Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 12
Hæðst og hneykslast Á vef Íslensku auglýsingastofunnar mátti í gær lesa eftirfarandi: „Icelandair og Iceland Express birta bæði heilsíðuaug- lýsingar um haust- og vetrarferðir sínar í síðasta sunnudagsblaði Moggans þann 24. júlí. Uppistaðan í auglýsingu Iceland- air er þokkafull kyrralífsmynd úr setu- stofu og borgarlandslag New York á glugganum. „Hugurinn ber þig aðeins hálfa leið“ er fyrirsögnin og neðst er til- kynning um að haust- og vetrarbækling- ur fyrirtækisins sé kominn út en í honum eru kynntir fjölbreyttir ferðamöguleikar næstu missera. Á síðu nokkru aftar í blaðinu birtist síðan heilsíðuauglýsing frá Iceland Express með fyrirsögninni „Met- sölubók?“ Öll framsetning þeirrar auglýs- ingar gerir út á að hæðast að og hneykslast á því framtaki keppinautarins, Icelandair, að gefa út ferðabækling.“ Grímulaus árás Síðan segir: „Má skilja á Iceland Express- mönnum að slíkt sé eyðslusemi og: „... við viljum frekar setja upplýsingar okkar á Netið til að halda verðum í lágmarki.“ Það vekur alltaf athygli þegar menn aug- lýsa með þeim hætti að ráðast grímu- laust á keppinauta sína. En hafa við- skiptavinir, þeir sem eru að huga að ferðalögum, áhuga á slíkum hanaslag?“ Dularfullt Mörgum þótti einkennilegt að sjá að aðalforsíðufyrirsagnir Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í gær voru nákvæm- lega hinar sömu: „Síminn seldur á 66,7 milljarða króna“. Það er ekki óvanalegt að frétt um sama efni sé á forsíðum beggja blaðanna, en að fyrirsagnir séu eins frá orði til orðs hef- ur varla gerst áður. Það mætti ætla að sami frétta- stjórinn hafi verið á vakt á báðum blöðunum eða að þau hafi í hagræðingarskyni tekið upp eitthvert samráð í fréttaflutn- ingi. Þ á hefur Landssími Íslands loks verið seldur, en söluferl-ið allt hefur tekið langan tíma, frá því fyrst var farið aðræða um að selja fyrirtækið. Verðið sem fékkst fyrir Símann - 66,7 milljarðar króna - er mjög ásættanlegt, og mun hærra en þegar fyrstu hugmyndir um söluna voru viðraðar. Landssími Íslands er eitt síðasta ríkissímafyrirtækið í Vestur- Evrópu sem er selt. Það hlýtur að vekja athygli að í loka- áfanganum í söluferlinu koma aðeins fram þrjú tilboð og það sem meira er, þau eru öll frá innlendum fyrirtækjum og fjár- festum. Mörg erlend fyrirtæki sýndu áhuga á því að gera til- boð í Símann í upphafi og sendu inn tilboð sem ekki voru bind- andi. Með því fengu þau tækifæri til að kynna sér stöðu og innviði fyrirtækisins. Þessi erlendu fyrirtæki voru hins vegar ekki með á lokasprettinum, hvað svo sem veldur. Síminn er ekki stórt fyrirtæki á erlendan mælikvarða og hér eru ekki stórkostlegir vaxtarmöguleikar á fjarskiptamarkaði, sérstak- lega þegar haft er í huga að auk Símans er hér öflugt fjar- skiptafyrirtæki sem stöðugt sækir í sig veðrið. Allt þetta kann að hafa valdið því að áhugi hinna erlendu fjárfesta minnkaði eftir því sem nær dró lokakafla söluferlisins. Víða í austanverðri Evrópu er þessu hins vegar öðru vísi farið, þar sem símakerfið stendur á brauðfótum og miklir vaxtarmögu- leikar eru fyrir hendi. Ríkissjóður fær drjúgan skilding til ráðstöfunar með sölu Símans, og það er mikilvægt að farið verði vel með þá fjár- muni, samfélaginu til góðs. Ef söluverð Símans er borið saman við sex mánaða hagnað þeirra fjármálafyrirtækja sem eru á markaði nær söluverðið ekki einu sinni þeirri upphæð, því fjármálafyrirtækin högnuðust um upp undir 80 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Söluverð Símans - þótt gott sé - er því ekki nema hluti af áætluðum hagnaði stærstu fjármálafyrirtækjanna hér á landi í ár. Stjórnarliðar hafa sem von er fagnað mjög sölu Símans og því verði sem fékkst fyrir fyrirtækið. Þannig sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær að verðið sem fékkst fyrir Símann hefði verið hærra en hann hefði gert sér vonir um og salan myndi styrkja stöðu ríkis- sjóðs þegar til lengri tíma væri litið. Síðan sagði hann: „Við munum ekki flýta okkur að eyða þessum peningum. Gerð verður áætlun um það fram í tímann hvernig að því verður staðið. Það liggur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum við gert hluti sem við annars hefðum ekki getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðismála, á sviði atvinnuþróunar og annarra mikilvægra samfélagsmála,“ sagði forsætisráðherra. Forystumenn hinna nýju eigenda Símans hafa á undanförn- um árum verið að hasla sér völl erlendis í atvinnurekstri og getið sér gott orð. Þeir hafa nú tekið höndum saman við inn- lend fjárfestinga- og fjármálafyrirtæki auk nokkurra líf- eyrissjóða og þetta er árangurinn. Ekki er ástæða til að ætla annað á þessari stundu en að hinir nýju eigendur haldi áfram rekstri Símans á svipuðum nótum og verið hefur að undan- förnu. Það verður að treysta því að hagnaðarsjónarmiðin komi ekki niður á notendum Símans í hinum dreifðu byggðum landsins, en vegna hins háa verðs virðist ljóst að reka verður fyrirtækið af mikilli hagsýni, svo fjárfestingin borgi sig. ■ 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Söluverð Símans var töluvert hærra en margir bjuggust við. Sala Símans FRÁ DEGI TIL DAGS Lágtekjuskattar á Íslandi gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Margslungnu skatta- og bóta- kerfi er yfirleitt ætlað að hjálpa þeim tekjulágu og tekjulausu að taka fullan þátt í lífsgæðakapp- hlaupinu til jafns við þá sem hafa meðaltekjur og háar tekjur. Sjaldnast er raunin samt sú að þessi ætlun gangi eftir. Á Ís- landi eru margir skattar sem koma harðast niður á þeim sem lægstar hafa tekjurnar – sann- kallaðir lágtekjuskattar. Flestir þeirra njóta fulls stuðnings sjálfskipaðra talsmanna þeirra sem minnst hafa á milli hand- anna í samfélaginu. Hinn blessunarlega deyjandi eignaskattur er lágtekjuskattur. Þeir sem lægstar hafa tekjurn- ar eiga hvað erfiðast með að koma yfir sig sómasamlegu þaki og greiðslubyrði lána, vextir, gjöld og annað slíkt veg- ur þyngst í pyngju þeirra sem minnst hafa fjárráðin. Eigna- skattur virkar sem hrein refs- ing fyrir að eignast eitthvað og því finnur lágtekjufólk fyrst fyrir. Sem betur fer er nú þessi skattur að hverfa úr íslensku skattkerfi. Hátekjuskatturinn er í raun grimmur skattur á þá sem að jafnaði hafa lágar tekjur. Fólk sem að staðaldri hefur háar tekjur getur gert ráð fyrir há- tekjuskattinum ár eftir ár og einfaldlega lagt hann saman við hinn almenna tekjuskatt sem fastan útgjaldalið. Lágtekjufólk sem tekur að sér mikla vinnu í afmarkaðan tíma, t.d. í því augnamiði að koma þaki yfir höfuðið á sér, fær fullan slag- kraft hátekjuskattsins í andlitið þegar hann skýtur stundum óvænt en alltaf óvægið upp koll- inum. Vonandi stendur ríkis- stjórnin við fyrirheit sín um að afnema þennan öfugsnúna skatt hið fyrsta. Virðisaukaskattur er lág- tekjuskattur enda hækkar hann vöruverð á öllu sem undir hann fellur. Þetta kemur augljóslega verst niður á þeim sem lægstar hafa tekjurnar. Ekki dugir að lækka virðisaukaskatt á sumar vörur en ekki aðrar því fyrir utan að í því sé fólgin óverjan- leg neyslustýring þýðir það ein- faldlega að þær vörur sem ekki fá undanþágur halda áfram að vera utan seilingar fyrir þá sem lægstar hafa tekjurnar. Stjórn- málamaður getur kallað eitt- hvað lúxusvarning sem einhver annar kallar brýna nauðsynja- vöru. Himinhá opinber gjöld á áfengi og tóbak eru hreinir lág- tekjuskattar. Nú vita allir sem vilja að sá hópur sem reykir mest á Íslandi er sá hópur sem minnsta hefur menntunina og lægstar hefur tekjurnar. Þeim ríku er alveg sama þótt sígar- ettupakkinn hækki um 50 krón- ur því annaðhvort reykja þeir ekki eða hafa efni á hækkun- inni. Láglaunaður einstaklingur sem reykir fær fullan slagkraft hverrar krónu hækkunar í and- litið og þegar pyngjan grynnist enn frekar er lítil von til að afslappandi hættu-að-reykja- námskeið sé næst á dagskránni. Skattar á eldsneyti eru lág- tekjuskattar. Þeim er að nafn- inu til ætlað að greiða fyrir kostnað vegna vegafram- kvæmda og viðhalds gatnakerf- isins. Hins vegar er ljóst að þeir sem lægstar hafa tekjurnar hafa lítil not fyrir göng á Aust- fjörðum eða tvöfalda Reykja- nesbraut. Þeir tekjulægstu kæmu best út úr kerfi sem væri fjármagnað með notkun og þar sem tekjur af vegakerfinu væru nýttar í uppbyggingu og til við- halds þess en ekki í stórfram- kvæmdir hinum megin á land- inu. Allir sem vilja vita að tekj- ur ríkisins vegna bensínsölu eru notaðar til að niðurgreiða ótal- margt annað í hinum opinbera rekstri en bara götur og gatna- ljós og slíkt kemur auðvitað verst niður á fjárhag þeirra sem þurfa að reka bíl en geta það vart. Þegar allt kemur til alls er alveg ljóst að skattkerfi sem er ætlað til að flytja peninga frá einum til annars er gallað og bitnar á þeim sem síst skyldi, eykur mismunun og stuðlar að óréttlæti. Nær væri að einfalda skattkerfið, draga úr þyngd þess og gefa fleirum kost á að lifa af eigin launum í stað þess að þurfa sífellt að treysta á að geta náð einhverjum krónum út úr ríkis- kassanum. Engum finnst gott að vera upp á eilífa miskunn kerfis- ins kominn og kerfi sem gerir alla þurfandi er engum til gagns. Nær væri að hjálpa þeim sem þurfa hjálp í stað þess að hjálpa öllum að þurfa hjálp og fá hana síðan eða kannski ekki. Afnám lágtekjuskattanna væri stórt skref í þá átt. GEIR ÁGÚSTSSON VERKFRÆÐINGUR Í DAG SKATTAR fiegar allt kemur til alls er alveg ljóst a› skattkerfi sem er ætla› til a› flytja peninga frá einum til annars er galla› og bitnar á fleim sem síst skyldi, eykur mismunun og stu›lar a› óréttlæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.