Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 54
Þótt mörgum finnist það alls ekki dömulegt að klæðast gallabuxum er það samt engin lygi að gallabuxur hafa sjaldan verið vinsælli. Síðasta vetur fór að bera á niðurmjóum gallabux- um, ekki ósvipuðum og pönkararnir voru svo hrifnir af í lok áttunda ára- tugarins. Þótt tískuspekúlantar hafi veðjað á þetta trend var hinn venju- legi borgari lengi að taka við sér. Al- menningur sá þetta trend ekki út frá fagurfræðilegu sjónarhorni. Nú er hins vegar annað hljóð í tísk- upæjum og þegar stjörnurnar eru skoðaðar fíla þær niðurmjóu galla- buxurnar vel. Það kemur virkilega á óvart ef niðurmjóar gallabuxur verða ekki aðalbuxurnar þegar það fer að kólna. Þær koma í ýms- um þvottum og litum og er svarti liturinn frekar kúl, enda bætir hann einhverju við fataskápinn hjá flestum. Sænska gallabuxna- merkið Acne er á mikilli siglingu en það var með þeim fyrstu sem kynntu þetta trend. Íslendingar hafa tekið gallabuxunum afar vel en þær fást í versluninni Centrum í Kringlunni. Í verslun- inni Trilogia á Laugavegi er klárlega flott afbrigði af niður- mjóum gallabuxum en þær eru með örlítilli teygju. Þær koma í nokkrum litum eins og svörtum, hvítum, ferskjulituðum og kop- arbrúnum. Margar konur velta því örugglega fyrir sér hvernig eigi að nota herlegheitin. Númer eitt er málið að vera í flottum topp við sem má vera svolít- ið víður og jafnvel í vesti yfir. Þessar gallabuxur fara líka vel við rúllu- kragapeysur og ekki skemmir að bæta nokkrum hálsfest- um við. Meðan sólin leikur við landann er málið að vera í opnum fallegum skóm, ýmist flatbotna eða með hæl og leyfa galla- buxunum að krumpast um öklann. Þegar hita- stigið lækkar koma stígvél sterk inn og eru þau höfð utan yfir buxurnar. Svo má náttúrlega nota bux- urnar innan undir stutta kjóla, breið belti og rokkaralega leður- jakka. Varist þó að fara pönkleiðina því tíska hundaóla og annarra tóla sem þóttu smart á pönktímanum er komin niður fyrir frostmark. martamaria@frettabladid.is Útilegutískukrísa Verslunarmannahelgin hefur aldrei skipað sérstakan sess í lífi mínu og ég er búin að fatta að ég vil vera í Reykjavík þegar ,,allir“ leggj- ast í svefnpoka. Auðvitað datt ég í ferðagírinn á mínum yngri árum enda ekki á hverjum degi sem maður gat farið í foreldralaus ferða- lög. Ég fór til dæmis nokkrar helgar til Akureyrar, mig minnir að hátíðin hafi heitið ,,Halló Akureyri“, og svo hef ég farið til Eyja. Í fyrsta skipti sem ég fór til Akureyrar um verslunarmannahelgi hélt ég að við vinkonurnar værum að fara í útilegu enda ekki hægt að halda annað þar sem við gistum í tjaldi. Þegar ég mætti í tjaldið (sem var tjaldað á ,,besta“ stað á stóra tjaldstæðinu á Akureyri) degi seinna en hinar vinkonurnar brá mér ískyggilega. Fortjaldið var fullt af háhæluðum pæjuskóm og þegar ég kom inn í tjaldið héngu þar sparikjólar og kápur. Ef mig minnir rétt var ein að reyna að mála sig þarna í appelsínugulu tjaldbirtunni. Gáfulegt! Í fyrstu fannst mér mjög lélegt af vinkonunum að segja mér ekki frá ,,dresskódinu“ sem ríkti í þessari ferð. Þegar fólk kemst á unglingsaldur á það til að ruglast pínulítið, þá sérstaklega í klæðaburði, og sumir eru ekki alveg dómbærir á hvað sé við hæfi og hvað ekki. Um daginn fór ég á tónleika. Þar var hers- ing af unglingsstelpum sem voru í allt of stuttum pilsum, engum sokkabuxum og flegnum toppum. Slíkur klæðaburður flokkast undir tískuslys. Ég ætlaði að fara að hneyksl- ast á því hvar mæðurnar hefðu eiginlega verið þegar dömurnar yfirgáfu heimili sín á leið á tónleika og af hverju þær hefðu ekki gripið í taumana. En svo gerði ég mér grein fyrir því að mömmurnar eru kannski ekki sérlega áhrifamiklar og þær flokkast ekki undir tískufyrirmyndir þegar maður er þrettán ára. Þegar öllu er á botninn hvolft er kannski óþarfi að hafa of miklar áhyggjur. Yfirleitt vitkast konur um tvítugt og fatta hvenær þær eiga að vera í hverju. Hjá sumum gerist það síðar. Flestar mæður hafa samt nokkurn veginn sans fyrir því hvað má og hvað má ekki. Ég var ekkert skárri, ég hefði mætt í hælaskóm á drullusvaðið á tjaldstæðinu ef ég hefði bara vitað hvernig vinkonurnar ætluðu að vera. Það rennur alltaf upp sá dag- ur að fólk fatt- ar að útivistar- föt eru ekkert það alljótasta. MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN 38 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY IM AG ES O G V AL LI Pönklegum áhrifum blanda› vi› dömuleg nútíma klæ›i TÖFFARALEGAR Trilogia á Laugavegi er með mikið úrval af niðurmjóum gallabuxum. ACNE JEANS eru frá Svíþjóð. Gallabux- urnar frá merkinu hafa slegið í gegn. Centrum Kringlunni ALLTAF JAFN FÖGUR Claudia Schiffer andlit Mango 2005 er fönguleg í niðurmjóum gallabuxum. FATAHÖNNUÐURINN Meghan Fabolous er meðlimur í skvísufélaginu. GULLBRÚNAR galla- buxur frá Trilogiu á Laugavegi. PÖNKLEGAR Acne Jeans voru meðal þeirra fyrstu sem þorðu að stíga skrefið til fulls. BRASILÍSKA ÚTGÁFAN Veit ekki hvort þessar myndu henta á Íslandi en þetta er hugmynd. Á ÝMSAN HÁTT Erlendu stjörnurnar elska niðurmjótt. Þær eru bæði flottar við stígvél og hælaskó. Sjóðheitt sixtís Förðun í anda sjöunda áratugarins kemur sterk inn með haustinu. Einn helsti innblástur stærstu tísku- hönnuðanna fyrir haust og vetur er „60s Mood“ og því kemur förðun í stíl í kjölfarið. Helstu ein- kenni 60s-förðunar eru mikill augnskuggi og gervi- augnhár en létt húðlitað gloss á varirnar. Nú er verið að ráðast í gerð myndar um Edie Sedgwick, sem varð fræg í New York á sjöunda áratugnum sem ein af „súperstjörnunum“ í fylgd- arliði Andy Warhol. Mjög líklegt þykir að mikið „sixtís-æði“ brjótist út um það leyti sem myndin kemur í kvikmyndahús. TWIGGY er ásamt Edie Sedgwick holdgervingur 60s-tískunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.