Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 30. júlí 2005 39 Fánafjör Þjóðernisáhrif geta birst í ótelj- andi myndum. Það er varla til neitt íslenskara en íslenski fán- inn. Íslenskir þjóðernissinnar elska rauðan, bláan og hvítan. Hönnuðirnir Selma Ragnars- dóttir og Perla eru alveg með þetta á hreinu og leggja áherslu á íslenska fánann í sinni hönn- un. Selma hannar undir Zelma design en Perla perlar enda- lausa eyrnalokka. Selma er með vinnustofu í Kjörgarði en Perla selur hönnun sína í Oni sem er í bakhúsi við Laugaveg. Þær stöllur taka þjóðhátíðina með trompi en þær ætla að vera með götumarkað fyrir utan Gall- erý Heimalist sem er við Bárugötu í Vestmannaeyj- um. Karitas Möller leggur á veturna stund á arkitektanám í Kaupmannahöfn, þar sem hún þræðir secondhand-búðirnar á milli þess sem hún lærir að teikna hús. Hún virðist spá þó nokkuð í tísku- málin og er með skemmtilega krútt- legan og örlítið gamaldags stíl. Spáir þú mikið í tískuna? Nei, nei. Kannski smá. Uppáhaldshönnuður? Marc Jacobs. Fallegustu litirnir? Brúnn, blár, svart- ur, grár. Og svo einhverjir brjálaðir litir þar á milli. Hverju ertu mest svag fyrir? Háhæluðum skóm í öllum litum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ljós- brúnan grófprjónaðan peysubolakjól. Hvað finnst þér mest sjarmerandi í tískunni? Falleg og áberandi belti við annars látlaus föt. Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir haustið? Ekkert. Ég er svo blönk. Uppáhaldsverslun? Glam í Kaup- mannahöfn. Og reyndar líka Kejserens Klæder á Rosenborggade í sömu borg. Þar situr alltaf sami miðaldra maður- inn með sígarettuna sína við af- greiðsluborðið og finnst ekkert skemmtilegra en að veita manni hin ýmsu tískuráð með flíkunum sem maður kaupir. Þar fást einnig háhæl- aðir skór í öllum litum. Já, það er eig- inlega uppáhaldsbúðin mín. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Oftast smá, sjaldnast engum. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Svarts leðurjakka sem ég keypti (jafn- vel aðeins of) dýrum dómum á flóa- markaði í París. Uppáhaldsflík? Grænblár kjóll með víðum ermum og furðulegu svörtu mynstri sem ég stytti og nota yfir bux- ur. Ég pikkaði hann út úr haug af ljót- um kjólum á sama markaði í París og hann kostaði sama og ekkert. Ég elska að finna falleg föt sem kosta nánast ekkert. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Til Parísar. Eða bara hvert sem er með stílistanum Patriciu Field. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ó, svo margt. Úff. Ég færi bara að gráta við að rifja það upp. SMEKKURINN KARÍTAS MÖLLER NEMI Í ARKITEKTÚR Háhæla›ir skór í öllum litum BOLUR frá Selmu Ragnarsdóttur fatahönnuði í Kjörgarði. PERLU- EYRNA- LOKKAR frá Perlu hafa feng- ið góðar viðtökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.