Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 42
Fyrsta alþjóðlega ljóðahátíð fé-
lagsskaparins Nýhils, Alljóðlega
þjóðahátíðin, fer fram núna um
helgina í Klink og Bank og Nor-
ræna húsinu. Sex erlend skáld
hafa verið fengin hingað til lands
til að taka þátt í hátíðinni. Skáldin
sex heita Anna Hallberg (Sví-
þjóð), Christian Bök (Kanada),
Catharina Gripenberg (Finnland),
Billy Childish (Bretland), Jesse
Ball (Bandaríkin), og Lone Hørs-
lev (Danmörk).
Metsöluskáld
Meðal skáldanna er kanadíska
skáldið Christian Bök, sem hlaut
hin alþjóðlegu Griffin-verðlaun
fyrir ljóðabók sína Eunoia árið
2002. Þessi bók Böks er fyrsta og
eina kanadíska ljóðabókin sem
hingað til hefur komist á
kanadíska metsölulistann. Hún
var á listanum í fimm vikur og
seldist í 15.000 eintökum á einu
ári, sem þykir ansi mikið. Jesse
Ball er bandarískt skáld sem
einnig kemur fram á hátíðinni og
fylgdi hann orðum Christians
eftir þar sem við sátum yfir kaffi-
bolla og spjölluðum: „Það eru
mikil tíðindi að 15.000 manns
kaupi og lesi bók sem eitthvað er
varið í því oftast eru það lélegar
bækur sem selst þetta mikið af.“
„Skáldskapur minn er til-
raunakenndur, ég skrifa ekki um
einkalíf mitt eða náttúruna heldur
rannsaka ég tungumálið. Ég er
eins og brjálaður vísindamaður
tungumálsins. Ég reyni að teygja
út landamæri þess og hvernig það
er notað, nota það á óvanalegan og
óvæntan hátt,“ segir Christian.
Í kvöld klukkan 23.50 í Klink
og Bank ætlar Christian aðallega
að flytja hljóðskáldskap sem
hefur ekkert endilega merkingar-
fræðilegt inntak heldur hljómar
bara vel, er meira í likingu við
tónlist en skáldskap. „Ef skáld-
skapurinn hefur einhverja merk-
ingu þá er það bara ágætis við-
bót,“ segir Christian og hlær.
Tungumálið og margræðni
Annað skáld sem kemur fram á
ljóðahátíðinni er Catarina Gripen-
berg sem kemur frá Finnlandi og
tilheyrir minnihluta í landinu sem
talar sænsku. „Ég hef áhuga á
tungumálinu og hvernig því er
beitt, það er mikið um samtöl í
skáldskap mínum. Mér finnst
áhugavert hvernig hægt er að láta
fólk ljúga í ljóðum, ég reyni að
snúa orðunum á hvolf eins og í
ævintýri, eins og í Lísu í Undra-
landi eða eitthvað slíkt,“ segir
Catarina, sem annars hélt sig
nokkuð til hlés meðan á samtalinu
stóð.
„Ástandið í heiminum er
margrætt og því þarf að túlka
heiminn á margræðan máta.
Besta leiðin til að tjá heiminn er
ekki að gera að á vísindalegan
hátt með staðreyndum heldur að
skapa hugverk sem eru margræð
og sýna hlutina í margbreytileika
sínum,“ segir Jesse. „Mér líkar
venjulega ekkert sérlega vel við
önnur skáld og rithöfunda, mér
finnst þau reyna svo mikið að
vera eitthvað merkileg þannig að
oftast hef ég mig hægan í kring-
um þannig fólk,“ segir Jesse og
Christian hlær eins og galinn en
yfirgnæfir samt ekki hvellina í
naglabyssunni sem verið er að
nota til að reisa vegg nærri borð-
inu á útikaffihúsinu.
Ísland og sundlaugar
„Mér líður eins og ég sé kom-
inn nærri upprunanum þegar ég
er hér á landi því Kanada er
tæknilega séð norrænt land þrátt
fyrir að það sé einnig fjölmenn-
ingarlegt,“ segir Christian, sem
rak upp roknahlátur þegar honum
var sagt að einungis tæplega
300.000 manns búi á Íslandi og
Jesse grípur þráðinn og spyr í
kaldhæðni hvort Christian sé að
segja að Ísland sé land en ekki
einhvers konar risastór innsetn-
ing á listasafni því landslagið og
umhverfið hérna sé svo rosalegt.
„Eitt það skemmtilegasta sem
ég geri þegar ég er hérna á Ís-
landi er að horfa á baðverðina í
laugunum skamma fólk fyrir að
þvo sér ekki nægilega vel áður en
það fer ofan í. Það þyrfti að festa
það á filmu þegar þeir öskra
svona á fólk jafnvel þó að ég
myndi ekki vilja vera sá sem héldi
á vélinni. Annars skil ég vel að
það sé ætlast til þess að fólk þrífi
sig vel áður en það fer ofan í því í
almenningssundalaugunum í New
York baðar fólk sig ekki áður en
það fer ofan í og því er notað
mikið magn af klór til að draga úr
óhreindunum í vatninu og hárið á
manni og húðin verða ógeðsleg af
klórinu,“ segir Jesse.
„Hið mikilvægasta við að vera
rithöfundur er að setja markið
eins hátt og maður getur, setja það
svo hátt að maður sjálfur hafi
jafnvel ekki trú á því að manni
geti tekist að gera það sem maður
stefnir að og svo þegar manni mis-
tekst hefur maður í höndunum
eitthvað verk sem er strangt til
tekið misheppnað en þrátt fyrir
það alveg afskaplega fallegt,“ seg-
ir Jesse og hér grípur Christian
inn í og segir að skáld séu píslar-
vottar tungumálsins, þeir sem eru
alltaf að reyna að gera eitthvað
sem gengur aldrei alveg upp.
Catarina mun koma fram í
Klink og Bank klukkan 21:40 og
Jesse klukkan 22:50. Auk þre-
menningana munu íslensk skáld
eins og Valur Brynjar Antonsson,
Davíð A. Stefánsson, Þórunn
Valdimarsdóttir og Oberdada von
Brutal troða upp og hefst dag-
skráin klukkan 21. Skúli Þórðar-
son og Sökudólgarnir slá svo botn
í dagskránna sem sem lýkur ein-
hvern tímann eftir miðnættið.
ingi@frettabladid.is
26 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Skáldskapurinn, baðverðir og vitleysa
Búið er að ráða í stöðu útvarps-
stjóra. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra
skipaði Pál Magnússon, fyrrver-
andi sjónvarps- og fréttastjóra
Stöðvar 2, í starfið til fimm ára og
mun hann hefja störf 1. septem-
ber. Hann tekur við af Markúsi
Erni Antonssyni, sem horfinn er
til annarra starfa.
Alls sóttu 23 um starfið, sem
verður að teljast nokkuð mikið.
Einn þeirra sem töldu sig eiga
ágæta möguleika var Sigurjón
Kjartansson, dagskrárgerðarmað-
ur og grínisti. „Ég var ekki látinn
vita,“ sagði hann þegar Frétta-
blaðið bar undir hann fregnina um
að Páll hefði verið ráðinn.
„Þeir höfðu lofað mér að láta
mig vita,“ bætti hann við og aug-
ljóst að honum var brugðið. Sigur-
jón hefur í fjölmiðlum undanfarið
látið í ljós miklar hugmyndir um
hvernig RÚV eigi að vera. „Mér
líður þokkalega en þetta eru viss
vonbrigði,“ sagði hann en var þó
viss um að það sem hefði skipt
sköpum í þessu hefði verið viðtal
sem Páll hefði fengið. „Það er ekki
sama Jón eða Sigurjón,“ sagði
hann en bætti þó fljótlega við að
kannski væri erfitt að losna við
galgopastimpilinn.
Sigurjón var þess þó fullviss að
lífið gengi sinn vanagang. „Það er
spurning hvernig það gangi uppi á
RÚV. Ég þekki reyndar Pál ágæt-
lega, óska honum til hamingju og
vona að hann njóti velfarnaðar í
nýju starfi,“ sagði Sigurjón auð-
mjúkur. „Fyrst ég fékk ekki starf-
ið var ágætt að hann fékk það,“
bætti hann við og sagðist vona að
Páll myndi ekki láta sömu emb-
ættisslikju liggja yfir starfinu.
Sigurjón er þó hvergi af baki
dottinn og segist enn eiga fullt
inni. „Ég á tæp fimmtán ár í Pál,“
sagði hann. „Minn tími mun
koma.“
Umsjónarmenn Talstöðvarinnar
leggja mikinn metnað í að gera
helgardagskrá stöðvarinnar sem
áheyrilegasta og nú er svo komið
að þar er valinn maður í hverju
rúmi. „Illugi útvarpsstjóri sér
aðallega um að velja þætti og
raða þeim í dagskrána,“ segir
Oddrún Vala Jónsdóttir hjá Tal-
stöðinni. „Svo er auðvitað eitt-
hvað um það að fólk hafi sam-
band og bjóði fram hugmyndir
sínar.“
Talstöðin hefur verið starfrækt
síðan í febrúar á þessu ári og
leggur aðaláherslu á talað mál. Nú
virðist vera komin endanleg
mynd að helgaruppröðuninni en
fyrir skemmstu hófu þrír nýir
þættir göngu sína. Þar má fyrst
nefna Barnatímann í umsjón El-
ísabetar Brekkan.
„Í Barnatímanum tek ég viðtal
við hressa krakka og þeir segja
mér frá áhugamálum sínum og
sérgreinum. Svo er lesin upp saga
og sagðir nokkrir brandarar,“
segir Elísabet. „Þetta er barnaefni
með hefðbundnu sniði.“
Uppeldisþáttur Berghildar E.
Bernharðsdóttur er önnur nýjung.
Þar er fjallað um ýmis mál tengd
uppeldi og líðan barna og ung-
linga. Að lokum það svo Bók-
menntaþátturinn sem Gunnar
Þorri Pétursson sér um en hann er
frumfluttur klukkan eitt eftir há-
degi á laugardögum.
BERGHILDUR E. BERNHARÐSDÓTTIR Hún er ritstjóri tímaritsins Uppeldi og hún sér
um Uppeldisþáttinn á Talstöðinni klukkan tvö á sunnudögum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
SIGURJÓN KJARTANSSON Náði ekki að hlera hver hefði verið ráðinn í útvarpsstjóra-
stöðuna. Sagðist líða þokkalega þrátt fyrir að hafa ekki fengið starfið.
Tími Sigurjóns mun koma
AMERICAN DAD
MÁNUDAGA KL. 21:00
Líflegar helgar á Talstö›inni
Sex erlend skáld eru stödd hér á landi sem gestir á
ljó›ahátí› félagsskaparins N‡hils. Me›al fleirra eru
kanadískt metsöluljó›skáld, finnsk skáldkona sem
yrkir á sænsku og Bandaríkjama›ur sem hrífst af
fornsögunum og heg›un íslenskra ba›var›a.
ÞRJÚ AF ERLENDU SKÁLDUNUM Þau Catharina Gripenberg, Jesse Ball og Christian
Bök eru öll gestir á alþjóðlegri ljóðahátíð félagsskaparins Nýhils sem fram fer í Reykjavík
um verslunarmannahelgina.