Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 50
30. júlí 2005 LAUGARDAGUR Lee Bowyer, hinn skapstóri leik-maður Newcastle United, segir Freddy Shepherd, stjórnarmann hjá Newcastle, hafa reynt að koma sér að hjá öðru félagi. „Það er ekki gott fyrir sjálfstraustið þegar menn vinna að því hörðum höndum að koma mér frá fé- laginu. Þótt ég hefði alveg getað hagað mér betur finnst mér ekki sjálfsagt að ég sé seldur á útsölu- verði án þess að ég sé hafður með í ráðum.“ Bowyer hefur oft verið til vandræða hjá félögunum sem hann hefur spilað með. Skemmst er að minnast þess þegar hann réðst á Kieron Dyer, samherja sinn hjá Newcastle, í leik gegn Aston Villa á síðustu leiktíð og var sektaður um 250 þúsund pund fyrir. Arsene Wenger, knattspyrnustjóriArsenal, segir Hollendinginn Robin van Persie vera að standa sig vel á undirbúningstímabilinu, en hann fékk lengra frí eftir að lögregl- an í Rotterdam hélt honum í gæsluvarðhaldi í tvær vikur fyrir ásakanir um nauðgun. „Van Persie á eftir að verða frábær knattspyrnumaður. Hann hefur alla burði til þess að verða einn besti leikmaður í ensku knattspyrnunni. Hann er að ná sér eftir mikið áfall sem þessi upplogna saga um nauðgun var. Að vera í fangelsi er erfitt fyrir alla unga menn og þessar tvær vikur voru honum virkilega erf- iðar. Ég hef séð hvernig hann er að bregðast við og hann verður klár í slaginn eftir tvær til þrjár vikur.“ Milan Baros, framherji Liverpoolog landsliðs Tékklands, hefur að undanförnu verið orðaður við brott- för frá liðinu, en hann hefur færst neðar í goggunarröðina eftir að Peter Crouch gekk til liðs við félagið. Þýska úrvalsdeild- arfélagið Schalke hefur þegar lagt fram tilboð í leik- manninn, og hef- ur Baros látið hafa eftir sér það yrði erfitt að neita þýska félaginu. „Schalke er spennandi kostur. Félag- ið mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og hefur alla burði til þess að standa sig vel heima fyrir. En ég get þó vel sætt mig við að vera áfram hjá Liverpool. Leikmannahóp- urinn er að styrkjast og ég er ekkert hræddur við samkeppnina sem myndast. Ég er tilbúinn að berjast fyrir sæti mínu hvar sem er.“ Vålerenga, lið Árna Gauts Arason-ar, mætir Club Brugge í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu ef liðið heldur forskoti sínu gegn FC Haka en Vålerenga vann fyrri viðureignina 1–0. Árni Gautur er ekki ókunnugur Meistaradeildinni þar sem hann stóð oft á milli stanganna hjá Noregsmeisturum Rosenborg í leikj- um liðsins þar. ÚR SPORTINU > Við finnum til með ... ... Garðari Jóhannssyni en norska félagið Lyn, sem í vikunni gerði KR tilboð í Garðar, hefur ákveðið að skoða betur mál hans eftir læknisskoðun Garðars hjá félaginu. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarin tvö ár og lítið getað beitt sér á knattspyrnuvellinum þar til í ár. Það yrði mikil synd ef hann gæti ekki nýtt þetta tækifæri sem honum býðst. Ekki Íslandsmet hjá Hirti Hjörtur Már Reynisson, sundkappi úr Ægi, keppti í gær í 100 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Montreal í Kanada. Honum tókst ekki að fylgja eftir Íslandsmeti sínu í 50 metra flugsundi en hann var í gær fjórðung úr sekúndu frá meti sínu er hann synti á 55,37 sekúndum. Hann var í 35. sæti af 86 keppendum. sport@frettabladid.is 34 > Við hrósum ... .... íslensku sundköppunum sem keppa nú á HM í sundi í Montreal í Kanada og þá sérstaklega Jakobi Jóhanni Sveinssyni sem í fyrrakvöld komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi. Allir íslensku keppendurnir hafa verið landi og þjóð til sóma. Dregi› var í flri›ju umfer› forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær og kennir flar ‡missa grasa fló svo a› draumaleikur margra um slag Liverpool og Ever- ton hafi ekki or›i› a› veruleika. Enginn Liverpool-slagur FÓTBOLTI Þeim sem vildu að Liver- pool og Everton drægjust saman í 3. umferð forkeppni Meistara- deildar Evrópu varð ekki að ósk sinni þó svo að möguleikinn hafi vissulega verið fyrir hendi. Þess í stað fékk Everton það erfiða verk- efni að mæta spænska liðinu Villarreal og Liverpool mætir sigurvegaranum úr viðureignum Tirana KF og CSKA Sofia en síð- arnefnda liðið vann fyrri leikinn, 2–0, á útivelli og mun því senni- lega mæta Evrópumeisturunum. Kristinn Jakobsson dæmdi téðan leik og komst vel frá því verkefni. Ef Everton ber sigur úr býtum gegn Diego Forlan og félögum í Villarreal er enn möguleiki á því að það dragist í riðil með ná- grannaliði sínu í Liverpool, það er að segja beri síðarnefnda liðið sig- ur úr býtum í sínum leik. Manchester United mætir sigurvegurunum úr leik Hajduk Split frá Króatíu og Debrecen frá Ungverjalandi, sem vann fyrri leik liðanna á heimavelli, 3–0. Það verður því að teljast líklegt að leikmenn United fari til Ung- verjalands í næsta mánuði en þar töpuðu þeir óvænt fyrir Zalaeger- szeg í sömu keppni árið 2002. Þá unnu þeir síðari leikinn á Old Trafford en fyrrgreind úrslit voru engu að síður pínleg fyrir Alex Ferguson og hans menn. Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, var viðstaddur drátt- inn og kvaðst vera sæmilega sátt- ur. „En við þurfum nú fyrst að vinna okkar vinnu gegn Kaunas og eftir þann leik getum við byrj- að að hugsa um næsta andstæð- ing,“ sagði hann. „Þegar þar að kemur munum við afla okkur upp- lýsinga um andstæðinginn eins og við gerum alltaf. Við komum fram við alla okkar andstæðinga af virðingu og vanmetum þá aldrei.“ Andstæðingar Everton voru spútniklið síðustu leiktíðar á Spáni þar sem fyrrum framherji Manchester United, Diego Forlan, sló rækilega í gegn og skoraði 25 mörk í deildinni og var marka- hæstur. „Þetta verða tveir góðir leikir – en erfiðir,“ sagði Bill Kenwright, stjórnarmaður í Ever- ton. „En það er stórskemmtilegt að fá að mæta svona góðu liði og frábært að sjá nafn Everton í drætti Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn.“ eirikurst@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 31 1 2 Laugardagur JÚLÍ ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Formúla 1 á RÚV.  13.30 Íslandsmótið í golfi 2005 á Sýn.  13.30 HM í sundi á RÚV.  14.30 US PGA golf á Sýn.  15.25 Strandblak á Sýn.  16.00 Gullmót í frjálsum íþróttum á RÚV.  16.25 Landsbankadeildin 7.-12. umferð á Sýn.  17.25 Motorworld á Sýn.  18.25 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  19.00 Spænski boltinn á Sýn.  20.40 Hnefaleikar á Sýn.  22.40 Hnefaleikar á Sýn.  01.30 HM í sundi á RÚV. Chelsea er í æfingaferð um Bandaríkin: FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnson byrjaði á varamannabekknum en átti fína innkomu þegar Chelsea sigraði bandaríska liðið DC United í æfingaleik í Bandaríkj- unum í fyrrinótt, 2-1. Eiður kom inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum og samkvæmt leikskýrslu á opinberri heimasíðu Chelsea batnaði leikur ensku meistarana til mikilla muna með innkomu Eiðs. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var annars ekki ánægður með frammistöðu sinna manna, en hafa verður í huga að hann stillti upp hálfgerðu B-liði í leiknum. „Við vorum skelfilegir í fyrri hálf- leik. Í seinni hálfleik vorum við skárri en samt mjög lélegir,“ sagði Mourinho. DC komst yfir í leikn- um með marki eftir hornspyrnu en Damien Duff jafnaði aðeins fimm mínútum síðar með stór- kostlegu marki eftir góðan undir- búning Shaun Wright-Phillips. Það var síðan Hernan Crespo sem skoraði sigurmarkið á 57. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Gó› innkoma Ei›s Smára Guðmundi Steinarssyni, fyrirliða Kefla- víkur, leist vel á andstæðing liðsins í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarkeppninn- ar en dregið var í keppninni í gær. Keflavík gat mætt fimm liðum, þremur Norðurlandaliðum, Dundee frá Skotlandi og Mainz frá Þýsklandi. Kefl- víkingar mæta því síðastnefnda, sem er klárlega sterkasta liðið af þeim fimm enda leikur það í efstu deild, Búndeslig- unni, í Þýskalandi. „Það verður mikil upplifun að fá að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Guðmundur. „Það er klárt að báðir þessir leikir verða erfiðir, hvort sem er á útivelli eða hér heima.“ Aðspurður segir Guðmundur að hann hafi ekki átt neina óskamótherja áður en dráttur- inn fór fram. „Það hefði líka verið skemmtilegt að fá FC Kaup- mannahöfn og leika á Parken. Þá held ég að okkar stærstu mögu- leikar að fara áfram hafi legið í að mæta Dundee frá Skotlandi. En þótt Mainz sé mjög sterkt lið byrjar leik- urinn í stöðunni 0–0 og það eru ellefu leikmenn í báðum liðum. Það er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Guðmundur. Í fyrstu umferð mættu Keflvík- ingar liði Etzella frá Lúxemborg og vann liðið tvo fremur auð- velda sigra og samanlagt 6–0. Árangur var reyndar metjöfnun íslensks félagsliðs í markaskorun í Evrópukeppninni. Þar var það Hörður Sveinsson sem skoraði fimm marka liðsins en þrátt fyrir mörg góð færi virt- ist Guðmundi hreinlega fyrirmunað að skora í leiknum. „Þetta voru tvö stang- arskot og svo smaug boltinn rétt framhjá í eitt skiptið,“ segir Guðmund- ur. „En leikurinn hér heima gekk ágæt- lega, sérstaklega í síðari hálfleik.“ Aðeins Guðmundur og Gestur Gylfason hafa tekið þátt í Evrópukeppninni og því er um frumraun annarra í Keflavík- urliðinu um að ræða. „Þetta verður mikil upplifun. Við munum spila á velli í Þýsklandi sem verður notaður á HM á næsta ári og var einmitt notaður í Álfu- keppninni nú fyrr í sumar. Þetta er al- vöru völlur og ekki væri verra að fá nokkra áhorfendur á leikinn.“ UEFA-BIKARINN: KEFLVÍKINGAR DRÓGUST GEGN ÞÝSKA LIÐINU MAINZ Ver›ur mikil upplifun a› taka flátt HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 31 1 2 3 Sunnudagur JÚLÍ ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Formúla 1 á RÚV.  14.00 HM í sundi á RÚV.  14.50 Chelsea - AC Milan á Sýn.  16.30 US PGA Tour í golfi á Sýn.  17.25 Gillette sportpakkinn á Sýn.  17.55 Bandaríska mótaröðin í golfi  18.50 AC Milan - Chelsea á Sýn.  21.00 US PGA Buick Open á Sýn.  22.45 HM í sundi á RÚV.  00.00 NBA á Sýn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 31 1 2 3 4 Mánudagur ÁGÚST ■ ■ SJÓNVARP  16.05 AC Milan - Chelsea á Sýn.  17.45 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  18.15 US PGA Buick Open á Sýn.  22.00 AC Milan - Chelsea á Sýn.  23.10 Einvígið á Nesinu á Sýn.  23.40 Álfukeppnin á Sýn. LIVERPOOL GEGN KAUNAS Jamie Carragher fagnar marki sínu gegn Kaunas frá Litháen í leik liðanna í 2. umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem leikur með Chelsea á Englandi, viðurkenndi nýlega að hann hefði næstum því hætt að leika knattspyrnu eftir dvöl sína hjá Chelsea fyrir tveim- ur árum, en hann lék sem láns- maður hjá AC Milan á síðustu leiktíð. „Ég átti við persónuleg vanda- mál að stríða. Ég kunni ekki ensku og átti afskaplega erfitt með að aðlagast breyttum aðstæðum. Ég fékk litla hjálp frá félaginu, en það er allt annað uppi á teningn- um núna. Ég næ ágætis sambandi við leikmennina og hef nú þegar keypt mér íbúð hérna. Fjölskylda mín flytur svo til mín frá Ítalíu þegar öll okkar mál eru komin á hreint.“ Crespo hefur leikið ágætlega með Chelsea í æfingaleikjunum og er viss um að Chelsea nái góð- um árangri á næstu leiktíð. „Ég var næstum því hættur að leika knattspyrnu síðast þegar ég var hérna, þar sem ég féll svo illa inn umhverfið hérna. En núna ætla ég að standa mig vel.“ Var nálægt flví a› hætta Hernan Crespo: EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Hefur fundið sig afar vel með Chelsea á undir- búningstímabilinu og fengið mikið hrós frá Jose Mourinho. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.