Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 2
2 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Ágætis veður víðs vegar um land í upphafi verslunarmannahelgarinnar:
Búist er vi› tíu flúsund gestum í Eyjum
VERSLUNARMANNAHELGIN Veðurblíða
lék við hátíðagesti um allt land í
gær og víðast er spáð áframhald-
andi góðviðri. Mikil umferð hefur
verið víðast hvar um landið.
Flestir gestir voru í Vestmanna-
eyjum í gær. Þar hefur allt farið vel
fram þótt mestur fjöldi þjóðhátíðar-
gesta hafi mætt á svæðið í gær. Bú-
ast má við að níu þúsund gestir séu
nú á Þjóðhátíð.
Á Akureyri byrjaði fólk að
streyma í bæinn seinnipartinn.
Lögreglan bjóst við að umferðin
myndi ná hámarki upp úr mið-
nætti. Tjaldstæðið í Þórunnar-
stræti var orðið fullt um átta-
leytið í gær en nóg pláss var eftir
á tjaldsvæðinu í Hömrum.
Um þúsund manns voru í Galta-
læk undir kvöld í gær. Ekki sást vín
á nokkrum manni en rappsveitin
Hæsta hendin var að fara að spila
þegar Fréttablaðið talaði við lög-
regluna í Rangárvallasýslu.
Í Neskaupstað fór straumurinn
að koma á Neistaflugið um þrjú í
gær og fór gestafjöldinn vaxandi
upp úr því. Fjöldi gesta lá þó ekki
fyrir þegar blaðið fór í prentun.
- grs
Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur:
Ómakleg gagnr‡ni segir fjármálrá›herra
SÍMINN Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
formaður Samfylkingarinnar
hefur gagnrýnt tengsl Brynjólfs
Bjarnasonar, forstjóra Símans, við
einstaka bjóðendur í fyrirtækið.
Þar er átt við aðaleigendur Bakka-
varar sem fara með stærsta ein-
staka hlutinn í Skiptum ehf.
Geir Haarde gefur lítið fyrir
slíka gagnrýni og þykir hún ómak-
leg enda hljóti allir bjóðendur að
sitja við sama borð.
Geir segir rétt að nota hluta
andvirði Símans til þess að greiða
niður skuldir ríkissjóðs. „Það er
góð ráðstöfun og lagar stöðuna
ríkissjóðs til framtíðar,“ segir Geir.
Gengið verður til samninga við
Skipti ehf. sem var bauð hæsta
verðið fyrir Símann eða 66,7 millj-
arða króna. Geir segir að sú upp-
hæð verði að fullu greidd þegar
búið verður að yfirfara öll atriði,
meðal annars af Samkeppniseftir-
litinu. Hann tekur undir með Hall-
dóri Ásgrímssyni og Davíð Odds-
syni um að nota eigi hluta andvirð-
isins til samfélagslegrar uppbygg-
ingar. „Það hefur verið nefnt há-
tæknisjúkrahús á lóð Landspítal-
ans. Það kostar á fjórða tug millj-
arða eða um helming þess sem
fékkst fyrir Símann og byggingar-
tíminn er langur. Einnig hefur
verið nefnt að ráðstafa mætti hluta
fjárins til uppbyggingar á fjar-
skiptakerfi landsmanna, sam-
göngumannvirkjum og fleira,“
segir Geir. - jh
Meintir sprengju-
menn handteknir
Breska lögreglan handtók í gær tvo af fleim fjórum mönnum sem voru eftirl‡stir
fyrir sprengjutilræ›in 21. júlí. Alls eru nú 20 manns í haldi vegna málsins.
BRETLAND, AP Sérsveitarmenn
bresku lögreglunnar, vopnaðir
hríðskotabyssum og táragasi,
gerðu áhlaup á tvær íbúðarblokk-
ir í vesturhluta Lundúna í gær og
handtóku þar að minnsta kosti
þrjá menn sem grunaðir eru um
að hafa verið viðriðnir misheppn-
uðu sprengjutilræðin í jarðlestum
og strætisvagni í borginni hinn 21.
júlí síðastliðinn.
Nöfn hinna handteknu voru ekki
gefin upp að svo stöddu, en sam-
kvæmt heimildum Sky-sjónvarps-
stöðvarinnar voru þar á meðal að
minnsta kosti tveir af þeim fjórum
mönnum sem lögregla hafði lýst
eftir, grunuðum um að hafa komið
sprengjunum fyrir. Einn fjórmenn-
inganna var handtekinn í Birming-
ham á miðvikudag.
Samkvæmt heimildum frétta-
vefs BBC eru þessir tveir menn
þeir sem eftirlýstir voru fyrir að
hafa reynt að sprengja heimatil-
búnar sprengjur í strætisvagni á
Hackney Road og í jarðlest við
Oval-stöðina á fimmtudeginum
fyrir rúmri viku.
Þá handtók lögregla einnig
tvær konur á Liverpool Street-
lestarstöðinni í miðborg Lund-
úna í gær. Stöðin var rýmd er
handtökurnar fóru fram. Að
sögn vitna stóð önnur konan í
biðröð í lestina til Stansted-flug-
vallar er lögreglumenn skelltu
henni í gólfið. Ekki lá fyrir hvort
talið væri að hinar handteknu
tengdust sprengjutilræðunum.
Íbúðarblokkirnar þar sem
hinir grunuðu voru handteknir
eru í Notting Hill-hverfinu. Í
grennd við aðra þeirra er garð-
ur þar sem sprengja fannst í
bakpoka um síðustu helgi. Sá
fundur vakti grun um að
sprengjumennirnir hefðu verið
fimm en ekki fjórir.
Sky News-stöðin greindi
einnig frá því að einn maður enn
hefði verið handtekinn í Hack-
ney í Austur-Lundúnum, en það
var í því hverfi sem reynt var að
sprengja sprengju í tveggja
hæða strætisvagni 21. júlí.
Á fimmtudag handtók lög-
regla níu menn í áhlaupi á hús í
Tooting-hverfi í suðurhluta
borgarinnar. Alls eru nú 20
manns í haldi í tengslum við
rannsókn sprengjuárásanna.
audunn@frettabladid.is
Flytur sig um set:
Mun heita
Rökkurbarinn
SKEMMTANALÍFIÐ Öldurhúsinu
Kaffi Austur-
stræti var
lokað fyrir
fullt og allt í
gær en eig-
andi þess
ætlar að
flytja starf-
semina yfir í
H a f n a r -
stræti. Nýr
staður mun
heita Rökkur-
barinn og
verður á bak
við Gauk á
Stöng. „Ég stefni að því að hafa
annað yfirbragð á nýja staðn-
um,“ segir Óskar Örn Ólafsson.
Hann vonast þó til þess að halda
í flesta fastakúnnana. „Ég hef
ekkert yfir þeim að kvarta.“
Óskar missti leiguhúsnæðið í
Austurstræti og keypti þetta
húsnæði. „Ég býst við að vera
þar næstu áratugina.“ - grs
RÁÐHERRA Á TOPPNUM Sigríður Anna
Þórðardóttir ráðherra uppi á Hvannadals-
hnúki.
Hvannadalshnúkur:
Mælingunum
er loki›
UMHVERFI Störfum mælinga-
manna sem vilja fá endanlega
niðurstöðu á það hve hár
Hvannadalshnúkur er lauk í
gær stuttu eftir klukkan tvö og
nú taka útreikningar við. Búist
er við að niðurstaða þeirra liggi
fyrir á miðvikudaginn í næstu
viku.
Mælingar stóðu yfir í rúma
tvo sólarhringa. Tveir voru að
störfum uppi á jöklinum og þrír
voru á jörðu niðri.
Sigríður Anna Þórðardóttir
umhverfisráðherra fór upp á
jökulinn í gær og lauk mælinga-
störfum.
- grs
Fréttablaðið:
Kemur næst út
á flri›judag
ÚTGÁFA Fréttablaðið kemur næst út
þriðjudaginn 2. ágúst.
Upplýsingar vegna dreifingar
blaðsins er hægt að fá í síma 550
5000 í dag frá kl. 8 til 18.
Afgreiðsla og skiptiborð
Fréttablaðsins í Skaftahlíð verður
lokuð í dag og á morgun en opin á
mánudag frá klukkan 11 til 16. ■
Flóð á Indlandi:
Yfir sjö-
hundru› látnir
BOMBAY, AP Nær 750 hafa látist í
flóðum af völdum monsúnrign-
inganna í Bombay og nágrenni á
um það bil einni viku. Aldrei
hafa fleiri látist á þessum slóð-
um í monsúnflóðum, að sögn
ráðamanna í héruðunum.
Björgunarmenn leita nú að
líkum og þykir nær öruggt að
mun fleiri fórnarlömb flóðanna
muni finnast á næstu dögum. Á
fimmtudaginn var rigningin svo
mikil að nær metra þykkt vatns-
lag lagðist yfir götur Bombay.
Stór hluti rigningarinnar kom á
örfáum klukkutímum svo að
vegir breyttust í beljandi stór-
fljót og skriður eyðilögðu
fjöldamörg heimili. ■
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
27.530 kr.
á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára.
Innifalið: Flug, gisting á Paraiso í 7 nætur 4. eða
11. janúar og flugvallarskattar.
39.530 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
Netver› frá
Kanarí
-frábær tilboð í allan vetur!
Jólaferðir 17. 19. 20. 21. og 29. desember
Netverð frá:46.199 kr.
á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist
saman. Innifalið er flug, gisting á Paraiso í 8 nætur 21. des.
og flugvallarskattar.
53.130 kr. á mann ef 2 ferðast saman.
SPURNING DAGSINS
Frosti, fraustu flegar flú fékkst
fréttirnar?
„Ég er alveg svellkaldur.“
Frosti Bergsson er skattakóngurinn í ár og þarf að
greiða 123 milljónir króna í skatt.
LEIDDUR Á BROTT Á þessari mynd úr sjónvarpi sjást lögreglumenn hylja andlit eins þeirra manna sem þeir handtóku í Notting Hill í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Á LEIÐ Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM
Þessar bráðhuggulegu ungu stúlkur voru á
leiðinni til Vestmannaeyja um níuleytið í
gærkvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
SÍÐASTA KVÖLDIÐ
Hinu alræmda Kaffi
Austurstræti var lokað
eftir gærkvöldið og
flytur það í Hafnar-
stræti.
GEIR HAARDE FJÁRMÁLARÁÐHERRA „Hátæknisjúkrahús kostar á fjórða tug milljarða eða
um helming þess sem fékkst fyrir Símann.“