Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 46
Þrátt fyrir að frisbeegolf sélangt frá því að vera nýíþrótt úti í hinum stóra heimi er hún það hér á landi. Á undanförnum árum hefur fris- beegolfvöllum farið fjölgandi og eru þeir núna fjórir talsins. Sá fyrsti var byggður við Gufunes- bæ ÍTR þar sem gestir geta spreytt sig á þessari íþrótt, sem er alls ekki jafn auðveld og hún lítur út fyrir að vera í fyrstu. Haukur Árnason hefur stundað íþróttina í rúm tvö ár og hefur þegar keppt á nokkrum mótum. Hann var með á opna belgíska mótinu og er á leiðinni við annan mann á opna breska mótið. Íþróttin á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna og er „bjór- og chillsport,“ svo vitnað sé í Hauk sjálfan. Það var vissulega skemmtilegt að rölta um og fleygja frisbeedisk í áttina að þar til gerðum holum. Sjálfur segist Haukur hafa prófað hið hefð- bundna golf en ekki náð í bakterí- una. „Svo prófaði ég þetta og hef eiginlega verið uppi á velli síðan,“ segir hann og hlær. Það leynir sér ekki að hann hefur náð umtals- verðum hæfileikum með fris- beediskinn. Undirritaður þóttist vera sjálfskipaður snillingur í kasti með þessu vinsæla leikfangi en áttaði sig fljótlega á því að það er mikill munur á að kasta bensín- stöðvardiski og sérsmíðuðum frisbeegolfdiski. „Það tekur smá tíma að átta sig á þessu en flestir sýna miklar framfarir eftir einn hring,“ sagði Haukur hug- hreystandi þegar frisbeediskur- inn flaug inn í trjálund hjá blaða- manni. Reglurnar eru svipaðar og í venjulegu golfi. Talað er um par og fugl, menn fara holu í höggi og holustaðsetningar eru mismun- andi. Þá eru holurnar mislangar en þegar frisbeegolfarar hafa náð ákveðinni hæfni eru allar holurn- ar par 3. Haukur var sjálfur með „sett“ þar sem finna mátti mis- munandi diska. „Ég er með ein- hverja sem sveigja til hægri og aðra sem sveigja til vinstri. Þá er ég líka með disk sem ég nota þeg- ar vindurinn er í bakið,“ segir hann. Þegar líða tekur á hringinn nást ágætis tök á frisbeedisknum þó skorið sé ekki upp á marga fiska. Stutta spilið gengur þó ágætlega. „Það hefur verið mikil aukning í íþróttinni á undanförnum árum þó að þetta sé kannski ennþá hálfgert njarðaíþrótt,“ segir Haukur en telur þó þetta vera hina fullkomnu fjölskylduíþrótt. 30 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR Fullkomin fjölskylduíflrótt? Frisbeegolf hefur veri› a› ry›ja sér til rúms hér á landi og nú flegar eru komnir upp fjórir vellir. Freyr Gígja Gunnarsson hitti Hauk Árnason frisbeegolfara og fræddist a›eins meira um flessa sérstöku íflrótt. Kennarar: Auður Bjarna Lauren Hauser Katrín Hall Katrín Ingva María Gísla Píanisti: Olga Bragína BALLETT – NÚTÍMA – JAZZ NÁMSKEIÐ Í Borgarleikhúsinu 8-19 ágúst Innritun í síma: 864 5315 & 846 1970 Frá kl. 16:00 – 18:00 Fjallað er um tónlistarmanninn Birgi Örn Steinarsson úr Maus, sem kallar sig Bigital, á heimasíð- unni audiojunkies.net. Birgir er búsettur í London og hefur verið að leggja lokahönd á sína fyrstu sólóplötu, sem mun líklega heita I Surrender. „Ég vildi alltaf vera tilrauna- kenndari með Maus en það er erf- iðara þegar þú þarft að fá sam- þykki þriggja annarra,“ segir Birgir í viðtalinu. „Í Maus þurftu öll lögin að hafa bassa, trommur og tvo gítara. Við gátum ekki breytt út af þeim vana og það truflaði mig alltaf.“ Birgir segist hafa flutt til London til að leita nýrra leiða til að búa til tónlist og um leið að reyna að framfleyta sér með henni. „Peningarnir trufla menn ekki á Íslandi því það eru engir peningar til staðar. Markaðurinn þar er svo lítill að það er ekki hægt að lifa af tónlistinni.“ I Surrender er væntanleg í haust en upptökustjóri er Tim Simenon sem tók m.a. upp plötuna Ultra með Depeche Mode, sem er ein af uppáhaldsplötum Birgis, og lagið Play Dead með Björk. Hafi einhverjum þótt Björk skrít- in í gegnum tíðina ætti þessi nýjasta plata hennar að vera enn frekari staðfesting á því. Eftir að Björk gaf út hina frá- bæru Medúllu á síðasta ári ákvað hún að fara lengra með þær pæl- ingar sem voru þar í gangi og prófa sig meðal annars áfram með japanska þjóðlagatónlist. Afrakst- urinn notaði hún á plötu við kvik- mynd eiginmanns síns, lista- mannsins Matthew Barney, sem er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í listsköpun sinni, rétt eins og Björk í tónlistinni. Fyrir fram bjóst maður því við heldur óvenjulegri plötu frá Björk og sú er einmitt raunin. Sum lögin eru ósungin, önnur eru nokkurs konar einsöngur hjá henni eða undarleg- um hjálparkokkum hennar. Oft hljóma lögin líka eins og tilrauna- upptökur þar sem spuninn er í fyrirrúmi og svipar þannig til nokkurra laga á Medúlla. Að- gengilegasta og jafnframt besta lagið á plötunni er upphafslagið Gratitude þar sem Íslandsvinur- inn og konungur framúrstefnu- kántrísins, Will Oldham, syngur á angurværan hátt við fagra hörpu- tóna. Jafnframt nýtur hann að- stoðar barnakórs í ágætum lokakafla. Lagið Storm er einnig gott þar sem falleg rödd Bjarkar nýtur sín vel auk þess sem fínar raftónlistarpælingar má heyra í Ambergris March. Eftir þessa plötu má búast við því að Björk vendi kvæði sínu í kross og prófi eitthvað algjörlega nýtt á næstu sólóplötu sinni, eiginlegu fram- haldi Medúllu. Eflaust á þessi plata vel við kvikmynd eigin- mannsins en ein og sér er hún ekkert sérlega heillandi. Freyr Bjarnason Ótro›nar sló›ir BJÖRK: DRAWING RESTRAINT 9 NIÐURSTAÐA: Björk fer lengra með pælingarn- ar á Medúllu og skilar frá sér skrítinni plötu, sem þó á sín aðgengilegu augnablik. Eflaust á þessi plata vel við kvikmynd eiginmannsins en ein og sér er hún ekkert sérlega heillandi. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN BIGITAL Tónlistamaðurinn Bigital er að leggja lokahönd á sínu fyrstu sólóplötu. Audiojunkies fjallar um Bigital HAUKUR ÁRNASON Íslandsmótið verður haldið í byrjun september og ekki loku skotið fyrir það að einhverjir erlendir frisbeegolfarar komi hingað til lands. DÆMI UM BRAUT Líkt og í hefðbundnu golfi eru gefnar upp lengdir og par á hverri braut. Rauðir eru fyrir þá sem eru lengra komnir en bláir fyrir þá sem eru styttra á veg komnir. DISKARNIR Þeir eru sérhannaðir diskarnir fyrir frisbeegolf og það er hægt að fá slíka diska hjá Enso-fyrirtækinu. GRIPIÐ Ekki er sama hvernig haldið er á disknum þannig að sem bestur árangur náist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.