Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 30
6 ATVINNA Hjúkrunarritari óskast til skrifstofustarfa á skilunardeild á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Hringbraut sem fyrst. Starfið felst aðallega í sjúklingabókhaldi og ýmiskonar ritvinnslu. Vinnutími er frá kl. 8-14.25 alla virka daga og er starfið 80% starf. Umsóknir skulu berast fyrir 14. ágúst n.k. til Hildar Einars- dóttur deildarstjóra símí 543-6310, netfang hildurei@landspitalai.is og veitir hún jafnframt upp- lýsingar um starfið ásamt Herdísi Herberbertsdóttur sviðsstjóra lyflækningasviðs I, sími 543-6430. Móttökuritari óskast til starfa á rannsóknardeild á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Hringbraut sem fyrst. Starfið felst aðallega í móttöku sjúklinga, innheimtu, léttri ritvinnslu og frágangi gagna. Vinnutími er frá kl. 8-16 alla virka daga. Umsóknir skulu berast fyrir 14. ágúst n.k. til Hafdísar Aradóttur símí 543-6150, netfang hafdisar@landspitali.is og veitir hún jafnframt upplýsingar um starfið ásamt Herdísi Herberbertsdóttur sviðsstjóra lyflækningasviðs I, sími 543-6430. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjár- málaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum Fossvogi og Hringbraut, skrifstofu starfsmannamála Eiríksgötu 5, á heimasíðu www.landspitali.is Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala ñ háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.                                                   !      "            #            $      %  & '%      (     ) & Réttir bílar Bifreiðasmiður og maður vanur bifreiðaviðgerðum óskast til starfa sem fyrst. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Upplýsingar í síma 896-3044. Bílamálari Gamalgróið fyrirtæki stofnað '75 óskar eftir bílamálara sem fyrst. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Uppl. í síma 554-3044 Sölumaður Rótgróin heildverslun í Reykjavík óskar eftir að ráða sölumann. Þekking í gæðastjórnun og hreinlæti í fiskvinnslu nauðsynleg. Reyklaus vinnustaður. Vinsamlegast sendið umsóknir á box@frett.is eða til Fréttablaðsins merkt: „Hreinlæti“. Löggiltur fasteignasali / lögmaður Löggiltur fasteignasali / lögmaður óskast til starfa á fasteignasölu. Góð vinnuaðstaða og sveigjalegur vinnutími. Vel launað starf. Umsóknir sendist á box@frettabladid.is eða til Fréttablaðsins, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík merkt „Löggiltur 45“. Framreiðslumenn eða þjónar starfa á veit- ingahúsum eða hótelum. Starf þeirra er fólg- ið í því að taka á móti gestum, færa þeim mat og drykk, ásamt því að halda reikning yfir úttektir gesta og taka við greiðslu. Fram- reiðsla er löggilt iðngrein og er námið bæði bóklegt og verklegt. Starfið er fjölbreytt og gerir kröfu til þess að sá sem sinni því sé fær í vinnuskipulagi og hafi góða yfirsýn yfir starf sitt. Auk þess krefst framleiðsla þess að viðkomandi hafi góða samskiptahæfileika, hvort sem er í samskiptum við kúnnann eða samstarfsfólk sitt. Nám Framreiðslunám er þriggja ára samnings- bundið iðnnám þar sem þrjár annir eru inn- an skólans og aðrar þrjár eru starfsnám und- ir handleiðslu meistara. Menntaskólinn í Kópavogi hefur lengi starfrækt framreiðslu- braut en einnig er grunnur að matvælatækni kenndur í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Nám í skólanum er sextíu og fimm einingar, það er metið með verklegum og skriflegum prófum og lýkur með sveinsprófi. Helstu námsgreinar Nám í framreiðslu er fjölbreytt og reynir á ýmsa þætti. Framleiðslumaður þarf að kunna skil á helstu tungumálum til að geta tjáð sig við gestinn. Hann þarf að þekkja meðhöndlun hráefnisins sem hann ber fram og er því örverufræði og hreinlætisfræði á námsskrá. Fagfræði framreiðslu er stór hluti bóklega námsins og reynir þar á þekkingu á vörunni sem borin er fram, sölutækni, ferða- mannalandafræði Íslands og þekkingu á mismunandi neysluvenjum þjóða. Inntökuskilyrði Nemi í framreiðslu þarf að hafa lokið grunn- skólaprófi og vera kominn á námssamning hjá meistara í iðninni. Í Menntaskólanum í Kópavogi er ekki gerð krafa um annað ald- urstakmark en felst í grunnskólaprófinu en þekkt er að sumir meistarar vilji ekki taka að sér nema nema þeir séu orðnir eitthvað eldri en sextán ára. Að loknu námi Starfsvettvangur framreiðslumanna er mjög misjafn. Störf á veitingahúsum felast í dag- legum undirbúningi á salnum, skreytingu og matseðlagerð, framreiðslunni sjálfri, áfengis- þjónustu og kaffilögun. Störf í sal á hóteli eru svipuð þeim. Fólk með framreiðslu- menntun vinnur einnig oft í veisluþjónustu og er þjónustan þar töluvert annars eðlis. Margir þjónar bæta við sig námi í stjórnun og rekstri til að styrkja undirstöðurnar í þeim greinum í því skyni að geta tekið fullan þátt í rekstri veitingahúsa og hótela. Rekstrar- stjórar í veitingageiranum hafa því iðulega framreiðslumenntun. Laun og kjör Hægt er að hafa ágætlega mikið upp úr því að vera framreiðslumaður. Vissulega fer það eftir því hvar unnið er og stjórnunarábyrgð viðkomandi hvers konar laun eru í boði. Þó ber að hafa í huga að vinnutíminn er sér- staklega óhentugur því mesta álagið á fram- reiðslumönnum er að sjálfsögðu á kvöld- matartíma. Af því leiðir að setið er um verk- efni í veisluþjónustu og önnur störf þar sem ekki þarf að vinna frameftir á hverju kvöldi. Hvernig verður maður … … þjónn? Í störfum þjóna felst að geta ráðlagt gestum hvaða vín passar með hverjum rétti. Þjónar leggja á borð og undirbúa salinn fyrir gestina. Samskipti við samstarfsfólk skipta miklu máli í starfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.