Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 17
17LAUGARDAGUR 30. júlí 2005
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.307,11
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 283
Velta: 2.215 milljónir
+0,08%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Lýsing hagnaðist um 275 millj-
ónir króna á fyrstu sex mánuðum
ársins. Útlán jukust um 14,5 pró-
sent og voru 34 milljarðar í lok
tímabilsins.
Íbúðalánasjóður áætlar að ný
útlán sjóðsins verði alls 75 millj-
arðar króna á árinu.Ý
Hagnaður af rekstri Fiskmark-
aðs Íslands á fyrstu sex mánuð-
um ársins var 46 milljónir króna
og var velta félagsins 264,5 millj-
ónir króna.
Jón Sigurðsson, forstjóri Öss-
urar, nýtti kauprétt sinn á tveimur
milljónum bréfa í félaginu á
genginu 73,7 krónur á hlut en
kaupréttarsamningurinn var síðan
í mars 2000.
Actavis 41,70 +0,24% ... Bakkavör
38,80 +0,26%... Burðarás 16,40 +0,00%... FL Group 14,70 +0,68% ...
Flaga 4,74 +0,42% ...HB Grandi 8,50 +0,00% ... Íslandsbanki 13,90 -
0,36% ... Jarðboranir 21,60 +0,00% ... KB banki 558,00 -0,18% ... Kögun
58,50 +0,00% ... Landsbankinn 19,20 +1,05% ... Marel 58,50 +0,17% ...
SÍF 4,78 -1,04 ...Straumur 12,60 +0,80% ... Össur 86,50 +1,17%
Össur +1,17%
Straumur +0,80%
Flaga +0,42%
Vinnslustöðin -1,90%
SÍF -1,04%
Mosaic Fashions -0,76%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Baugur Group og nýstofnuð fjár-
festingardeild innan KB banka
hafa fest kaup á bresku tísku-
verslunarkeðjunni Jane Norman
fyrir 117 milljónir punda um 13,5
milljarða króna. Hlutur hvors
aðila verður um 40 prósent.
Stjórnendur fyrirtækisins verða
áfram í hópi eigenda þess með
um fimmtungshlut. „Þetta er
spennandi fyrirtæki og fellur að
því sem við erum almennt að
leita eftir í fjárfestingum,“ segir
Gunnar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri fjárfestinga
Baugs í Bretlandi. „Gott vöru-
merki með mikla vaxtarmögu-
leika, traustur rekstur og góðir
stjórnendur sem verða með
okkur áfram.“
Jane Norman sérhæfir sig í
sölu á fatnaði til ungra kvenna á
aldrinum 15 til 25 ára. Undir
merkjum félagsins eru reknar 39
verslanir og 56 sérleyfisverslan-
ir. Fyrirtækið, sem var stofnað
árið 1952, hefur vaxið hratt frá
árinu 1994 þegar Saj Shah, for-
stjóri félagsins, tók við stjórnar-
taumunum.
Gunnar segist sjá mikil vaxt-
artækifæri bæði innan Bret-
landseyja sem á öðrum svæðum í
Evrópu meðal annars á Norður-
löndum, þar sem Baugur hefur
einnig verið umsvifamikill í fjár-
festingum. Á síðasta rekstrarári
nam rekstrarhagnaður Jane
Norman 14,3 milljónum punda
eða um 1,6 milljarði króna og
þykir hagnaður sem hlutfall af
veltu vera mikill á breskan mæli-
kvarða.
Gunnar segir umræðu um
ákærur á hendur stærstu eigenda
Baugs ekki hafa haft áhrif á kaup-
in á Jane Norman. „Við höfum
verið að vinna í þrjú ár í skugga
þessarar rannsóknar, en stjórn-
endur Jane Norman hafa lýst
mikilli ánægju með að vinna með
Baugi í ljósi þess sem við höfum
verið að gera hér í Bretlandi.“
Seljandinn er fjárfestingar-
félagið Graphite Capital sem
keypti Jane Norman fyrir 70
milljónir punda fyrir tveimur
árum og hefur verið mikill vöxt-
ur í starfseminni síðan. Keðjan
hefur opnað 48 verslanir á und-
anförnum tveimur árum og velt-
an aukist um 230 prósent á fimm
árum.
Gunnar segir Jane Norman
sjálfstæða fjárfestingu og ekki
hugmyndir uppi um að sameina
keðjuna öðrum rekstri sem fyrir-
tækið er með á sínum snærum.
KB banki sá um alla fjárhags-
lega ráðgjöf og fjármagnar
kaupin. eggert@frettabladid.is
Tólfta ke›jan í eigu Baugs
Baugur hefur keypt bresku verslanake›juna Jane Norman fyrir 13,5 milljar›a.
Sem fyrr eru stjórnendur og KB banki me› í kaupunum.
Eignir Baugs Group í Bretlandi
Big Food Group
Booker
Coast *
Goldsmith's
Hamley's
Julian Graves
Karen Millen *
MK One
Oasis *
Shoe Studio Group
Whistles *
* Verslunarkeðjur innan Mosaic Fashions hf.
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON, FORSTJÓRI
BAUGS Baugur, KB banki og stjórnend-
ur hafa keypt Jane Norman fyrir um
13,5 milljarða króna.
Hagnaður bandaríska vopnaframleiðand-
ans Lockheed Martin jókst um 56 prósent á
öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil
í fyrra.
Hagnaður fyrirtækisins á fjórðungnum
var tæpir 30 milljarðar króna og munaði
þar mestu um aukna sölu á vörum tengdum
upplýsingatækni. Sala minnkaði á fræg-
ustu afurð fyrirtækisins, F16-orrustuþot-
unni.
„Það er eðlilegt að við seljum minna af
F16-þotunum þar sem skref fyrir skref er
verið að skipta þeim út fyrir nýrri módel,“
sagði Cristopher Kubaski, fjármálastjóri
Lockheed Martin. -jsk
BANDARÍSKIR HERMENN Lockheed Martin framleiðir
mikið af vörum fyrir bandaríska herinn, meðal annars
F16-orrustuþotuna. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum
ársfjórðungi var þrjátíu milljarðar króna.
Blómleg vopnasala