Fréttablaðið - 20.07.2005, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2005 MARKAÐURINN12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
„Þessir menn eru bara í bis-
ness,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson
og deilir ekki áhyggjum með
þeim sem hræðast samþjöppun
eignarhalds á fjölmiðlum og í
viðskiptalífinu. Á milli þess sem
hann setur daglegt Hrafnaþing á
Talstöðinni er í nógu að snúast í
kringum veiðimenn í Langá og
við sölu á frístundalóðum í ná-
grenninu. Hann fann þó tíma til
þess að skjótast í hádegisverð
með Björgvini Guðmundssyni í
Borgarnesi.
„Ég sá á leiðinni hingað að veiðimennirnir hjá
mér voru með lax,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson
ánægður um leið og hann kemur sér fyrir á
kaffihúsi Geirabakarís, sem staðsett er í nýj-
um verslunarkjarna við Borgarnesbrúna.
Margir gestir sem eiga leið um heilsa honum
kumpánlega og hvísla að honum nokkrum
orðum. Það er greinilegt að Ingva Hrafni líður
vel í nágrenni Borgarness. Hann hefur ásamt
konu sinni, Ragnheiði Söru Hafsteins-
dóttur, byggt upp eina bestu lax-
veiðiá landsins og dvelur við
bakka Langár sleitulaust
fjóra mánuði á ári. Þaðan
berast frægu einræður
hans á Talstöðinni þegar
Hrafnaþing er sett eftir hádegi
alla virka daga. Þess á milli hefur
hann verið að skipuleggja og selja frístunda-
lóðir í landi Stangarholts.
GIFTIST TIL LAX
„Ég giftist til lax,“ útskýrir Ingvi Hrafn.
„Tengdafaðir minn heitinn, Hafsteinn Sigurðs-
son, átti Stangarholt með bróður sínum Reyni.
Það er 31 ár síðan ég kom hingað fyrst. Við
hjónin erum sjálf búin að vera með Langána á
leigu frá árinu 1978. Í byrjun voru við aðeins
með miðsvæðið og fjórar stangir. Árið 1997
var áin boðin út í heilu lagi og ákveðið að
byggja veiðihús. Síðan höfum við verið með
ána alla á leigu.“
Hann talar af sannfærandi áhuga um allt
sem viðkemur laxveiðinni. Segir frá því
hvernig stangirnar seldust ekki í upphafi á
besta tíma og þau hjónin tóku til þess bragðs
að bjóða vel völdu fólki í ána til að draga lax að
landi. Mikið hafi breyst og nú sé langstærsti
hlutinn seldur í áskrift. Sömu hollin og sömu
mennirnir komi ár eftir ár. Margir af þeim séu
vel stæðir Bretar sem beri sig öðruvísi að en
Íslendingar. Allt sé orðið mun fágaðra í
kringum veiðina. Sportið sé orðið dýrara og
allur aðbúnaður fyrsta flokks í Langárbyrgi,
veiðihúsinu sem stendur við ána.
ÞRJÁTÍU ÁR VIÐ LANGÁ
„Fyrsta laxinn minn veiddi ég fyrir fjörutíu
árum í Laxá í Aðaldal. Ég og Orri Vigfússon
byrjuðum að veiða þar saman og fórum nú í
byrjun júlí fertugasta árið okkar þangað
norður. En pabbi minn byrjaði í Laxárfélaginu
árið 1947,“ segir Ingvi Hrafn. Hann ætlar að
taka ákvörðun árið 2008 hvort hann standi í
þessu lengur, þá á 66. aldursári. Á þeim tíma-
mótum verði þau hjónin búin að vera nákvæm-
lega þrjátíu ár við Langána. Ef til vill vilji
synir þeirra taka við en það eigi allt saman
eftir að koma í ljós. Þau eigi hús við árbakkann
sem nýtist þeim áfram. Hann sleppir því ekki
takinu af ánni svo lengi sem hann lifir og upp-
lýsti nýlega að hann vildi láta dreifa ösku sinni
í ána eftir sinn dag.
Þegar dvöl þeirra hjóna við Langána lýkur
á haustin dvelja þau meira í húsi sínu í Reykja-
vík. Þá er tíminn notaður fram að jólum til
að skipuleggja veiðina árið eftir
áður en langþráð frí er tekið
eftir vinnutörnina. Þeir
sem hlusta á Hrafnaþing
heyra þá gjarnan í Ingva
Hrafni tala frá Flórída í
Bandaríkjunum, þar eiga
hjónin einnig hús í félagi við aðra sem
þau keyptu fyrir 22 árum. Fjölmiðlamaðurinn
er alveg jafn vel með á nótunum ytra og þegar
hann dvelur á Fróni. Vaknar klukkan sex á
morgnana, les blöðin og flettir í gegnum helstu
fréttaveitur á vefnum. Svo byrjar hann á
sínum einstæðu einræðum áður en viðmæl-
andi dagsins fær að komast að.
SELUR LÓÐIR
Ingvi Hrafn er búinn að
skipuleggja sextíu frístunda-
lóðir í landi Stangarholts og
eru fjörutíu þeirra þegar
seldar. Hann segir þetta
stórar lóðir, milli 2-5 hektar-
ar hver. „Flestar eru í kring-
um þrjá hektara og kostar
hektarinn 550 þúsund krónur.
Búið er að leggja veg og vatn
inn á hverja lóð. Þó nokkur
kostnaður hefur fylgt þessu,
allt að þrjátíu milljónir,“
segir Ingvi en hann er
ánægður með að jörðin nýtist
fólki því enginn búskapur er
þar lengur. Uppbyggingin er
þegar farin af stað; fólk er
byrjað að planta trjám, grafa
fyrir grunnum og útbúa
svæði til að leggja húsbílum.
Ingvi Hrafn segist aldrei
hafa getað slitið sig frá fjöl-
miðlunum. Hann sé fjölmiðlafíkill; vann lengi
á Morgunblaðinu, varð þjóðþekktur í Sjón-
varpinu og þaðan lá leiðin á Stöð 2.
„Það fyrsta sem ég gerði þegar ég var í
menntaskóla var að lesa Moggann. Ég þurfti
að klára þennan skammt áður en ég gat byrjað
daginn,“ segir Ingvi og heldur greinilega enn í
þennan aldna sið. Á blaðinu starfi enn margir
góðir vinir hans. Stundum setji hann fram
harða gagnrýni á Morgunblaðið á Hrafnaþingi
fyrir alltof íhaldssamar skoðanir. Hann deili til
dæmis ekki áhyggjum blaðsins yfir þróunina í
íslensku viðskiptalífi. Nóg sé til af eftirlits-
stofnunum og ef menn gerist lögbrjótar eigi að
refsa þeim. Ekki eigi að ana stjórnmála-
mönnum gegn fólki í atvinnulífinu.
ÓÞEKKT AFL
„Sjálfstæðisflokkurinn gerði sér ekki grein
fyrir því hvaða afl hann var að leysa úr læð-
ingi þegar hann beitti sér fyrir auknu frelsi í
viðskiptum. Menn eru ekki enn þá almenni-
lega búnir að fatta þetta. Ef við horfum á það
sem þessir ungu menn eru að gera, í bönkun-
um og víðar, þá eru þetta ótrúlegir hlutir. Ég
get alveg skilið að menn hafi áhyggjur af því
að Baugur og tengdir aðilar ráði yfir fjöl-
miðlum. Ég held hins vegar að þegar Kári Jón-
asson var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins hafi
blaðið fengið trúverðugleika sem var ekki
þegar Gunnar Smári Egilsson stýrði því,“ seg-
ir Ingvi Hrafn. „Nú virðist
sem Gunnar Smári hafi meiri
hæfileika sem bisness-maður
en blaðamaður.“
Honum virðist sem megin
tilgangur með rekstri Frétta-
blaðsins og tengdra miðla sé
að græða peninga. Með þeim
sé hægt að halda úti Talstöð-
inni að því er virðist með
milljónatapi. Þó hafi auglýs-
ingum fjölgað undanfarið.
„Aldrei hefur nokkur maður
skipt sér af því sem ég er að
gera. Aldrei. Þessir menn eru
bara í bisness. Ég tel það
varla hvarfla að þeim í dag að
reyna að hafa áhrif á það sem
verið er að skrifa eða segja.“
RÍFUR KJAFT
Sjálfur spjallar hann við
hlustendur milli klukkan eitt
og tvö eftir hádegi alla virka
daga: „Þarna get ég rifið kjaft
eins og mér sýnist enda segi ég við konuna
mína að ég hljóti að vera yndislegur í sambúð.
Í útvarpinu fæ ég útrás fyrir allar mínar
innstu hugsanir og get bölvað Vinstri grænum
og hinum kommúnistunum í sand og ösku.
Klukkan tvö, þegar ég er búinn, er ég alsæll.
Mér finnst voðalega gaman að þessu fyrir utan
að Hrafnaþing hefur greinilega feiknanlega
útbreiðslu,“ segir Ingvi Hrafn. Þetta fái hann
til að hugsa og vera á tánum í málefnum líð-
andi stundar. Honum sé stundum sendur tón-
inn en ánægjuraddir láti oftar í sér heyra.
Þetta sé æðislegt fyrir karl eins og hann sem
hefur þrifist á fjölmiðlum í öll þessu ár.
Hádegisverður fyrir tvo á
kaffihúsi Geirabakarís,
Borgarnesi
Aspassúpa og brauð
Smurbrauð með síld
Drykkir
Tvær kók
Alls 2.280 krónur
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Ingva Hrafni
Jónssyni
þáttastjórnanda
Íslenska
leiðin
Sú staðreynd að útlendingar
kunni ekki að reka fyrirtæki ætti
ekki að koma neinum sem fylgist
með íslenska markaðnum á óvart.
Útlendingum skortir nefnilega
flest, ef ekki allt það, sem ein-
kennir hinn djarfa og hugumstóra
íslenska offjárfesti.
Mikilvægur eiginleiki góðs offjár-
festis er að vera stöðugt vakandi
fyrir nýjum tækifærum og grípa
þau öll. Með því að eignast allan
heiminn hlýtur að vera hægt að
græða, eða að minnsta kosti vera
á núlli. Heimurinn allur getur
nefnilega ekki verið allur í tapi
því þá væru náttúrlega allir löngu
farnir á hausinn. Í þessum sann-
indum, sem engir aðrir en Íslend-
ingar virðast skilja, felst svarið
við því af hverju það sé mikil-
vægt að Íslendingar haldi áfram
að kaupa sem mest í útlöndum og
eigi sem mest í heiminum.
Aurasálin hefur oft komið til út-
landa og hefur aldrei verið sér-
staklega hrifin af neinu þar nema
veðrinu. Í útlöndum eru konurnar
ófríðar, karlmennirnir aumir,
vatnið og loftið mengað, spilling
og glæpir við hvert fótmál, síma-
númer eru fáránlega löng, græn-
metið er ekki íslenskt og það er
alltof heitt. Þess vegna telur
Aurasálin að lausnarorðin séu yf-
irtaka, strandhögg, útrás og sam-
legðaráhrif. Íslenska leiðin er það
sem koma skal.
Eins og flestir vita þá eru Íslend-
ingar þekktir um víða veröld fyr-
ir hæfileika sína á sviði banka-
sviðskipta, lyfjaframleiðslu, fjar-
skiptarekstrar og smásöluversl-
unar. Það er á traustum grunni
sem viðskiptaveldi Íslendinga er
reist. Hér á landi hafa kynslóðir á
kynslóðir ofan stundað þessar
iðngreinar með miklum árangri
og því njóta hinir íslensku offjár-
festar svo mikils trausts á er-
lendri grund.
En það er fleira sem kemur til. Ís-
lenskir kaupahéðnar kunna þá list
betur en flestir aðrir að koma
alltaf út yfir væntingum – eins og
það er kallað. Á Íslandi eru
miklar væntingar gerðar til fram-
tíðarinnar en á einhvern óskiljan-
legan hátt tekst offjárfestunum
sífellt að koma á óvart og skila
uppgjörum sem er langt yfir
væntingum. Þetta gerist á sama
tíma og útlendingar skila svo lé-
legum uppgjörum í sínum fyrir-
tækjum að þau eru ekki bara
fyrir neðan væntingar – heldur
eru þau á barmi örvæntingar.
En á leiðangri okkar Íslendinga er
vert að hafa hugfast að dramb er
falli næst og allt sem fer upp
kemur niður og ef maður er
staddur ofan í holu þá á maður að
hætta að grafa. Íslendingar verða
að koma fram við útlendingana
sem þeir kaupa af virðingu og
miskunn. Við verðum að fyrir-
gefa þeim útlendingum sem ekki
kunna að reka fyrirtæki sín. Þeir
vita ekki hvað þeir gjöra.
A U R A S Á L I N
Ingvi Hrafn Jónsson
Fæðingardagur: 27. júlí 1942
Maki: Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, flug-
freyja Börn: Hafsteinn Orri f. 1979. Flugmaður
Air Atlanta Ingvi Örn f. 1983.
Viðskiptafræðinemi á Bifröst
INGVI HRAFN JÓNSSON „Sjálfstæðisflokkurinn gerði sér ekki grein fyrir því hvaða afl hann var að leysa úr læðingi þegar
hann beitti sér fyrir auknu frelsi í viðskiptum. Menn eru ekki enn þá almennilega búnir að fatta þetta. Ef við horfum á það
sem þessir ungu menn eru að gera, í bönkunum og víðar, þá eru þetta ótrúlegir hlutir.“
Fjörutíu ár í fjölmiðlum
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/T
ei
tu
r
12-13 Markadur lesið 19.7.2005 16:12 Page 2