Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 1
Keflvíkingar til Þýskalands Keflvíkingar hefðu getað verið heppnari með mótherja í 2. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu en í stað þess að fara til Svíþjóðar eða Danmerkur mætir Keflavíkurliðið þýska liðinu Mainz í næstu umferð. ÍÞRÓTTIR 34 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 RIGNING um eða eftir hádegi um sunnan- og vestanvert landið. Dregur úr vætu í kvöld. Bjart með köflum austan jökla. Hiti 10-18 stig, hlýjast austan til. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 30. júlí 2005 - 204. tölublað – 5. árgangur Sjokkrokkarinn Alice Cooper lofar hörku- tónleikum í Kapla- krika 13. ágúst þar sem gerviblóð og spennitreyjur koma við sögu. Kappinn er 57 ára en segist aldrei hafa verið í betra formi. TÓNLIST 32 Traustir bræður en ólíkir Stærstu eigendur Exista, sem verður kjölfestufjárfestir Símans, eru Ágúst og Lýður Guðmunds- synir, sem hafa leitt sigur- göngur fram- leiðslufyrir- tækisins Bakkavarar. MENN VIKUNNAR 16 MAGNÚS KJARTANSSON Í MIÐJU BLAÐSINS ● bílar ● atvinna ▲ VEÐRIÐ Í DAG 50 % afsláttur af nammibarnum á laugardögum V I R K S A M K E P P N I 15-90% Afsláttur ÚTSALA vi› Smáralind í fullum gangiFÍKNIEFNAMÁL Maður um sextugt var handtekinn þegar hann ætlaði sér um borð í Herjólf í fyrrakvöld en hann var með hundrað grömm af fíkniefnum innanklæda. Þar af voru 70 grömm af hvítu efni, sem að sögn lögreglunnar á Selfossi mun líklega vera am- fetamín, og 30 grömm af hassi. Ef tekið er mið af verðkönnun- um SÁÁ má áætla að götuverð fíkniefnanna sé tæpar 400 þúsund krónur. Í framhaldi gerði lögreglan í Reykjavík húsleit í íbúð manns- ins. Þar fannst lítilræði af fíkni- efnum og viðurkenndi maður sem staddur var í íbúðinni að hann ætti efnin. Lögreglan á Selfossi er með mikinn viðbúnað við höfnina í Þor- lákshöfn og nýtur hún liðsfylgis tollgæslunnar. Þrjú önnur fíkniefnamál hafa komið upp við höfnina og hefur lögregla lagt hald á lítilræði af kannabisefnum og amfetamíni. Lögreglan í Vestmannaeyjum situr heldur ekki aðgerðalaus því hún gómaði fjóra menn í gær sem stigu til lands úr Herjólfi með eitthvert magn fíkniefna í fórum sínum. Þeir voru í haldi lögreglu þegar Fréttablaðið fór í prentun. Mikill viðbúnaður er einnig á Akureyri og þar þefa fíkniefna- hundar einnig eftir fíkniefnum. -jse Mikill viðbúnaður lögreglunnar víða um land: Tekinn me› hundra› grömm í Herjólfi ATVINNUBÍLSTJÓRAR MÓTMÆLTU OLÍUGJALDI Lögregla var með talsverðan viðbúnað vegna hópa vörubílstjóra sem óku á þrjátíu kíló- metra hraða um götur Reykjavíkur síðdegis í gær. Bílstjórarnir virtu fyrirmæli lögreglu um að stöðva hvergi bifreiðar sínar og keyra ekki of hægt, þannig að tafir urðu ekki jafn miklar og óttast hafði verið. Sjá síðu 4. Bílainnflutningur tvöfalt meiri en sí›asta metár Vöruskiptahalli fyrstu sex mánu›i ársins er nærri 35 milljar›ar króna. Mestu munar um aukinn bílainnflutn- ing, sem slær öll met. Innflutningurinn á fleim er nú tvöfalt meiri a› ver›mæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Sjávarútvegurinn hefur tapa› yfir tíu milljör›um fyrstu sex mánu›i ársins vegna hás gengis. EFNAHAGSMÁL Vöruskiptajöfnuður í tímabilinu janúar-júní var nei- kvæður um 34,3 milljarða á þessu ári, sem er 21 milljarði meiri halli en á sama tíma í fyrra. Í júnímán- uði einum voru voruskiptin nei- kvæð um 10,2 milljarða, sem er mesti vöruskiptahalli sem um get- ur í einum mánuði hér á landi. Mestu munar um innflutning á bíl- um og eldsneyti. „Það hefði mátt búast við mun meiri halla hefði sjávarútvegur ekki verið að eflast,“ segir Snorri Jak- obsson, hagfræðingur hjá greining- ardeild KB banka. „Það er fátt ann- að sem kemur á óvart.“ Snorri segir það fyrst og fremst hátt gengi, stór- iðjuframkvæmdir, hækkandi elds- neytisverð á heimsmarkaði og al- menna bjartsýni sem valdi vöru- skiptahallanum. „Við höfum séð bílainnflutning aukast mjög lengi.“ Hann segir heildarverðmæti inn- fluttra bíla nú tvöfalt meira en á ár- unum 1999-2000, sem voru metár. Snorri segir þetta þó ekki endilega vera slæmt. „Það er að koma fjár- magn inn í landið á móti þessum vöruskiptum vegna stóriðjufram- kvæmda og með lántökum en fyrr eða síðar mun ójafnvægi í inn- og út- flutningi leiða til þess að gengi krónunnar sígi.“ Hækkandi gengi hefur valdið vandræðum í sjávarútvegi en ef marka má hagtölurnar virðist sjáv- arútvegurinn standa þetta ágætlega af sér. Útflutningsverðmæti sjávar- afurða er aðeins að lækka um 350 milljónir miðað við sama tíma í fyrra - hefði gengið staðið í stað hefði verðmæti hans aukist um 8,4 prósent. „Í ársbyrjun höfðu menn vænt- ingar um að þetta yrði gott ár,“ seg- ir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur LÍÚ. Hann segir gengið nú vera 16 prósentum hærra en menn hafi áætlað þá. Einhverjir út- gerðarmenn séu að bæta vöru- skiptajöfnuð hagkerfisins með út- flutningi sem skili tapi þar sem við- skiptasamningar hafi verið gerðir fram í tímann á grundvelli rangra væntinga. „Það eru vonbrigði að út- flutningsverðmæti skuli standa í stað og líklega eru þetta tíu til ellefu milljarðar sem sjávarútvegurinn er að tapa vegna hás gengis.“ - grs fiversögn í teppa- lög›um trukk Ósátt vi› Iceland Fashion Week LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR ▲ TÍSKA 24 SKEMMDARVERKASTARFSEMI Janúar-júní 2004 jan.-júní 2005 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi Útflutningur 99.120,1 96.785,8 6,5% Innflutningur 113.594,0 131.108,1 25,8% Vöruskiptajöfnuður -14.473,9 -34.322,3 *Millj. kr. á gengi hvors árs / Heimild: hagstofa íslands M YN D / S TE FÁ N Vatnajökull: Skaftárhlaup a› hefjast HLAUP Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veð- urstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í dag. Síðan á fimmtudaginnn hafa óróapúlsar sést á jarðskjálfta- mælum Veðurstofunnar á Gríms- fjalli og Skrokköldu. Þessu valda svokallaðir ísskjálftar í vestan- verðum Vatnajökli. Óróinn kemur í hrinum sem vara í nokkra klukkutíma. Erfitt er að staðsetja þessa skjálfta nákvæmlega en allt bendir til þess að vatn úr Skaftár- katli sé að brjóta sér leið undir jöklinum. -th
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.