Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,65 64,95 113,55 114,11 78,2 78,64 10,483 10,545 9,89 9,948 8,32 8,368 0,5752 0,5786 93,83 94,39 GENGI GJALDMIÐLA 29.07.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,56 4 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR Menntamálaráðherra skipar Pál Magnússon útvarpsstjóra: fiörf á a› skilgreina hlutverk RÚV ÚTVARPSSTJÓRI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra hefur skipað Pál Magnús- son í embætti útvarpsstjóra Ríkis- útvarpsins til fimm ára. Hann tekur við störfum 1. september næstkomandi. „Það væru ýkjur að segja að ég hefði mótaðar hugmyndir um fyrstu verk mín sem útvarps- stjóri,“ segir Páll. „Það er hins vegar alveg ljóst að fram undan eru talsverðar breytingar hjá Rík- isútvarpinu, sem gerir þetta verk- efni spennandi og áhugavert. Það er verið að setja ný lög um Ríkis- útvarpið, sem er ekki vanþörf á. Ég hef lengi verið þeirrar skoðun- ar að það þurfi að endurskilgreina hlutverk Ríkisútvarpsins í ljósi breyttra tíma. Í öllum aðalatrið- um er hlutverk þess nú skilgreint eins og gert var við stofnun þess fyrir um 75 árum. Þegar þessar breytingar verða er ágætt að þær fari saman við það að nýr karl er í brúnni.“ Páll lauk phil. cand. prófi í stjórnmála- og hagsögu frá Há- skólanum í Lundi árið 1979. Hann á að baki um 25 ára starfsferil sem blaðamaður, fréttamaður, fréttastjóri og sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og forstjóri Íslenska út- varpsfélagsins. - jh Mótmæli atvinnubílstjóra töf›u umfer› úr borginni Atvinnubílstjórar mótmæltu olíugjaldi me› flví a› aka í hæg›um sínum um götur Reykjavíkur og Su›urlandsveg sí›degis í gær. Nokkrar tafir ur›u á umfer› út úr bænum flar sem ökumenn neyddust til fless a› keyra hægar. MÓTMÆLI Nokkrar tafir urðu á um- ferð þegar á þriðja tug atvinnubíl- stjóra mótmæltu olíugjaldi í gær. Bílstjórarnir óku á um þrjátíu kíló- metra hraða um götur Reykjavík- ur og hægðu þannig á umferð, án þess þó að stöðva hana alveg. Bílstjórarnir byrjuðu að safn- ast saman á Sæ- mundargötu við Háskóla Íslands um klukkan tvö í gær og kom lög- regla strax á stað- inn, að sögn Árna Friðmundssonar, varðstjóra hjá Lögreglunni í Reykjavík. Bílstjórarnir lögðu síðan af stað um klukkan hálffjögur og lagði Sturla Jónsson, forsvarsmaður hópsins, áherslu á að ekki yrði keyrt undir helmingi löglegs há- markshraða, auk þess sem ekki yrði farið til Mosfellsbæjar vegna framkvæmda sem gætu skapað hættu. Bílstjórarnir skiptu sér í hópa sem keyrðu mismunandi leiðir um Reykjavík að Rauðavatni, þar sem allir mættust. Þaðan ók hópur bíl- stjóra Suðurlandsveg að Litlu kaffistofunni en annar hópur fór aftur inn í borgina. Mótmælaað- gerðum lauk undir klukkan sex. Lögregla var með viðbúnað um alla borg að sögn Árna og voru menn beðnir að mæta fyrr til vinnu en aðra föstudaga. „Við fylgjumst auðvitað vel með mót- mælunum en sinnum einnig hinni venjulegu verslunarmannahelgar- umferð,“ segir hann. Ekki kom til mikilla afskipta lögreglu af mót- mælendunum en þó voru bílstjórar á Suðurlandsvegi beðnir um að víkja fyrir annarri umferð um stundarsakir. Sturla Jónsson, forsvarsmaður atvinnubílstjóranna, var sáttur við mótmælin. „Við áttum góða samvinnu við lögregluna og allt gekk vel fyrir sig,“ segir Sturla, sem vill með aðgerðunum ná eyrum ráðamanna vegna olíu- gjaldsins sem komið var á hinn 1. júlí. Annars segir hann verða gripið til frekari mótmælaaðgerða. Vegfarendur sem Fréttablaðið náði tali af við Rauðavatn kváðust ekki telja atvinnubílstjóra nota rétt- ar leiðir til þess að vekja athygli á málstað sínum. Lýstu flestir óánægju með umferðartafirnar og sögðu aðgerðirnar ekki bitna á nein- um nema fólkinu í landinu. Sumir þeyttu þó flautur sínar til þess að sýna bílstjórunum stuðning. helgat@frettabladid.is Mörður Árnason þingmaður: Losaralegt rá›ningarferli ÚTVARPSSTJÓRI Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamála- ráðherra við ráðningu í embætti út- varpsstjóra í gær. „Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í við- tal. Engar kröfur voru gerðar um hæfni og reynslu í auglýsingu. Ekk- ert liggur fyrir um framtíðarsýn nýs útvarpsstjóra á óvissutímum hjá Ríkisútvarpinu. Miðað við strangar kröfur og úttekt á umsækj- endum í stöðu fréttastjóra fyrr á ár- inu verða þetta að teljast losaraleg vinnubrögð,“ segir Mörður. Hann tekur fram að hann hafi ekkert út á nýráðinn útvarpsstjóra að setja. ■ SKEMMDIR Í BIRMINGHAM Þök rifnuðu af húsum og bílar hófust á flug í hvirfilbyln- um á fimmtudaginn. Óveður á Englandi: Hreinsa› til BIRMINGHAM, AP Hreinsunaraðgerð- ir eru hafnar í Birmingham í Mið- Englandi eftir að lítill hvirfilbylur skall á borginni á fimmtudaginn. Hundruð húsa skemmdust í óveðr- inu. Tuttugu slösuðust þegar bylur- inn skall á borginni og meira en hundrað eyddu nóttinni í neyðar- skýlum við Háskólann í Birming- ham. Vindhraðinn fór yfir 160 kíló- metra á klukkustund og olli millj- arða króna eyðileggingu. Á milli 30 og 50 hvirfilbylir blása á Englandi ár hvert, flestir síð- sumars í austurhluta landsins. ■ Dauðaslys í Evrópu: Flest slys á K‡pur BRUSSEL, AP Dauðaslysum í umferð- inni hefur fækkað um nær alla Evr- ópu. Vegir á Kýpur og í löndum Austur-Evrópu eru hættulegastir og mun hættulegri en vegir í vestur- hluta álfunnar. Þetta kemur fram í skýrslu sem Evrópusambandið birti í gær. Framkvæmdastjórn ESB segir að dauðaslysum hafi fækkað um allt að 30 prósent í vesturhlutanum frá árinu 2001. Ef tekið er tillit til allra landa sambandsins, þar á meðal þeirra sem gengu í sam- bandið í fyrra, hefur slysum fækk- að um 13 prósent sem er undir markmiðum um að fækka dauða- slysum í sambandinu um helming fyrir árið 2010. ■ VEÐRIÐ Í DAG PÁLL MAGNÚSSON „Þegar þessar breyting- ar verða er ágætt að þær fari saman við það að nýr karl er í brúnni.“ STURLA JÓNSSON MÓTMÆLUNUM STÝRT Mikil áhersla var lögð á að at- vinnubílstjórar í mótmælum stöðvuðu hvergi bifreiðar sínar og brást lögregla fljótt við ef ökumenn gerðu sig líklega til þess. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N „Hvorki slys né óhöpp áttu sér stað og það tel ég aðalatriðið,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um mótmæli atvinnubílstjóra í gær. Geir Jón segist hafa átt góða samvinnu við mótmælendur og þeir hafi virt fyrir- mæli lögreglu. „Þeir keyrðu ekki of hægt og stöðvuðu bíla sína hvergi,“ segir Geir Jón, sem segir tafir á umferð ekki hafa verið mikið meiri en við væri að búast á föstudegi fyrir verslunar- mannahelgi. „Umferðin í gær var minni en á síðasta ári, hugsanlega vegna þess að fólk gerði ráðstafanir um að leggja fyrir af stað vegna hinna fyrir- huguðu mótmæla.“ -ht Lögregla sátt við mótmæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.