Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 30. júlí 2005 31 Ferðataskan í sumar Léttur öllari Besti ferðafélaginn „Við höfum keypt allt okkar flís- efni frá Polartec síðan um árið 1990 en okkur er mikill heiður að því að hljóta þessi verðlaun,“ segir Elmar Freyr Vernharðsson mark- aðsstjóri 66˚norður en fyrirtækið hefur nú hlotið Apex verðlaun framleiðslufyrirtækisins Polartec, eins stærsta flísframleiðanda heims, fyrir framúrskarandi vöru- hönnun á kvenklifurfötum. Berg- þóra Guðnadóttir á heiðurinn af hönnuninni sem nefnist Women’s Glymur Softshell jacket og Women’s Glymur Softshell Pants. „Ég byrjaði að vinna jakkann fyrir tveimur árum innan línu sem við köllum Glymur og hannar fyrir fólk sem klífur fjöll og er í jaðar- sporti. Formið á fötunum lagar sig vel að hreyfingum fjallafólks og svo höfum við gengið lengra í að gera sniðið kvenlegra en önnur úti- vistarfyrirtæki,“ en fötin vann Bergþóra upp úr nýju efni sem kallast Power Shield. „Þetta er bræðingur af regnheldum öndun- arefnum og flísi en efnið er líka 98% vindhelt. Með því að sameina þetta í eitt fæst tiltölulega vatns- fráhrindandi og einangrandi flík sem andar vel. Ég notaði líka teygjanlegt efni í vöruna því það býður upp á þrengra snið án þess að það sé óþægilegt fyrir þá sem stunda mikla hreyfingu.“ Verð- launajakkinn er jafnframt saum- laus á öxlunum þannig að hann hentar vel fyrir bakpokanotkun og undir öllum rennilásum er vind- listi, gat á innanverðum brjóstvasa fyrir heyrnartól á GSM eða MP3 spilara.“ Elmar segir að Ísland sé eins konar prufumarkaður fyrir útflutningsvörur 66˚ North og að fyrsta sendingin af jökkunum sé því sem næst uppseld. Buxurnar eru væntanlegar á markað í haust. Meðal þeirra sem hlutu einnig Apex-verðlaunin í ár voru klif- urjakki frá The North Face og snjóstrigaskór frá Timberland. Brimbrettahljómsveitin Brim heldur „surfpartí“ á skemmti- staðnum 22 annað kvöld. Brim, sem er að halda upp á tíu ára af- mæli sitt um þessar mundir, spil- ar á Innipúkanum klukkan 1.30 í nótt. Þar sem uppselt er á Inni- púkann vildu liðsmenn Brims að fleiri aðdáendur fengju að heyra í sér og ákváðu því að halda aukatónleika. „Surfpartíið“ á 22 er haldið í samstarfi við dj. Palla Maus sem ætlar að spila tónlist frá sjöunda áratugnum í hléinu og tekur svo við eftir ballið og mun spila indí- tónlist fram á rauða nótt. Frítt er inn á 22 til kl. 1.00. Ein uppáhaldshljómsveit Íslend- inga, Stuðmenn, mun skemmta gestum í Húsdýragarðinum í dag. Þeir hefja leikinn klukkan níu og munu í fyrstu spila í upprunalegri mynd Stuðmanna. „Þetta verða mennirnir sem stofnuðu Stuðmenn en það eru hið mikilhæfa söngvaskáld Valgeir Guðjónsson, söngvarinn geðþekki Gylfi Krist- insson, Ragnar Daníelsson og svo ég sjálfur,“ segir Jakob Frímann Magnússon. „Þessi hljómsveit hlaut sína eldskírn á Hótel Sögu þar sem fram fór árshátíð Mennta- skólans við Hamrahlíð árið 1970 en frummennirnir verða í dag eins konar upphitunarsveit fyrir seinni tíma Stuðmenn. Í gegnum tíðina bættust í hópinn Þórður Árnason, Tómas Tómasson, Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla og fleiri. Frum- mennirnir munu flytja fá en vel valin lög í upphaflegum frumút- gáfum eins og þau voru þegar þau fæddust í þessum unglingakvart- ett. Sjarminn við þá ungu hljóm- sveit var meðal annars sá að ekki var endilega gerð krafa um að menn kynnu vel á hljóðfæri sín heldur vorum við einfaldlega skap- góðir og skemmtilegir strákar. Við áttum vel skap saman og eigum vonandi enn í dag en það kemur í ljós í dag.“ Að sögn Jakobs verður það svo sérstök hátíðarútgáfa af hljómsveitinni Stuðmönnum sem kemur fram á eftir „frummönnun- um“ í dag því auk Hildar Völu Ein- arsdóttur verða þarna þrír menn úr hljómsveitinni Jagúar sem leggja Stuðmönnum lið. BRIM Hljómsveitin Brim er að halda upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir. Brim me› „surfpartí“ KVENKLIFURFÖT FRÁ 66˚NORÐUR Fyrirtækið Polartec verðlaunaði 66˚norður á dögunum fyrir hönnun á íslenskum kvenklifurfötum. Íslensk klifurföt ver›launu› JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Mun ásamt hljómsveit sinni skemmta gestum í Húsdýragarðinum um helgina. Frummenn hita upp fyrir Stu›menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.