttarhöld standa nú yfir og var Bernard Ebbers nýlega dæmdur í 25 ára fangelsi og gert að greiða hluthöfum í WorldCom háar skaðabætur. -jsk S Ö G U H O R N I Ð WorldCom gjaldþrota MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005 7 Ú T L Ö N D Nú styttist í að knattspyrnuvertíðin hefjist að nýju á meginlandi Evrópu. Liðin eru í óðaönn að styrkja sig fyrir komandi leiktíð og víla ekki fyrir sér að borga svimandi upphæðir fyrir leikmenn í fremstu röð. Leikmenn spila heldur ekki einungis ánægjunnar vegna og eru fæstir á sultarlaunum. Hér fylgir listi Forbes viðskiptatímaritsins um tekjuhæstu leik- menn heims. Athygli vekur að fimm efstu spila á Spáni og þar af fjórir með Real Madrid. Aðeins einn á topp tíu listanum spilar á Englandi, Thierry Henry hjá Arsenal. Þá kemst enginn leikmaður Chelsea á list- ann, en þeir hafa verið duglegir að sanka að sér leikmönnum undanfarin ár. Þess ber þó að geta að hér er ekki einungis verið að tala um launagreiðslur, heldur heildartekjur. David Beckham, sem er langefstur á listanum, hef- ur til að mynda stærstan hluta tekna sinna af aug- lýsingasamningum við stórfyrirtæki á borð við Adidas og Pepsi. -jsk EIGA FYRIR SALTI ÚT Á GRAUTINN Beckham og Ronaldinho eru báðir á lista Forbes yfir tekjuhæstu knattspyrnumenn veraldar. Milljarðamæringar í fótbolta Knattspyrnumenn fá svimandi háar tekjur. Efstur á lista Forbes er metróm- aðurinn David Beckham. L I S T I F O R B E S Y F I R Á R S T E K J U R K N A T T S P Y R N U M A N N A : 1. David Beckham (ENG) , Real Madrid 2.100 2. Zinedine Zidane (FRA), Real Madrid 1.300 3. Ronaldo (BRA), Real Madrid 1.170 4. Raúl Gonzalez Blanco (SPÁ), Real Madrid 780 5. Ronaldinho (BRA), Barcelona 780 6. Oliver Kahn (ÞÝS), Bayern Munchen 750 7. Michael Owen (ENG), Real Madrid 715 8. Alessandro Del Piero (ÍTA), Juventus 650 9. Christian Vieri (ÍTA), AC Milan 585 10. Thierry Henry (FRA), Arsenal 520 *Upphæðir í milljónum króna                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+  Fr ét ta bl að ið /A FP 06_07_Markadur lesið 19.7.2005 16:06 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.