Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 24
SVAVAR OG BERGLIND Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Hasler eru tveir þriðju af hljómsveitinni Skakkamanage og tveir af fimm
skipuleggjendum Krútthátíðarinnar.
24 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Iceland Fashion Week
er skemmdarverk
Linda Björg Árnadóttir, fatahönnu›ur og umsjónarma›ur fatahönnunardeildar
Listaháskóla Íslands, er afar ósátt vi› tískuvi›bur›inn Iceland Fashion Week.
Marta María Jónasdóttir hitti Lindu og fékk a› vita af hverju flessi óánægja stafar.
Tískuviðburðurinn IcelandFashion Week var haldinnþarsíðustu helgi af Kol-
brúnu Aðalsteinsdóttur. Sýningin
er umdeild en Linda Björg Árna-
dóttir, umsjónarmaður fatahönn-
unardeildar Listaháskóla Íslands,
segir sýninguna gefa skakka
mynd af íslenskri hönnun og hún
sé hönnuðum ekki til framdráttar.
,,Tískuvika í hverju landi er
skipulögð af fagfólki til þess að
kynna vöru viðkomandi lands
fyrir tískupressunni og kaupend-
um. Það að ein manneskja ákveði
að kaupa réttinn á ,,Iceland
Fahion Week“ og selji erlendum
blaðamönnum og bransafólki þá
hugmynd að um hefðbundna
tískuviku sé að ræða, eins og
skipulagðar eru um allan heim, er
fáránlegt og einfaldlega skemmd-
arverk fyrir ímynd íslenskrar
fatahönnunar. Þessum útlending-
um sem Kolbrún hefur boðið hing-
að á tískusýningar í gegnum tíð-
ina hefur misboðið hvernig staðið
hefur verið að sýningunni.
Iceland Fashion Week er einfald-
lega hallærislegur viðburður og
það er fyrst og fremst þess vegna
sem fólk hætti við að vera með,“
segir Linda Björg. Hún hefur
ákveðnar skoðanir á því hvernig
eigi að standa að tískuviðburðum
á borð við Iceland Fashion Week.
Henni finnst að Fatahönnunar-
félag Íslands ætti að standa að
viðburðinum og innan þess þyrfti
að starfa fagráð sem myndi velja
efnilega hönnuði á sýninguna.
,,Fagráðið þarf að vera skipað
fólki sem hefur reynslu af tísku-
iðnaðnum og þekkingu á því
hvernig eigi að skipuleggja svona
sýningar. Það eru nokkrir aðilar á
Íslandi sem hafa þessa reynslu, til
dæmis Steinunn Sigurðardóttir
fatahönnuður sem starfaði lengi
erlendis.“
Það þarf að taka fagið alvarlega
Linda Björg hefur lengi verið
ósátt við tískuviðburðinn Iceland
Fashion Week. Hún segist hafa
fylgst með verkum Kolbrúnar Að-
alsteinsdóttur í gegnum tíðina og
oft hugsað með sér hvenær þessi
vitleysa myndi taka enda. Hún er
gáttuð á því að íslensk fyrirtæki
skuli hafa verið reiðubúin að
leggja fé í þetta verkefni allan
þennan tíma.
,,Ég er búin að svitna yfir
þessu dæmi í mörg ár og hef ráð-
lagt nemendum mínum að taka
ekki þátt í þessu. Fatahönnunar-
félagið er einnig búið að gefa út
yfirlýsingu þess efnis að það sé
ekki í samstarfi við hana. Til að
gera þetta almennilega þyrfti að
halda samkeppni og svo yrðu
nokkrir hönnuðir valdir úr til að
sýna. Það á ekki bara að smala
þeim saman sem vilja vera með.
Það virkar ekki.“ Linda Björg
bendir á að Fatahönnunarfélag Ís-
lands sé mjög ungt og það skipti
miklu máli að hlutirnir séu kynnt-
ir á réttan hátt.
,,Þetta er fag og það er fullt af
fólki sem vinnur við það. Úti í
heimi er tíska stór iðngrein og það
er mikið af peningum í húfi, sem
gerir það að verkum að fólk tekur
fagið alvarlega. Það útskrifast
núna tíu fatahönnuðir á ári frá
Listaháskóla Íslands. Annað hvort
verða þeir að fara út í heim að
vinna eða gera eitthvað sjálfir.
Þetta er rétt að byrja og það þarf
að skapa góða ímynd í upphafi.
Þetta er ekki lítið mál og léttvægt,
heldur mjög alvarlegt,“ segir
Linda Björg og bætir við:
,,Útflutningsráð er að gera
marga góða hluti fyrir íslenska
hönnuði. Það leigir sýningarrými í
París á meðan á tískuviku stendur
svo hönnuðir hafi tækifæri til að
sýna vöru sína án þess að borga
fyrir það. Það þurfa að vera fleiri
styrkir í boði fyrir hönnuði. Í
Hollandi og Belgíu hafa sprottið
upp margir frægir hönnuðir í
seinni tíð. Þessum þjóðum hefur
tekist að skapa eigin stíl í hönnun
og eru Viktor og Rolf gott dæmi
um það, en þeir eru stærstu
stjörnurnar á síðasta áratug. Þeir
hafa verið styrktir af hollenska
ríkinu í mörg ár. Það þarf að vera
fagráð sem ráðleggur hverja eigi
að styrkja. Það þarf að búa til ein-
hvers konar langtíma áætlun um
það hvernig eigi að styðja við bak-
ið á hönnun á Íslandi. Hingað til
hefur styrkjum verið úthlutað á
víð og dreif og það vantar opin-
bera stefnu varðandi framþróun
hönnunar á Íslandi. Hönnuðir eru
ekki langlífir á Íslandi vegna þess
að þeir komast aldrei upp á næsta
stig.“
martamaria@frettabladid.is
LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR Hefur varað nemendur sína við að taka þátt í Iceland
Fashion Week.
Mice Parade er eitt af aðalsmerkj-
um bresku hljómplötuútgáfunnar
Fat Cat, sem meðal annars hefur
gefið út hljómsveitir á borð við
Sigur Rós, Múm og Animal
Collective. Adam Pierce, for-
sprakki Mice Parade, hefur á
skömmum tíma þróað sveit sína
frá eins manns hljóðversverkefni
yfir í magnaða sjö manna tón-
leikasveit þar sem austrænum og
afrískum áhrifum er blandað
saman við klassískan gítar og
hljóðgervil.
„Við fengum þessa hugmynd út
úr ferðalagi sem við áttum á Snæ-
fellsnesi um páskana,“ segir
Svavar Pétur Eysteinsson úr
hljómsveitinni Skakkamanage,
sem er einn af aðstandendum há-
tíðarinnar. „Við ætluðum að halda
risastóra hátíð en á leiðinni til
baka föttuðum við að það er ekk-
ert gaman. Við ákváðum að búa til
litla hátíð og kalla hana krútt.“
Tónleikar verða haldnir í Lýsu-
hóli bæði á föstudags- og laugar-
dagskvöldið þar sem meðal ann-
ars koma fram auk Mice Parade,
hljómsveitirnar Hudson Wayne,
Reykjavík!, Skátar, Kimono og
Skakkamanage. Myndlistarsýning
verður opnuð í hesthúsinu á Lýsu-
hóli klukkan 15.00 á laugardegin-
um strax að loknu sund-
laugarpartíi sem byrjar snemma
morguns sama dag. Þar heldur
ónefndur plötusnúður sundfólk-
inu við efnið.
Á meðal þeirra fimmtán mynd-
listarmanna sem eiga verk á há-
tíðinni eru Pétur Már Gunnars-
son, Elsa D. Gísladóttir, Berglind
Ágústsdóttir og Hugleikur Dags-
son. Miðasala á hátíðina fer fram í
verslun 12 Tóna, plötubúð Smekk-
leysu og á Hótel Búðum á Snæ-
fellsnesi en aðeins 500 miðar
verða í boði. Miðaverð er 3.900
krónur og þar er innifalið verð á
tjaldstæðinu á Lýsuhóli. Miðahaf-
ar fá einnig afslátt í rútu hjá Sæ-
mundi frá BSÍ.
freyr@frettabladid.is
Krútthátí› á Snæfellsnesi
Listahátí›in Krútt ver›ur haldin á L‡suhóli á Snæfellsnesi helgina 5.-7. ágúst. Á
hátí›inni koma fram fánaberar íslenskrar framúrstefnu í myndlist og tónlist auk
bandarísku hljómsveitarinnar Mice Parade.
„Við lékum fyrir hundrað manns á
Hvammstanga um síðustu helgi
og það ætlaði allt um koll að
keyra,“ segir leikarinn Gunnar
Björn Guðmundsson um „trúða-
sýninguna“ Dauði og jarðarber
sem hann og Snorri Engilbertsson
flakka með um landið í sumar.
Samstarf Snorra og Gunnars
Björns hófst á trúðanámskeiði hjá
leikstjóranum Ágústu Skúladótt-
ur. „Ágústa kynntist trúðavinnu í
skóla hjá Philippe Guillier í
Frakklandi og hefur mikla
reynslu á þessu sviði. Við erum
ekki að leika afmælistrúða sem
mæta í partí með slaufu og rauða
hárkollu heldur er þetta leikstíll í
anda Charlie Chaplin og gömlu
meistaranna. Upp úr námskeiðinu
tókum við ákvörðun um að gera
sýningu í samvinnu við Ágústu og
eftir hálfs árs æfingatímabil kom
út þessi klukkutíma langi grín-
harmleikur.“
Dauði og jarðarber fjallar um
tvo sígaunabræður sem hafa búið
hjá ömmu sinni alla ævi en for-
eldrar þeirra stungu af til að
freista gæfunnar sem listamenn
úti í heimi. „Til að amman missi
ekki drengina frá sér reynir hún
að bæla niður listræna hæfileika
þeirra. Leikritið hefst svo þegar
amman er dauð og þá tekur
sígaunaeðlið völdin.“
Hver sýning byggist á sam-
bandi trúðanna við áhorfendur
hverju sinni. „Við erum ekkert að
angra áhorfendur með því að
draga fólk upp á svið en trúðurinn
hefur alltaf tilhneigingu til að elta
hláturinn í salnum og reyna
þannig að ganga í augun á áhorf-
endum. Það einkenni trúðsins
gerir sýninguna lifandi og breyti-
lega hverju sinni.“
Félag flóna, en það kallast hóp-
urinn sem kemur að sýningunni,
skemmtir á Flúðum, Kirkjubæjar-
klaustri og Sólheimum í Grímsnesi
um verslunarmannahelgina og
verður svo á Fiskideginum mikla á
Dalvík 6. ágúst. Áætlað er að
nokkrar sýningar á Dauða og jarð-
arberjum verði í Reykjavík í sept-
ember en eftir það heldur Snorri
út til Frakklands í leiklistarskóla
Philippe Guillier til að kynna sér
enn betur vinnuaðferðir trúðsins.
DAUÐI OG JARÐARBER Gunnar Björn Guðmundsson og Snorri Engilbertsson trylla
landsmenn í sumar með „trúðasýningunni“ Dauði og jarðarber.
Flón flakka um landi›