Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 26
Loftþrýstingur
Áður en lagt er af stað í lengri ferðir er gott að athuga loftið í dekkjunum. Það er mikið örygg-
isatriði að hafa réttan loftþrýsing í dekkjunum enda getur of mikið eða of lítið loft beinlínis ver-
ið slysagildra. Gættu þess einnig að hafa jafnan loftþrýsting í öllum dekkjum. [ ]
Almennar bílaviðgerðir
Jafnvígur á allan akstur
Volkswagen Touareg er einn
þeirra bíla sem sameinar
marga kosti. Sama er hvort
ekið er innanbæjar, úti á
þjóðvegi eða á fjöllum, alltaf
stendur Touareginn sig vel og
jafnvel gott betur.
Volkswagen Touareg telst í flokki
lúxusjeppa. Einkenni þeirra bíla er
að vera liprir og þægilegir um leið
og þeir eru kraftmiklir og yfirleitt
allstórir. Touareginn hefur notið
mikilla vinsælda eftir að hann kom
fyrst á markað fyrir rúmum tveim-
ur árum. Biðlistar hafa verið eftir
bílnum, og eru enn í Evrópu, ekki
síst eftir díselbílunum. Hér hafa
þeir þó verið fáanlegir um hríð án
biðar og fyrirsjáanlegt að svo veriði
áfram. Og vinsældir bílsins eru ekki
sprottnar af engu. Volkswagen Tou-
areg er margbrotinn bíll. Þegar ekið
er innanbæjar er hann þægilegur
og lipur lúxusbíll, á vegum liggur
hann eins og klettur og er framúr-
skarandi ferðabíll og þegar komið
er á grófari vegi reynist hann líka
ágætur fjallabíll.
Að innan er bíllinn vel búinn.
Sætin eru einstaklega þægileg og
takkar og mælar sem bílstjóri þarf
að nota afar aðgengilegir. Þrátt fyr-
ir tiltölulega margbrotið mælaborð
með margskonar stjórnrofum tekur
það nýjan bílstjóra ekki nema stutta
stund að átta sig. Bíllinn er búinn
lágu drifi, stillanlegum höggdeyf-
um (sport, comfort og auto) og stór-
skemmtilegri hækkanlegri loft-
púðafjöðrun (aukabúnaður í þessum
bíl) sem óneitanlega bæði bætir
akstursgæði hans og gerir hann um
leið að skemmtilegu leikfangi þess
sem hefur gaman af því að aka bíl. Í
hæstu stöðu fer veghæðin frá 237
mm upp í 300.
Þegar tveir sitja í aftursæti má
fella niður breiðan armpúða sem
gerir að verkum, ásamt góðu plássi
fyrir fætur, að bíllinn er lúxusfarar-
tæki fyrir fjóra fullorðna. Það eina
sem mætti finna að er að glasahald-
ara vantar aftur í en frammi í eru
þeir fyrir hendi og ágætir. Sömu-
leiðis er nokkuð lágt undir loft í
bílnum þannig að mjög hávaxið fólk
gæti rekið sig uppundir. Öryggis-
búnaður í Touaregnum er allur er
eins og við er að búast í lúxusbíl,
stöðugleikastýring, rafstýrð
driflæsing og aflhemlar, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Volkswagen Touareg er
skemmtilegur valkostur fyrir þá
sem hafa gaman af að aka bíl og
vilja sameina margskonar akst-
urseiginleika í einum bíl. Hækkun-
arbúnaðurinn og stillanlegir högg-
deyfar eru hér punkturinn yfir i-ið,
ásamt því að bíllinn er sparneytinn
miðað við það afl sem hann skilar.
Hér gildir þó það sama og svo oft að
verðið er ekki á allra færi.
steinunn@frettabladid.is
VOLKSWAGEN TOUAREG
þriggja lítra 225 hestafla sex cylindra
TDI dísilvél
Meðaleyðsla 10,9 lítrar á hundraði
Eyðsla í utanbæjarakstir 8,7 lítrar á
hundraði
sex þrepa sjálfskipting með hand-
skiptivali
Grunnverð: Kr. 5.950.000
AUKABÚNAÐUR Í BÍLNUM
SEM REYNSLUEKIÐ VAR
Leðuráklæði og rafstýrð sæti:
455.000
Loftpúðafjöðrun með stillanlegri
veghæð: 335.000
Lykillaust aðgengi: 125.000
REYNSLUAKSTUR
Söluhæsti bíll Evrópu er Renault Mega-
ne með 4,5 prósent markaðshlutdeild
eins og kemur fram á heimasíðu B&L,
bl.is. Í öðru sæti er Ford Focus með
fjögur prósent markaðshlutdeild og í
því þriðja er Volkswagen Golf með 3,5
prósent.
Renault Megane hefur verið geysilega
vinsæll í Evrópu og var meðal annars
útnefndur Bíll ársins árið 2003 í álfunni.
Megane spannar verulega breidd og er
bíllinn fáanlegur þriggja, fjögurra eða
fimm dyra og sem Sport Tourer lang-
bakur. Allar útgáfurnar eru gæddar ör-
yggi og góðum aksturseiginleikum en
línan hefur einmitt unnið fjölda verð-
launa fyrir tæknilegar útfærslur og
framúrskarandi hönnun.
Volkswagen Touareg svipar um margt í útliti til annarra lúxusjeppa. Volkswagensvipurinn leynir sér þó ekki.
Evrópa kann að meta Megane
RENAULT MEGANE ER SÖLUHÆSTI BÍLL EVRÓPU EN FAST Á HÆLA HANS FYLGJA
FORD FOCUS OG VOLKSWAGEN GOLF.
10 SÖLUHÆSTU BÍLAR EVRÓPU:
Renault Megane 4,5%
Ford Focus 4,0%
Volkswagen Golf 3,5%
Peugeot 206 3,2%
Opel Astra 3,2%
Citroen Xsara + C4 2,6%
Peugeot 307 2,5%
Ford Fiesta 2,3%
Renault Clio 2,1%
Opel Corsa 2.0%
Renault Megane Sport er nýleg viðbót í
línuna.