Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 10
10 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR Fáir starfsmenn gæta tuga barna Engar regluger›ir eru til um barnagæslu í líkamsræktarstö›vum og ekkert eftirlit er me› henni, ólíkt flví sem gildir um leikskóla og starfsemi dagmæ›ra. Miki› álag er á barnagæslum stö›vanna me›an leikskólar eru loka›ir. BARNAGÆSLA Mikill erill hefur verið í barnagæslu hjá líkamsræktar- stöðvum í Reykjavík nú þegar leik- skólarnir eru lokaðir. Samkvæmt heimildum eru dæmi þess að fjórir starfsmenn hafi verið með um og yfir fimmtíu börn í gæslu á sama tíma. Ekkert eftirlit er með barna- gæslunni af hálfu hins opinbera og engar reglugerðir virðast vera til um hana. Heilbrigðiseftirlitið gerir þó reglulega úttekt á húsnæðinu. Inga Hanna Dagbjartsdóttir hjá Barnavistun félagi dagforeldra segir dagmæður ekki mega hafa fleiri en fimm börn í gæslu yfir daginn og að vel sé fylgst með starfsemi dagmæðra. „Eftirlit með dagmæðrum í dag er háð reglugerð og það kemur óháður aðili þrisvar á ári og í kjölfar þeirra heimsókna umsjónarfóstrur.“ Dagmæður fái því heimsóknir annan hvern mánuð og stundum oftar. Inga furðar sig á því að ekkert eftirlit sé með gæslunni. „Það er ekki okkar að fylgjast með þessu, en mér finnst óeðlilegt hve fáir starfsmenn eru þarna með mörg börn án þess að um neitt eftirlit sé að ræða.“ Heilsuræktin World Class í Laugum er sú mest sótta á höfuð- borgarsvæðinu og þar hafa yfir hundrað börn komið í gæslu yfir daginn, flest fyrir hádegi. „Við höf- um lagt áherslu á að gera gæsluna mjög góða,“ segir Þórunn Auðuns- dóttir, starfsmanna- og kynningar- stjóri World Class. Hún tekur fram að þetta sé gæsla en ekki dagvistun og að foreldrar barnanna séu í hús- inu. „Við köllum á þá í hátalara- kerfinu ef eitthvað er.“ Börnin megi lengst vera í níutíu mínútur. Hún vill taka það fram að húsrými barnagæslunnar sé yfir 200 fer- metrar og þar sé allt hannað með börn í huga. Hjá öllum þeim líkamsræktar- stöðvum sem blaðið náði tali af í gær virðist það meginregla að börn megi ekki vera lengur en níutíu mínútur í gæslu. Gerðar eru kröfur til starfsmanna um reynslu af börnum og sóst eftir því að ráða mæður. Einnig eru gerðar aldurs- kröfur. grs@frettabladid.is Sáttmáli sex þjóða: Leita n‡rra orkulausna UMHVERFISMÁL Tveir stærstu mengunarvaldar heims, Banda- ríkin og Kína, hafa slegist í lið með Kyrra- hafslöndunum Ástralíu, Ind- landi, Japan og Suður- Kóreu, í því skyni að þróa aðferðir til framleiðslu á hreinni orku en nú þekkist svo sporna megi gegn mengun í heiminum. Löndin sex segja að framtakið styðji Kyoto-sáttmálann, sem skyldar lönd til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Náttúruvernarsinnar segja hins vegar að sáttmálann skorti skuld- bindingar og að hann muni grafa undan Kyoto-sáttmálanum. ■ Viðhorfskönnun í Garðabæ: Vefsí›an best SVEITARSTJÓRNARMÁL Rúmlega níu af hverjum tíu Garðbæingum eru ánægðir með leikskólana í bænum og tæp 94 prósent bæjarbúa eru ánægðir með að búa í bænum, samkvæmt viðhorfskönnun sem IMG Gallup stóð fyrir á vormán- uðum. Þjónusta bæjarins fékk al- mennt góða dóma hjá þátttakend- um, sem voru eitt þúsund og tíu talsins. Þó er það vefsíða bæjarins sem skýtur öðrum þjón- ustuþáttum ref fyrir rass en hún nýtur mestra hylli Garðbæinga samkvæmt könnuninni. Starfsfólk íþróttahúss og bóka- safns nýtur einnig mikillar hylli en rúmlega níu af hverjum tíu bæjarbúum eru ánægðir með störf þess. -jse LÖGREGLUFRÉTTIR SPRENGIKÚLA FANNST Sprengi- kúla fannst við vegarkantinn skammt frá bænum Vatnsenda í Eyjafirði fyrir skömmu. Kúlan er gerð fyrir loftvarnarbyssur og hefur líklega borist með malar- efni sem tekið var úr árbotni við Melgerðiseyri en þar var her- flugvöllur í heimsstyrjöldinni síð- ari. Bóndi á Vatnsenda fann kúl- una og lét lögregluna á Akureyri vita, sem kallaði til sprengjusér- fræðinga Landhelgisgæslunnar sem eyddu henni. WORLD CLASS LAUGUM Mikill erill hefur verið í barnagæslunni nú þegar leikskólarnir eru lokaðir. „Við höfum lagt áherslu á að gera gæsluna mjög góða,“ segir Þórunn Auðunsdóttir, starfsmanna- og kynningarstjóri World Class. CAFTA-samningurinn: Samflykktu fríverslun BANDARÍKIN, AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frí- verslunarsamning við sex Mið- Ameríkuríki með tveggja at- kvæða meirihluta. Varaviðskiptaráðherra Banda- ríkjanna, Peter Allgeier, sagði samþykkt samningsins, sem kall- aður er CAFTA, styrkja stöðu Bandaríkjanna í næstu viðræðu- lotu Heimsviðskiptastofnunarinn- ar, en markmiðið með henni er ekki síst að bæta stöðu fátækra ríkja í heimsviðskiptum. ■ MENGUN FRÁ BÍLUM Sex þjóðir hafa gert með sér sáttmála um að þróa aðferðir til framleiðslu á hreinni orku en nú tíðkast. Húseigendur við Suðurgötu skora á borgarstjóra að breyta nýja leiðakerfinu: Íbúar mótmæla tí›um strætófer›um SAMGÖNGUR Íbúar og húseigendur við Suðurgötu safna nú undir- skriftum undir áskorun til borg- arstjóra um að breyta hinu nýja leiðakerfi Strætó svo tíðum strætóferðum um götunna linni en þeir segja vagnana fara 414 ferðir um götuna á hverjum virk- um degi. Fara þeir fram á að ónæðinu, menguninni og lífskjaraskerð- ingunni sem af þessu hlýst verði dreift á fleiri íbúa borgarinnar. Þeir benda einnig á að nýlega hafi gatan verið mjókkuð og á hana settar hraðahindranir með það fyrir augum að fella niður strætisvagnaferðir um götuna. Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó, segir að tillaga um að umferð færi í báð- ar áttir um Skothúsveg og Frí- kirkjuveg hafi verið felld í borg- arstjórn. Nýtt leiðakerfi taki mið af því og það valdi því að þessi umferð beinist nú um Suðurgötu. Enn hefur ekkert heyrst í íbúum við Hverfisgötu en glögg- um vegfaranda hefur reiknast svo til að strætisvagnar fari um 880 ferðir um götuna á dag. Ekki náðist í borgarstjóra né formann samgöngunefndar borgarinnar vegna málsins. -jse STRÆTÓ FER SUÐURGÖTUNA Strætisvagn fer eina af sínum fjögurhundruð og fjórtán ferð- um. Íbúar segjast vera hálf smeykir þegar þeir mæta vagninum eftir að gatan var mjókkuð. ÓHÆTT AÐ BORÐA KJÚKLING Indónesískir karlmenn sjást hér borða kjúkling. Stjórn- völd hafa hleypt af stokkunum herferð til að upplýsa fólk um að óhætt sé að borða kjúklingakjöt, sé það matreitt á réttan máta, þrátt fyrir fuglaflensufaraldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.