Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 18
„Ég ætla að kalla saman vini mína
og fjölskyldu, lyfta með þeim
glasi og gefa þeim jarðarber og
súkkulaði,“ segir Kolbrún Hall-
dórsdóttir, alþingismaður og leik-
stjóri, sem verður fimmtug á
morgun. „Mér finnst þessi tíma-
mót þess virði að halda upp á
þau.“
Eftirminnilegasta afmælið sitt
segir Kolbrún hafa verið þegar
hún varð 29 ára árið 1984, en þá
var hún á leið til Atlavíkur að
skemmta með leikhópnum sínum
Svart og sykurlaust. „Við vorum
að keyra að norðan til Atlavíkur
aðfaranótt 31. júlí,“ rifjar hún
upp. Við vorum á ferlega fyndn-
um bíl, 20 ára gömlum Volvo sem
var blanda af rútu og mjólkurbíl
og var málaður gulur og svartur.
Rétt eftir miðnætti ókum við yfir
brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í
miðnætursól og gullfallegu veðri.
Þá var bíllinn skyndilega stöðvað-
ur úti á miðri brú, út úr bílnum
dregin ferðataska sem í leyndist
silkiteppi, dýrindis kampavín og
góðir vindlar og það var slegið
upp kampavínsveislu á miðri
brúnni.
Mér hefur aldrei verið komið
jafn mikið á óvart og afmælið mitt
hefur aldrei verið jafn dramat-
ískt,“ segir Kolbrún. „Mér hefur
alltaf fundist ég vera að endur-
taka þennan afmælisdag og er því
í rauninni bara 29 ára,“ bætir hún
hlæjandi við.
Kolbrún er í óðaönn þessa dag-
ana við að setja söngleikinn Kab-
arett á fjalirnar en verkið verður
frumsýnt í næstu viku. Hún hefur
þó ekki hugsað sér að setja það
upp í Atlavík í ár. „Felix Bergs-
son, einn af aðalleikurunum mín-
um, verður reyndar á Neistaflugi
og hver veit hverju hann tekur
uppá,“ segir Kolbrún, sem ætlar
að njóta lífsins í höfuðborginni
þessa verslunarmannahelgi. ■
18 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR
OTTO VON BISMARCK (1815-1889)
lést þennan dag.
KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR FIMMTUG Á MORGUN
Er í rauninni bara 29 ára
„Lög eru eins og pylsur, það er betra að sjá
ekki hvernig þau eru búin til.“
Otto von Bismarck var fyrsti kanslari Þýskalands.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Guðlaug Stefánsdóttir, Hrafnistu, áður
til heimilis í Búðargerði 3, Reykjavík, lést
miðvikudaginn 20. júlí. Útförin hefur far-
ið fram í kyrrþey.
Elsa Kristín Guðlaugsdóttir frá Vest-
mannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ fimmtudaginn 28. júlí.
JAR‹ARFARIR
10.30 Þormóður Birgisson stýrimaður,
Laugavegi 5, Siglufirði, verður
jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju.
Lyfjafyrirtækin sem settu lyfið Talídó-
míð á markað í Bretlandi samþykktu
þennan dag árið 1973 að borga yfir
tuttugu milljón punda í skaðabætur
til þeirra sem hlutu fæðingargalla
vegna lyfsins. Baráttan við fyrirtækin
hafði þá staðið í ellefu ár.
Yfir 400 börn breskra mæðra sem
tóku lyfið á meðgöngu áttu að njóta
bótanna frá fyrirtækinu Distillers
Company sem markaðssetti þetta
þýskframleidda lyf.
Talídómíð var upphaflega svefnlyf,
róandi lyf og kvíðastillandi lyf, sem
byrjað var að nota árið 1955. Það
þótti hafa lítil eituráhrif og blíða verk-
un. Talídómíð var í raun illa rannsakað lyf bæði í
dýratilraunum og til lækninga, en var engu að síð-
ur auglýst af mikilli áfergju. Til
dæmis var mælt með því handa
þunguðum konum sem lyfi gegn
meðgönguógleði. Talídómíð náði
því ótrúlegri útbreiðslu en árið
1961 varð ljóst að lyfið gat í venju-
legum skömmtum valdið alvarleg-
um skemmdum í úttaugakerfi og
hörmulegum fósturskemmdum.
Þúsundir barna víða um heim
fæddust á þessum árum með van-
skapaða útlimi.
Talídómíð var því víðast tekið af
markaði og notkun þess bönnuð.
Síðan þá hefur lyfið verið rannsak-
að betur og er nú notað á ný í öðr-
um tilgangi en það þykir gefa góða raun hjá ýms-
um sjúklingum með krabbamein.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1797 Biskup er vígður í fyrsta
sinn hér á landi í 120 ár.
Geir Vídalín er vígður bisk-
up í Skálholtsbiskupsum-
dæmi.
1874 Kristján níundi Danakon-
ungur stígur á land í
Reykjavík. Þetta er í fyrsta
sinn sem ríkjandi konung-
ur sækir Ísland heim.
1951 Örn Clausen setur Norður-
landamet í tugþraut.
1966 Englendingar verða heims-
meistarar í knattspyrnu.
1991 Luciano Pavarotti fagnar 30
ára óperuferli sínum með
tónleikum í Hyde Park í
London.
1998 Hús Nýja bíós við Lækjar-
götu eyðileggst í bruna.
2000 Haraldur Noregskonungur
vígir stafkirkju í Vestmanna-
eyjum.
Vansköpu› börn fá ska›abætur
Tilkynningar um merkisat-
bur›i, stórafmæli, andlát og
jar›arfarir
í smáletursdálkinn hér a›
ofan má senda á netfangi›
timamot@frettabladid.is.
Augl‡singar á a› senda á
auglysingar@frettabladid.is
e›a hringja í síma
550 5000.
KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Hefur aldrei verið komið jafn mikið á óvart og á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum árið 1984.
Þökkum samhygð og vinarhug vegna andláts
Ástu Kristínar Erlingsdóttur
grasalæknis.
Baldvin Einarsson, Ásthildur Einarsdóttir, Einar Logi
Einarsson, Ólöf Einarsdóttir, Jón Einarsson, tengdabörn,
barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
Sigríður Elísabet Tryggvadóttir
Skúlagötu 72, Reykjavík,
andaðist á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, 19. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Starfsfólki Landspítala Háskólasjúkrahúss, Fossvogi, deild B-2,
þökkum við yndislega umönnun.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Rauða kross Íslands.
Tryggvi Þórisson Hólmfríður Jóhanna Steinþórsdóttir
Þóra Guðrún Þórisdóttir Símon Þór Bjarnason
Sigríður Kristín Þórisdóttir Hafsteinn Viðar Hafsteinsson
Elísabet Jónína Þórisdóttir Alfred Júlíus Styrkársson
Ömmubörn og systur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma, dóttir, systir og mágkona,
Sigurbjörg Ámundadóttir
Kristnibraut 77, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, mánudaginn 25. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudag-
inn 2. ágúst kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Gunnar Þorsteinsson
Ingi Þór Hauksson Hugrún Ösp Egilsdóttir
Þorsteinn Gunnarsson Inga Lillý Brynjólfsdóttir
Einar Gunnarsson
Ísak Örn Ingason
Lovísa Ósk Ingadóttir
Ámundi Reynir Gíslason Inga Lovísa Guðmundsdóttir
Guðlaug Anna Ámundadóttir Snorri Böðvarsson
Ásdís Ámundadóttir Kjartan H. Bjarnason
Guðmundur Ámundason Elisabet Siemsen
Ámundi Ingi Ámundason Hanna Guðrún Daníelsdóttir
Reynir Ámundason Guðrún Halldóra Sigurðardóttir
verður áttræð
mánudaginn 1. ágúst.
Hún tekur á móti gestum á heimili
sínu sunnudaginn 31. júlí frá kl. 14:00.
Anna Ingibjörg
Eiðsdóttir
Syðstabæ, Hrísey,
www.steinsmidjan.is
Auður Sveinsdóttir Lax-
ness er 87 ára.
Sigurður Pálsson
skáld er 57 ára.
Emil Gunnar Guðmundsson
leikari er 51 árs.
Árni Sigfússon
bæjarstjóri er 49 ára.
Árni Þór Sigurðsson
borgarfulltrúi er 45 ára.
Arnór Guðjohnsen
er 44 ára.
Séra Þórhallur Heimis-
son er 44 ára.
Björg Melsted
myndlistarkona er 33 ára.
Tryggvi Guðmundsson
knattspyrnumaður er 31
árs.
AFMÆLI
30. JÚLÍ 1973
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N