Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 48
Sjokkrokkarinn Alice Cooper,sem spilar í Kaplakrika 13.ágúst, hefur gefið út tugi
platna á 35 ára ferli sínum. Á
meðal þekktustu laga hans eru
Poison og School’s Out en auk þess
hefur hann komið fram í nokkrum
hryllingsmyndum í gegnum tíðina.
Einnig muna margir eftir honum
úr kvikmyndinni Wayne’s World
þar sem hann lék sjálfan sig.
Fallaxir og spennitreyjur
Hlakkarðu til að koma til Íslands?
„Það verður frábært. Við
höfum aldrei farið þangað áður en
við höfum heyrt mikið um landið.
Auðviðtað þekkja flestir bara
Björk en við vitum samt að
Reykjavík er mjög svöl rokk og
ról-borg.“
Við hverju mega íslenskir áhorf-
endur búast á tónleikunum?
„Viðbrögð þeirra verða í góðu
samræmi við það sem við berum á
borð til þeirra. Síðustu 35 ár hefur
Alice Cooper verið með aðeins
eina tegund af tónleikum, þar sem
við göngum algerlega fram af
áhorfendum. Þetta verður alls-
herjar leikhús- og tónlistarsýning.
Við spilum 28 lög og flest fólk
hefur heyrt svona 20 af þeim í út-
varpinu. Það verður mikið um
leikhúsatriði eins og notkun fall-
axar og spennitreyju og síðan
verða þarna vampírur. París
Hilton mætir þarna og lætur bíta
á sér hálsinn og við verðum með
gerviblóð og blöðrur. Í lok tónleik-
anna líður þér eins og þú hafir
farið í besta partíið þitt á öllu ár-
inu. Það er það skemmtilega við
þetta. Áhorfendur eiga ekki eftir
að fá neina stund til að kasta
mæðinni. Ég hef verið að gera
þetta síðan 1964 eða ‘65. Einhver
gæti haldið að maður væri kom-
inn með leið á þessu en spurðu
bara Ozzy eða McCartney að því
sama. Ef þú ert rokkari og átt góð
lög á lager færðu aldrei leið á
þessu.“
Þú varst fyrstur til að blanda
saman leiksýningu og tónleikum,
ekki satt?
„Við vorum fyrstir til þess, á
undan Bowie og langt á undan
Kiss. Enginn hafði áður notað
leikmuni eða farða á undan Alice
Cooper þannig að við brutum ís-
inn og fundum upp þennan nýja
miðil. Síðan kom Bowie á eftir
okkur.“
Hvernig fékkstu þessa hugmynd?
„Í menntaskóla voru listir mitt
aðalfag og ég var mikill aðdáandi
Salvador Dali, eins og bassaleik-
arinn minn og gítarleikarinn. Við
fórum allir í sömu tímana. Þegar
við byrjuðum í hljómsveitinni
urðum við sjónrænir og fannst
það alveg eðlilegt en það sem við
gerðum á sviði var ekki eðlilegt. Á
þessum tíma fannst mér rokkið
þurfa á þorpurum að halda. Það
var nóg af hetjum en það vantaði
þorpara. Þess vegna skapaði ég
Alice til að búa til Kaftein Krók
rokksins. Í 35 ár hefur Alice verið
aðalvampíran og erkióvinurinn.
Það er gaman að leika þennan
karakter vegna þess að ég þarf
ekki alltaf að vera hann. Á kvöld-
in er ég Alice en þegar ég fer af
sviðinu verð ég venjulegur aftur.“
Þriggja barna faðir
Hvernig ertu þegar þú ert venju-
legur?
„Bara eins og allir aðrir. Ég á
þrjú börn og hef verið kvæntur í
29 ár. Ég er dálítið sérvitur og
fjölskyldan mín kannski líka en
það merkilega er að börnin mín
hafa aldrei lent í neinum vand-
ræðum. Þau hafa aðlagast mjög
vel. Þú þarft að eyða miklum tíma
með börnunum þínum til að þau
aðlagist umhverfinu. Konan mín
er þekktur ballettkennari þannig
að hún er fræg líka. Dætur mínar
eru að læra að verða ballerínur og
síðan er sonur minn, sem er tví-
tugur, með sína eigin hljómsveit
(Runaway Phoenix) sem er frekar
góð.“
Hefurðu gaman af ballett?
„Ég hef farið að sjá ballett og
skil hann miklu betur núna. Margt
af því sem ég hef séð þar hef ég
fært yfir í rokkið, til dæmis varð-
andi lýsinguna uppi á sviðið og
leikrænu tilþrifin. Ég hitti konuna
mina þegar hún var ballettdansari
á Welcome to My Dramatics-
túrnum 1975 til ‘76. Þá hitti ég
hana first. Þetta virkaði líka vel
því Alice er svo mikið skrímsli á
sviðinu en á sama tíma er þessi
ballett í gangi fyrir aftan hann.
Núna er 24 ára dóttir mín að
dansa sama ballettinn við lagið
Only Women Bleed eins og konan
mín gerði. Ég reyni að halda
svona löguðu í fjölskyldunni,“
segir hann og hlær. „Nú á bara
tólf ára dóttir mín eftir að bætast
í hópinn.“
Þú ert ekkert á leiðinni að setjast
í helgan stein?
„Ef þú hugsar um menn eins og
Bowie, Mick Jagger, Rod Stewart,
McCartney og mig þá er þetta
fyrsta kynslóðin af tónlistar-
mönnum sem veit ekki hvenær
hún á að hætta. Ég veit það að
plöturnar mínar eru alltaf að
verða betri og betri og tónleikarn-
ir mínir eru betri en á áttunda
áratugnum, þannig að ég sé enga
ástæðu til að hætta. Sem betur fer
lít ég líka út eins og ég gerði árið
1975. Ég er með svipaðan líkama,
hef aldrei þurft að glíma við
aukakílóin eða misst hárið. Ég er
heldur ekki með mikið af hrukk-
um og er eiginlega bara alltaf
eins.“
Stundarðu líkamsrækt?
„Ég fæ nóg af henni á tónleik-
um. En þegar ég var í mennta-
skóla var ég langhlaupari og það
hefur hjálpað mér að halda þetta
allt saman út.“
Góðvinur Bítlanna
Þú hefur hitt marga þekkta tón-
listarmenn á þínum ferli. Hver er
sá eftirminnilegasti?
„Ég hef hitt alla sem vert er að
nefna. Þegar þú varst krakki í
menntaskóla hefðirðu aldrei trúað
því að þú myndir hitta Bítlana en
á endanum urðu þeir góðir vinir
okkar. Ég og John Lennon drukk-
um oft saman og ég hef farið
nokkrum sinnum í mat til Mc-
Cartney. Ég og George vorum líka
vinir og fórum oft út að skemmta
okkur og ég hitti Ringo oft. Hefði
einhver sagt mér þetta þegar ég
var 16 ára hefði ég sagt að hann
væri brjálaður. Ég hef hitt Stones,
þeir eru vinir okkar og líka Led
Zeppelin. Við eyddum miklum
tíma með þeim því við byrjuðum í
þessu á sama tíma. Við bjuggum
líka í sama húsi og Pink Floyd.
Bob Dylan er eina persónan sem
ég hefði viljað kynnast aðeins
betur. Ég hitti hann nokkrum sinn-
um en okkur gafst ekki tími til að
setjast niður og spjalla.“
Hvað um Jim Morrison?
„Hann var einn af þeim sem
höfðu slæm áhrif á mig þegar ég
var ungur,“ segir Cooper og hlær.
„Ég fór til Los Angeles þegar
hljómsveitin var að reyna að slá í
gegn og hver heldurðu að hafi
verið fyrsta hljómsveitin sem við
hittum? The Doors. Ég eyddi tíma
með Morrison og drakk allt of
mikið. Við hittum mjög oft hann,
Janis Joplin og Jimi Hendrix. Þú
getur rétt ímyndað þér að drykkj-
an hafi farið úr böndunum,“ segir
hann og hlær á ný.
Gæðin skipta ekki máli
Þú hlýtur að vera ánægður með
farsælan feril?
„Ef þú nærð plötu sem slær í
gegn í þessum bransa er það eins
og að vinna í lottói. Það er mjög
erfitt, en að ná 10-11 plötum í við-
bót er ótrúlegt. Það eina sem
skiptir máli er að trúa því að þú
þurfir að semja góð lög til að halda
dampi. Núna eru hljómsveitir
heppnar ef þær ná tveimur vin-
sælum plötum. Mér finnst samt
margar af þessum nýju sveitum
góðar eins og The White Stripes,
Jet, The Vines, The Strokes og The
Hives en eftir svona fimm ár veit
ég ekki hvort þær verði ennþá til.
Þær hafa hæfileikana en eins og
plötubransinn er og útvarpið er
eins og að eftir tvær plötur sé far-
ið að leita að nýjum hljómsveitum.
Ef Paul McCartney semdi plötu
núna sem væri betri en Sgt. Pepp-
ers yrði hún ekki spiluð í útvarpi,
sem er fáránlegt. Ef U2 reyndi að
fá plötusamning og enginn hefði
heyrt í þeim fengju þeir ekki
samning því þær væru of gamlir.
Gæðin skipta ekki máli núna held-
ur það sem er nýtt. Ég bara skil
ekkert í þessu. Ég gæti gefið út
mína bestu plötu en hún yrði
aldrei spiluð. Núna geri ég bara
plötur fyrir aðdáendur mína, sem
eru milljón manns. Mér dettur
ekki í hug að þær komist í útvarp-
ið og það er frekar fúlt. Í staðinn
spila þeir bara ungar hljómsveitir
sem hljóma alveg eins og Blink
182.“
Hvað finnst þér um poppið í dag?
“Ég hef alltaf gaman af góðu
popplagi. Þegar ég heyrði Oops I
Did It Again fannst mér það ansi
gott og ég gerði alls ekki lítið úr
því. Í poppi er margt rusl og líka í
þungarokki, kántríi og hip hoppi.
En stundum kemur frábært lag
fram, eins og þegar ég heyrði My
Sherona fyrst og líka þegar ég
heyrði Vertigo með U2. Ég hef
aldrei verið mikill aðdáandi U2 en
þegar ég heyrði lagið fannst mér
það frábært. Mér er alveg sama
hver það er, ef hann gerir góða
plötu hlusta ég á hana.
Hvað finnst þér um sveitir eins og
Marilyn Manson og Slipknot?
„Þær eru auðvitað algjörar
eftirlíkingar af Alice Cooper, en
það er allt í lagi. Það eina sem þær
þurfa að læra er að ef þær ætla að
halda velli verða þær að semja
góð lög. Það eina sem vantar í
þessar sveitir er þessi klassísku
lög en þær eru ungar og hafa
tíma. Það eru margar athyglis-
verðar hljómsveitir þarna úti.
Mér finnst Rob Zombie til dæmis
mjög góður. Hann hefur gert at-
hyglisverða hluti.“
Þar með voru mínar fimmtán
mínútur með Alice Cooper liðnar
og hann gat farið að leiða hugann
að því að ganga fram af rokkþyrst-
um spænskum áhorfendum í enn
eitt skiptið.
32 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Sjokkrokkarinn heimsfrægi Alice Cooper heldur tónleika hér á landi hinn 13. ágúst næstkomandi. Cooper,
sem er á tónleikafer› um Evrópu, var staddur í Barcelona a› búa sig undir tónleika kvöldsins flegar Freyr
Bjarnason ræddi vi› hann.
ALICE COOPER Sjokkrokkarinn ætlar ekkert að gefa eftir í Kaplakrika 13. ágúst.
AÐALVAMPÍRAN Í 35 ÁR