Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 6
FIMM GJALDAHÆSTU
EINSTAKLINGAR FRH.
6 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Fuglaflensuveira sem getur borist í menn hefur breiðst út:
Skæ›a veiran greinist í Rússlandi
RÚSSLAND, AP Rússnesk yfirvöld
greindu frá því í gær að
fuglaflensuveira, sem fannst ný-
lega í fuglum í Síberíu, væri af
þeirri skæðu gerð sem getur
borist í menn. Veirusýkingin drap
hundruð far- og alifugla í Síberíu
fyrr í þessum mánuði, en engar
fréttir hafa borist af því að hún
hafi borist í menn.
Í fréttatilkynningu frá rúss-
neska landbúnaðarráðuneytinu
segir að rannsókn hafi leitt í ljós
að veiran sem fannst í fuglunum í
Novosibirsk-héraði væri af skæða
afbrigðinu A H5N1.
Fuglaflensa hefur greinst í far-
fuglum víða um Asíu á síðustu
mánuðum og vitað er um nokkur
tilvik þar sem sem sýkingin hefur
dregið menn til dauða. Frá því á
árinu 2003 hafa að minnsta kosti
57 manns orðið veikinni að bráð í
Víetnam, Taílandi, Kambódíu og
Indónesíu, en tilkynnt var nú í júlí
um fyrstu dauðsföllin þar í landi.
Hundruðum milljóna alifugla hef-
ur verið slátrað og eytt í sýkinga-
varnaskyni í þessum löndum á
síðustu tveimur árum. - aa
SÝKINGARÓTTI
Sótthreinsunarvökva er úðað yfir kjúklinga
á markaði í Yogyakarta á Jövu í Indónesíu.
Nú er staðfest að fuglaflensan hefur borist
til Rússlands.
Frosti Bergsson er skattakóngur Íslands árið 2005:
Grei›ir 123 milljónir í opinber gjöld
ÁLAGNING Frosti Bergsson kaup-
sýslumaður er sá einstaklingur
sem ber hæstu opinberu gjöldin
árið 2005. Hann greiðir nærri
117 milljónir króna í tekjuskatt
en liðlega þrjár milljónir króna í
útsvar. Álagningin nemur alls
tæpum 123 milljónum króna.
Frosti lærði rafeindatækni-
fræði í Danmörku og kynntist
tölvum í upphafi þróunar einka-
tölvunnar. Hann stofnaði fyrir
um 20 árum fyrirtækið Opin
kerfi, sem varð eitt stærsta og
framsæknasta tölvu- og hugbún-
aðarfyrirtæki landsins. Fyrir-
tækið varð meðal annars útibú
Hewlett Packard á Íslandi.
„Ég seldi hlutabréfin mín í
Opnum kerfum í fyrra og það er
nú aðalástæðan fyrir svo háum
gjöldum nú,“ sagði Frosti í sam-
tali við Fréttablaðið í gær.
Frosti á og rekur eigið fjár-
festingarfélag og á hlut í bíla-
fyrirtækinu Heklu og lyfjaverk-
smiðju á Spáni auk þess að vera
hluthafi í Verðbréfastofunni, en
þar er hann stjórnarformaður.
Frosti var jafnframt meðal bjóð-
enda í Símann og myndaði Nýja
símafélagið ehf. ásamt Atorku
group og fleirum.
- jh
Íbúar á su›vestur-
horninu tekjuhæstir
ÁLAGNING Embætti skattstjóra
um land allt lögðu í gær fram
skrá yfir álagða skatta árið
2005. Upplýsingar um álagning-
una liggja frammi hjá embætt-
unum til 12. ágúst næstkomandi
og er öllum frjálst að kynna sér
þær.
Álögð gjöld í Reykjavík og
Reykjanesumdæmi eru samtals
um 114 milljarðar króna af um
145 milljörðum króna sem eru
áætluð tekjuskattsbyrði allra
landsmanna. Þannig koma nærri
80 prósent álagðra gjalda meðal
einstaklinga af suðvesturhorni
landsins en þar búa liðlega tveir
þriðju hlutar landsmanna.
Ef aðeins er tekið mið af tíu
hæstu greiðendum í öllum níu
umdæmunum eru gjöld að jafn-
aði langhæst í Reykjavík, lið-
lega 67 milljónir króna að jafn-
aði. Næsthæst eru gjöldin í
Reykjanesumdæmi, um 40 millj-
ónir króna að meðaltali í hópi tíu
hæstu greiðenda. Í þriðja sæti
eru greiðendur í embætti Skatt-
stjóra Suðurlands með nærri 23
milljónir króna að meðaltali.
Álögð gjöld eru að jafnaði
lægst á Norðurlandi vestra, á
Vestfjörðum og Austurlandi,
sex til sjö milljónir króna í hópi
þeirra tíu hæstu í hverju um-
dæmanna.
Gjöldin skiptast þannig að
tekjuskattur er innan við helm-
ingur heildarálagningarinnar,
en útsvar, fjármagnstekjuskatt-
ur og önnur gjöld liðlega helm-
ingur. Þannig nemur tekjuskatt-
ur Reykvíkinga um 30 milljörð-
um króna, útsvar 28 milljörðum
og þeir greiða samtals um þrjá
og hálfan milljarð króna í fjár-
magnstekjuskatt. Samtals nema
gjöld skattgreiðenda í höfuð-
borginni alls um 65 milljörðum
króna.
Sá skattgreiðandi landsins
sem mest greiðir er Frosti
Bergsson kaupsýslumaður en
hann greiðir alls um 123 milljón-
ir króna í skatta. Kaupsýslu- og
eignafólk er áberandi í hópi
hæstu skattgreiðenda. Norður-
landsumdæmi vestra sker sig úr
en þar eru sjö læknar meðal tíu
hæstu skattgreiðendanna.
Aðeins átta konur eru í hópi
eitt hundrað gjaldahæstu ein-
staklinganna í landinu. Þær eru
aftur á móti um helmingur
þeirra sem greiða hæsta eigna-
skattinn. johannh@frettabladid.is
Ertu sátt(ur) við söluna á
Símanum?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Verða FH-ingar Íslands-
meistarar karla í fótbolta með
fullt hús stiga?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
51%
49%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
REYKJAVÍK
Frosti Bergsson, Reykjavík
122.829.044 kr.
Vilhelm Róbert Wessman, Reykjavík
106.948.660 kr.
Björgólfur Guðmundsson, Reykjavík
106.863.596 kr.
Jón Ásgeir Jóhannesson, Reykjavík
99.964.726 kr.
Jón Halldórsson, Reykjavík
51.303.849 kr.
VESTURLAND
Erlingur Helgason, Snæfellsbæ
23.869.404 kr.
Ólafur Ólafsson, Eyja- og Miklaholts-
hreppi 14.894.058 kr.
Kristinn Jónsson, Stykkishólmi
14.450.351 kr.
Sigríður T. Pétursdóttir, Stykkishólmi
11.520.340 kr.
Haraldur Sturlaugsson, Akranesi
11.425.065 kr.
VESTFIRÐIR
Finnbogi Jakobsson, Bolungarvík
12.749.759 kr.
Snorri Sturluson, Suðureyri
10.704.608 kr.
Jakob Ólafsson, Ísafirði
6.313.044 kr.
Kristján Haraldsson, Ísafirði
6.253.340 kr.
Þorsteinn Jóhannesson, Ísafirði
6.206.995 kr.
NORÐURLAND VESTRA
Þórólfur Gíslason, Sauðárkróki
9.890.787 kr.
Jón Eðvald Friðriksson, Sauðárkróki
6.811.373 kr.
Ómar Ragnarsson, Blönduósi
6.434.792 kr.
Gísli Ólafsson, Blönduósi
6.163.871 kr.
Ágúst Oddsson, Hvammstanga
6.115.519 kr.
FIMM GJALDAHÆSTU
EINSTAKLINGAR
í öllum umdæmum
10 GJALDAHÆSTU EINSTAK-
LINGAR Á ÖLLU LANDINU
1Frosti Bergsson122.829.044 kr.
2Vilhelm Róbert Wessman106.948.660 kr.
3Björgólfur Guðmundsson106.863.596 kr.
4Arngrímur Jóhannsson101.894.434 kr.
5Jón Ásgeir Jóhannesson99.964.726 kr.
6Jón Halldórsson51.303.849 kr.
7Nanna Renate Möller47.337.395 kr.
8Guðmundur A. Birgisson42.653.671 kr.
9Aðalsteinn Karlsson41.875.111 kr.
10Guðmundur R. Hallgrímsson 41.443.099 kr.
Álagning gjalda bendir til mikils tekjumunar eftir landshlutum. Skattskrár eru
öllum a›gengilegar til 12. ágúst næstkomandi.
NORÐURLAND EYSTRA
Þorsteinn Már Baldvinsson, Akureyri
17.338.072 kr.
Eiríkur S. Jóhannsson, Akureyri
16.022.644 kr.
Jóhannes Jónsson, Akureyri
14.301.844 kr.
Svavar Berg Magnússon, Ólafsfirði
9.066.643 kr.
Gunnar Sigvaldason, Ólafsfirði
8.714.661 kr.
AUSTURLAND
Kristín Guttormsson, Neskaupstað
8.957.880 kr.
Hannes Sigmarsson, Eskifirði
7.669.094 kr.
Björn Magnússon, Neskaupstað
7.374.855 kr.
Sturla Þórðarson, Neskaupstað
7.100.748 kr.
Hans Dieter Imhof, Fljótsdal
6.656.190 kr.
SUÐURLAND
Guðmundur A. Birgisson, Ölfusi
42.653.671 kr.
Óskar Magnússon, Rangárþingi eystra
25.714.888 kr.
Gunnar A. Jóhannsson, Rangárþingi ytra
22.051.156 kr.
Jón Sigurðsson, Bláskógabyggð
13.966.484 kr.
Sigurbjörn Birgisson, Hveragerði
11.921.437 kr.
VESTMANNAEYJAR
Magnús Kristinsson, Vestmannaeyjum
29.292.460 kr.
Gunnar Jónsson, Vestmannaeyjum
12.695.007 kr.
Hanna María Siggeirsdóttir, Vestm.
11.628.255 kr.
Birkir Kristinsson, Vestmannaeyjum
7.610.799 kr.
Sigurður Hjörtur Kristjánsson, Vestm.
6.829.236 kr.
REYKJANESUMDÆMI
Arngrímur Jóhannsson, Mosfellsbæ
101.894.434 kr.
Nanna Renate Möller, Mosfellsbæ
47.337.395 kr.
Guðmundur R. Hallgrímsson, Reykjanesbæ
41.443.099 kr.
Erlendur Magnússon, Seltjarnarnesi
37.029.743 kr.
Sólon Rúnar Sigurðsson, Kópavogi
32.624.432 kr.
KONUR GREIÐA JAFN MIKLA EIGNARSKATTA OG KARLAR Aðeins átta konur eru í hópi
þeirra eitt hundrað einstaklinga sem greiða hæsta tekjuskattinn í landinu.
FROSTI BERGSSON KAUPSÝSLUMAÐUR „Ég seldi hlutabréfin mín í Opnum kerfum í fyrra
og það er nú aðalástæðan fyrir svo háum gjöldum nú.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P