Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 54

Fréttablaðið - 20.07.2005, Page 54
20. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Strætóskýli hafa tekið upp á því að fuðra upp án nokkurs fyrir- vara. Einhver hefur tekið sig til og stráfellt þau í stóru lagi. Getur verið að um hryðjuverk sé að ræða? Í mínu hverfi hafa að minnsta kosti fimm strætóskýli fallið á síð- ustu dögum. Aaaaa nýja leiðarkerf- ið. Það á að fara „að efla almenn- ingssamgöngur þannig að þær verði raunhæfur valkostur og fleiri taki strætó“ segir á heimasíðu Strætó bs. Efla almenningssamgöngur með því að fækka strætóskýlum. Þetta fær mig til að velta fyrir mér hvort ég viti raunverulega hvað orðið al- menningssamgöngur þýðir. Getur verið að ég hafi verið að misskilja orðið allan þennan tíma og að það þýði í rauninni að „almenningur eigi að ganga saman“.....nú getum við „gengið saman“ í heljarinnar „sam- göngu“ alla leiðina að eina strætó- skýlinu sem er eftir í hverfinu okk- ar. Er verið að efla samhug fólks? Er þetta aðferð til þess að láta fólk kynnast? Hrista saman hópinn? Svona eins og þegar farið er í leiki fyrsta daginn í nýjum skóla? Ef- laust á ég eftir að kynnast fleirum þar sem heilt hverfi er saman kom- ið í einu strætóskýli í stað þess að fólkið dreifist á fimm skýli. Nei, mér finnst þetta skíta að- ferð til þess að bæta almennings- samgöngur. Sama er mér þótt strætóarnir komi oftar. Betra þykir mér að það taki mig eina mínútu að ganga út í skýli í stað tíu mínútna og ég geti setið inni í hlýjunni lengur. Núna á sumrin er auðvelt að segja að maður geti bara hunskast til þess að labba þetta en það er hægara sagt en gert í kulda og strekkingi sem óhjákvæmilega læt- ur sjá sig í vetur. Hvað með gamla fólkið? Ætli það sé ánægt með að þurfa að ganga lengri leið í hálkunni? Ég efast stórlega um að fleira fólk ákveði að taka strætó eft- ir þessar furðulegu breytingar sem virðast miðaðar við eitthvað allt annað en þarfir viðskiptavina. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR VELTIR FYRIR SÉR ALMENNINGSSAMGÖNGUM. Strætóskýli stráfelld Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Varstu ekki brjáluð? Nei, reyndar ekki svo. Hann er svo lélegur karlinn að hann handleggs- brotnaði! Það getur vel verið að þér finnist tímasóun að reyna að handsama flugu með berum höndum, mamma, en ég sé það sem áskorun. Þetta krefst þolinmæði og mjög fljóts viðbragðs. ... en aðallega er þetta huglæg keppni á milli mín og flug- unnar. Fyrstu lotuna vann flugan. Hvorki snjór, rigning, hiti né næturmyrkur... ...getur haldið hinum dugmikla hundi frá sínum fyrirskipuðu skyldum. VOFF VOFF VOFF VOFF Víííí!! Haa-ííí-jaaa!! Ha! Ha! Hey! Aaaahh! Allt í lagi krakk- ar! Komið nóg af hamagangi í kvöld! Tími til að fara í náttföt og bursta tennur. Koma svo! Ég kem svo og hjálpa þér að standa upp. Komdu með verkja- lyf! Ooohhhh... . Ooo. M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N 54-55 (22-23) Skrípó 19.7.2005 19:39 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.