Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 27
3LAUGARDAGUR 30. júlí 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Á ferðinni um verslunarmannahelgina Þessi helgi verður stærsta ferðahelgi ársins. Stór hluti landsmanna bregður sér af bæ til að taka þátt í skipulögðum og óskipulögðum há- tíðahöldum, eða til að njóta samvista með vinum og vandamönnum. Margir eru strax farnir að hlakka til og sumir hafa verið að skipu- leggja helgina í heilt ár, vonandi þó bara í hjáverkum. Því miður kennir sagan okkur að við megum búast við óhöppum í umferðinni þegar svo margir eru á ferðinni, svo langt og svo hratt. Til að minnka líkurnar á þeim getum við sameinast um nokkrar reglur sem eru til þess fallnar að koma öllum klakklaust að heiman og heim aftur. Fyrst og fremst er bannað að flýta sér. Það er ekkert atriði að koma tíu mínútum fyrr á áfangastað og þess vegna höldum við framúrakstri í algjöru lágmarki. Fyrir þá sem verða endilega að keppast við klukk- una má benda á þann möguleika að fara fyrr af stað. Það er rétt að taka sér góðan tíma í ferðalagið, njóta ferðarinnar og halda bili á milli bíla. Við getum líka huggað okkur við að á jöfnum og hóflegum hraða eyð- um við minna eldsneyti og ekki er vanþörf á, á þessum síðustu og verstu. Í öðru lagi ætlum við að taka tillit til annarra sem eru á ferðinni. Það felur til dæmis í sér að þeir sem vilja ferðast í rólegra lagi ættu að víkja reglulega út í kant til að hleypa fram úr sér. Þannig myndast ekki hægfara bílalestir og við losnum við langan framúrakstur. Í þriðja lagi þá keyrir enginn eftir að hafa drukkið áfengi. Ekki einu sinni eftir nokkra sopa. Það er ekki nóg að vera sama um sjálfan sig í umferðinni, því að maður ber líka ábyrgð gagnvart öðrum sem eru á ferðinni. Í fjórða lagi notum við beltin, tölum ekki í síma undir stýri, gefum stefnuljós og högum ferðahraða eftir aðstæðum. Án þess að ég skilji almennilega af hverju, virðist vera línuleg fylgni á milli fjölda bíla í umferðinni og þess, hversu hægt hún fer. Lát- um það ekki fara í taugarnar á okkur og enn síður þó að við lendum á eftir einhverjum sem fer örlítið hægar en við gætum hugsað okkur að fara. Með því að taka höndum saman og taka umferðinni af stóískri ró getum við minnkað stórlega líkurnar á slysum um næstu helgi. Og alla aðra daga ársins líka. Á leið minni um Svínahraunið í vikunni blasti við mér minnisvarði um þann fjölda sem hefur látið lífið í umferðinni það sem af er árinu. Er ekki algjör óþarfi að hækka þá tölu? ■ Yfir hóla og hæðir á sérsmíðuðu tryllitæki Torfærukappinn Daníel Ingi- mundarson segir torfæruna skemmtilega íþrótt sem ætti að falla flestum í geð. Daníel Ingimundarson er torfæru- kappi sem keppir á bílnum „Green thunder 2“ sem er bíll sem hann smíðaði sjálfur frá grunni, eins og gjarnan tíðkast í torfærunni. „Ég byrjaði að keppa í torfæru árið 1998 en þá keypti ég bara gamlan bíl og keppti á honum í götubílaflokki, með misjöfnum árangri. Fjórum árum seinna ákvað ég að færa mig um set og fara í sérútbúna flokkinn og þá smíðaði ég Green thunder 2, en götubíllinn minn hét líka Green thunder,“ segir Daníel. Nafnið á bílnum segir hann einfaldlega hafa komið frá konunni hans og hafi nú sennilega mest með litinn á bílnum að gera. „Það er lítið hægt að undirbúa sig fyrir keppni, helst að maður taki einn rúnt á bílnum til að ganga úr skugga um að allt virki. Þegar mað- ur er búinn að spenna á sig beltið og setja upp hjálminn er maður tilbú- inn að keppa,“ segir Daníel og hlær. Hann segir torfæruna hafa átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið og hafa keppnum farið fækkandi. „Því miður hefur það verið erfitt að ná athygli fólks, sem er miður þar sem þetta er svo skemmtileg íþrótt. En ég hvet fólk til að kynna sér tor- færuna,“ segir Daníel en á vefsíðu hans greenthunder.tk er að finna ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt um torfæruíþróttina. „Þetta er alíslensk akstursíþrótt og hefur hún smitast yfir til Norð- urlandanna. Til stóð að halda heims- meistarakeppni í Noregi í næsta mánuði en henni hefur verið frestað vegna skipulagsklúðurs hjá mótshöldurum þar,“ segir Daníel sem er að vonum svekktur yfir að komast ekki í keppni utanlands. „Það kemur að því að maður ke,st út, það er mun skemmtilegra að keppa erlendis, miklu betri brautir og gryfjur sem fara ekki illa með dekkin,“ segir Daníel. ■ Daníel Ingimundarson hendist yfir vatnið á green thunder. Bíllinn green thunder í lausu lofti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J AK FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J AK RESCUE ME MIÐVIKUDAGA KL. 21:00 SIRKUS ER KOMINN Í LOFTIÐ! Porsche er þekkt fyrir kraftmikla sport- bíla eins og 911 Carrera. Nýr sportbíll PORSCHE LEGGUR MIKLA FJÁRMUNI Í NÝJAN SPORTBÍL SEM MUN TIL DÆMIS KEPPA VIÐ ASTON MARTIN. Þýski bílaframleiðandinn Porsche ætlar að leggja milljarð evra í þróun fjögurra dyra sportbíls sem kemur á götuna árið 2009. Nýi fólksbíllinn gengur undir heitinu Panamera og verður fjórða grunnmódel Porsche sem fer í framleiðslu en hin þrjú eru 911, Boxster og Cayenne. Mikinn tíma hefur tekið að þróa bílinn og mikil leynd hvílir yfir honum en eitt er þó ljóst – bíllinn mun rúma fjóra fullorðna og farangur sem fylgir þeim. Lexus GS300 árgerð 2006. Lexus lúxus í Japan EFTIR 16 ÁR Í SÖLU ER LEXUS LÚX- USMERKIÐ KOMIÐ Í SÖLU Í JAPAN Lúxusmerkið Lexus hjá Toyota var kynnt í Japan fyrir skemmstu þegar þrjár tegundir voru frumsýndar, sext- án árum eftir að merkið var fyrst kynnt í Bandaríkjunum. Ástæða þess- arar stefnubreytingar er sú að yfir- stéttarfólk í landinu er tilbúið að eyða meiri fjármunum en áður þegar lúxusbílar eru annars vegar. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.