Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 28
Tölvupóstur Þegar þú sendir formlegan tölvupóst í vinnunni skiptir máli að hann sé vel skrifaður og stafsetning og málfar séu til fyrirmynd- ar. Spurðu einhvern ráða ef þú ert í vafa.[ ] Peysukvótinn búinn KÍNVERJAR MEGA AÐEINS FLYTJA ÚT 69 MILLJÓN PEYSUR TIL LANDA INN- AN EVRÓPUSAMBANDSINS. Framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins hefur hindrað innflutning á peys- um sem framleiddar eru í Kína eftir að innflutningakvótanum var náð mánuði eftir að kvótakerfið var sam- þykkt. Kínverjum var leyft að flytja út 69 milljónir peysur til Evrópusam- bandslanda frá 11. júní til loka þessa árs. Stjórnin hætti hins vegar að gefa út innflutningsleyfi þann 12. júlí því Kína hafði náð takmörkununum. Mikil uppsveifla varð í kínverskum textílútflutningi í byrjun ársins þegar heimskvótakerfi var afnumið. Fjöldinn allur af fólki vinnur í verksmiðjum þar sem vestrænar vörur eru fjöldafram- leiddar og talsvert ódýrara er fyrir vestræn ríki að láta framleiða vöru sína í Kína en í heimalandinu.Bandarískar mæður þurfa oft að láta börnin frá sér í pöss- un nokkrum vikum eftir að þau fæðast. Bandaríkin hafa markað sér eigin stefnu þegar kemur að fæðingar- orlofum. Á meðan Íslendingar una glaðir við feðra- og mæðraorlof fá Bandaríkjamenn ekkert fæðing- arorlof svo heitið geti. Í ákveðn- um kjarasamningum hefur verið samið um rétt mæðra til að fá tólf vikna ólaunað fæðingarleyfi en samningarnir ná einungis til þeirra sem vinna á stærri vinnu- stöðum. Börnin þurfa því að fara í pössun til ókunnugra allt niður í nokkurra vikna gömul. Ekki þarf þó að fara langt því rétt handan við landamærin í Kanada fá mæður fjórtán mánaða orlof eftir fæðingu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem var gerð í Harvard-háskólanum virð- ist fæðingarorlof vera viðmiðið. Í henni kom fram að af 168 löndum sem voru rannsökuð voru 163 með einhvers konar launað fæðingar- orlof. Bandaríkin eru þar eitt fimm ríkja sem ekki bjóða upp á slíkt og eru þar til dæmis í hópi með vanþróaðri löndum eins og Svasílandi og Nýju-Gíneu. Hópar femínista í Bandaríkj- unum hafa lengi barist fyrir því að fæðingarorlof verði tekið upp en eru ekki allt of bjartsýnir. Ljóst þykir að bandarískir vinnu- veitendur muni ekki í bráð sam- þykkja bæði að greiða fólki laun og láta það halda vinnunni á meðan börn þess eru nýfædd. ■ Atvinnuleysi minnkar í Þýskalandi HAGFRÆÐINGAR TAKA ÞESSARI MINNKUN MEÐ FYRIRVARA. Samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi í júlí, fjórða mánuðinn í röð en er samt mjög nálægt metinu frá því skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina. Atvinnulausum fækkaði um 42 þúsund og voru þeir 4,8 milljónir. Ef litið er til óárstíðarleiðréttra talna um atvinnuleysi þá jókst það um 68 þúsund og í 4,77 milljónir. Þessar tölu koma tveimur mánuðum fyrir kosningar í landinu. Atvinnuleysi eykst yfirleitt í Þýskalandi í júlí þar sem lærlingar sem hafa lokið iðnnámi sínu snúa þá aftur á vinnumark- aðinn. Fyrirtæki vilja einnig ekki taka við nýju starfsfólki í sumarfríinu. Minnkun árstíðarleiðrétts atvinnuleysis gæti bent til batnandi vinnumarkaðar í Þýskalandi en hagfræðingar taka þessum tölum með fyrirvara. Víst er þó að ástand á vinnu- markaðinum verður eitt af hitamálunum í komandi kosningabaráttu. Ný stefnumörkun OBHM felur í sér að möguleikar á nýrri sum- arhúsabyggð verði kannaðir. Orlofssjóður Bandalags háskóla- manna, OBHM, mun ákveða í haust hvort tekið verður upp or- lofsávísanakerfi í einhverju formi hjá sjóðnum sem rekið yrði sam- hliða orlofshúsakerfi sjóðsins. Þetta kemur fram í nýrri stefnumörkun fyrir komandi ár sem greint er frá á heimasíðu Bandalags háskólamanna, bhm.is. Sjóðsstjórnin hefur samþykkt stefnumörkunina og starfað verð- ur eftir henni þar til annað verður ákveðið. Í stefnumörkuninni kemur fram að stefnt er að fjölgun íbúða í Reykjavík og hugsanlega á Akureyri. Vegna vaxandi áhuga sjóðsfélaga verði skoðað hvort mögulegt sé að byggja nýjan kjarna sumarhúsa á Vesturlandi, en ekki rekin stök hús framvegis. Valkvæðni verður aukin varðandi orlofskosti, þó með þeim for- merkjum að það flæki umsóknir og afgreiðslu þeirra. Enn fremur er stefnt að því að auka slysavarn- ir. Mörg atriði úr fyrri stefnu sjóðsins eru staðfest og ítrekuð í stefnumörkuninni. Meðal annars að sjóðurinn skuli gæta þess að starfa í sátt við umhverfið sitt, ná- granna og náttúru. ■ Krambúðin á Skólavörðu- stígnum er rekin í anda „kaupmannsins á horninu“ enda gríðarlega vinsæl. Ey- steinn Sigurðsson eigandi verslunarinnar nýtur hverrar mínútu í vinnunni. „Ég var að leita mér að vinnu og sá þetta auglýst til sölu fyrir tíu árum,“ segir Eysteinn. „Í húsnæð- inu var rekin lítil matvöruverslun sem hét einmitt Krambúðin og ég vildi reka hér búð sem bæri nafn með rentu. Hér fást allar helstu matvörur en að auki erum við með myndbandaleigu og leigjum út ódýrar spólur.“ Eysteinn gerði búðina upp í júlí en þá fagnaði verslunin einmitt tíu ára afmæli. „Það var nú ekkert húllumhæ, en aldrei að vita hvað við gerum. Ég vil að þetta sé nota- leg verslun þar sem öllum finnst gott að koma og ég held að það hafi alveg gengið eftir. Ég á fast- an kúnnahóp og það gefur mér mest í þessu starfi, að umgangast fólk og þjónusta það.“ Eysteinn hefur verið óhræddur að ráða til sín fólk sem af ein- hverjum ástæðum á erfitt upp- dráttar á vinnumarkaði. „Það verður að gefa fólki tækifæri og þetta hefur alltaf gengið mjög vel,“ segir hann og hyggst eins og svo margir verslunarmenn hafa opið á frídegi verslunarmanna á mánudaginn. „Það er ekki hægt annað. Fólk hér í kring reiðir sig á þessa verslun og svo þarf að vera opið fyrir ferðamennina. Þeir eru stór kúnnahópur hjá mér, ekki síst á sumrin. Ég er alltaf með opið frá átta á morgnana til hálf tólf á kvöldin og þannig verður það á mánudaginn.“ Aðspurður segist Eysteinn ekkert ætla að færa út kvíarnar og örugglega ekki að gera Kram- búðina að verslanakeðju. „Nei, það finnst mér ekki spennandi til- hugsun. Aðalatriðið í þessu starfi er nándin og það gefur mér mest. Að kynnast fólki og finna að það kann að meta það sem ég er að gera.“ edda@frettabladid.is Barist fyrir lengingu fæðingarorlofs Fæðingarorlof er ekki sjálfsagður hlutur. Eysteinn Sigurðsson hefur rekið Krambúðina í tíu ár. Hann leggur áherslu á persónulega þjónustu í sínu starfi. Nándin í starfinu gefur mér mest FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vilja fjölga íbúðum og auka slysavarnir Vegna vaxandi áhuga sjóðsfélaga verði skoðað hvort mögulegt sé að byggja nýjan kjarna sumarhúsa á Vesturlandi. Fjölmargir vinna við textíliðnað í Kína og gæti atvinna þeirra verið í hættu með tilkomu kvótakerfisins. Leitað að vinnu á þýskri vefsíðu á at- vinnuleysisskrifstofu í Luneburg í Þýska- landi. Fötluðum leikurum mismunað Samtök bandarískra leikara, Screen Actors Guild, gáfu út skýrslu í vikunni þar sem kemur fram að fatlaðir leikar- ar þjást oft í starfi. Leikarar og skemmtikraftar sem þjást af fötlun eiga fáa fulltrúa í sjónvarpsþáttum, eru líklegri til að vera mismunað á vinnustað og eru hræddir við að biðja um sér- stakan aðbúnað vegna hræðslu við að missa hlutverk. Þetta kemur fram í skýrslu sem bandarísku leikarasamtökin Screen Actors Guild gáfu út í vik- unni. Þar kemur fram að tuttugu prósent Bandaríkjamanna þjáist af andlegri eða líkamlegri fötlun en minna en tvö prósent sjón- varpspersóna séu fötluð og aðeins 0,5 prósent af fötluðum leikurum fái að segja eitthvað í þáttunum. Skýrslan sýnir einnig að fatlað- ir leikarar eru rúmlega fimmtíu prósent líklegri til að verða fyrir mismunun á vinnustað en hinir. ■ Ætli Verne Troyer, sem leikur Mini Me í Austin Powers-myndunum, hafi einhvern tímann sætt mismunun vegna hæðar sinnar? LAGERSTARF Óskum eftir vönum og duglegum lagermanni í heildverslun í Reykjavík. Stundvísi, reglusemi og jákvæðni eru skilyrði. Vinnutími er frá kl. 8-18. Mikil yfirvinna í boði. Reyklaus vinnustaður. Vinsamlegast sendið umsóknir á box@frett.is eða til Fréttablaðsins merkt: “Lagerstarf 26".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.