Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 22
22 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR Hulda Parrish flutti fimm ára gömul til Ástralíu ásamt foreldrum sínum og bræ›rum. Fyrir sex mán- u›um var› henni ljóst a› hún myndi lúta í lægra haldi fyrir krabbameini. Hún ákva› flá a› láta hinstu ósk sína rætast, sem var a› koma til Íslands og hitta ömmu sína. Edda Jóhannsdóttir fór og hitti Huldu og fjölskyldu hennar. ÁHrafnistu er líf og fjörþegar mig ber að garði. Sól-in skín og gamla fólkið sit- ur úti í blíðunni og býður glaðlega góðan daginn. Ég er með herberg- isnúmerið á hreinu og held rak- leiðis þangað eftir að hafa skipst á nokkrum orðum við stúlkuna í af- greiðslunni. Það er opið inn í her- bergið og þegar ég gægist inn sé ég að gömul kona, vafin inn í teppi, situr á stól rétt við dyrnar. Hún steinsefur. Ég geri ráð fyrir að þetta sé Hulda Guðjónsdóttir, amman sem Hulda yngri þráði svo heitt að hitta. Hulda Parrish staðfestir þetta þegar hún kemur skömmu síðar ásamt föður sínum, dóttur og litlum afastrák, og öll vefja þau ömmu sína örmum. Gamla konan bregst þó varla við. „Hún er orðin svo lasburða eftir að hún tvífótbrotnaði fyrir tveimur árum. Í framhaldi af því varð hún þunglynd og nú er eigin- lega enginn lífsneisti lengur. Amma, sem var alltaf svo hress og kát. Hún kom nokkrum sinnum og heimsótti okkur til Ástralíu og þá var hátíð. Hún vílaði ekki fyrir sér að labba langar leiðir og smit- aði okkur með lífsgleði sinni. Nú er hún á lyfjum sem gera hana sljóa og erfitt að ná sambandi við hana,“ segir Hulda og horfir ást- úðlega á ömmu sína. „Það er líka erfitt fyrir mig að nálgast hana af því hún skilur ekki enskuna mjög vel og ég tala orðið enga íslensku lengur. Ég er næstum búin að gleyma öllu sem ég lærði þegar ég kom hingað 18 ára. Samt fór ég í kvöldskóla þá til að læra ís- lensku,“ segir hún hlæjandi. En Hulda skilur þó heilan hell- ing í íslensku þó hún sé feimin að tjá sig á málinu. Og gamla konan fylgist vel með því sem gerist í kringum hana þó hún segi ekki margt. Hreinskilnislegur dauðadómur Það eru aðeins fjórir dagar síðan Hulda kom með litlu fjölskylduna sína til Íslands: dóttur sína, Sue- Anne, 20 ára, og dóttursoninn Log- an, fjögurra ára. Pabbi hennar, Jón Parrish, kom nokkrum dögum áður. Þegar hann heyrði að Hulda ætlaði til Íslands ákvað hann að slást í förina og sjá móður sína í síðasta sinn, en gamla konan verð- ur 84 ára í ágúst. Jón reiknar ekki með að sjá móður sína aftur eftir að hann snýr heim til Ástralíu. Ferðalangarnir eru alsælir með ferðalagið hingað til. „Ég var svo spennt að koma með dóttur mína og barnabarn hingað og sýna þeim það sem ég mundi best frá Íslandi,“ segir Hulda. „Ég get ekki lýst því hvernig mér leið þegar við stig- um út úr flugvélinni. Ég var spennt en líka óskaplega ham- ingjusöm. Þetta var langt og krefjandi ferðalag og fyrsta hugsunin var auðvitað að komst í sturtu og skipta um föt. Nú erum við búin að vera hér í fjóra daga og fórum í gær að Gullfossi, Geysi og á Þingvelli og Laugar- vatn með frænkum og frændum úr móðurfjölskyldunni minni. Það var alveg yndislegt.“ Ferðalög eru þó ekki bara ynd- isleg fyrir Huldu því hún þarf að taka á öllu sem hún á og úthaldið er lítið. Þegar við hittumst er hún þjáð af verkjum en jákvæð og glöð og ber sig vel. Hún er búin að sætta sig við veikindin, fara í gegnum reiðina, sorgina og sjálfs- vorkunnina. „Ég var á tímabili mjög upptekin af spurningunni af hverju ég? Svo fór ég að hugsa af hverju ekki ég? Þegar ég greind- ist með krabbamein í legi fyrir ári voru læknarnir bjartsýnir. Ég fór í skurðaðgerð og legið var tekið, og svo tóku við geislar og lyf. Eftir það allt saman kom í ljós að meinið hafði breiðst út og það voru komin meinvörp í lungun. Það var svo kvenlæknir sem sagði mér hreint út að ég væri að deyja. Ég yrði bara að nota vel þann stutta tíma sem eftir væri. Mér fannst þetta miskunnarlaust og ósanngjarnt fyrst, en svo ákvað ég að eyða ekki dýrmætri orku í að vera svekkt og leið yfir því sem ég gæti ekki breytt. Það var þarna sem ég fann hvað Ísland og ekki síst amma voru mikilvægir þættir í lífi mínu og ákvað að koma einu sinni heim áður en ég dæi.“ Hindranir á veginum Þegar ákvörðunin um ferðina hafði verið tekin tók við undirbún- ingur en þá rakst Hulda á ótal hindranir. „Það voru náttúrlega í fyrsta lagi peningar, ég átti ekki of mikið af þeim,“ segir hún. „En pappírsmálin voru þó mesta strögglið. Ég er íslenskur ríkis- borgari og kom til Ástralíu á sín- um tíma á vegabréfi mömmu. Ég fékk reyndar vegabréf þegar ég kom til Íslands 18 ára, en það var útrunnið. Til að fá nýtt þurfti að finna gögn áratugi aftur í tímann, eða frá því við fluttum út, og allt þess háttar tekur tíma í Ástralíu. Þá þurfti ég líka áritun til að kom- ast aftur inn í landið. Þegar ég var loksins búin að fá öll gögn og af- henda þau í íslenska sendiráðinu úti gekk þetta fljótt og vel fyrir sig. Þá sögðu læknarnir hins veg- ar að ég gæti ekki farið. Mér skildist að þeir ætluðu að hefja nýja meðferð og svo vildu þeir meina að ég þyldi ekki ferðalagið. Það varð hins vegar ekkert úr meðferðinni og ég ákvað að láta ekkert stoppa mig. Við fengum öll flensu um það leyti sem við lögð- um af stað, en það var minnihátt- ar og nú erum við hér,“ segir hún og ljómar af gleði. Í þeim orðum töluðum mætir ljósmyndarinn og heilsar öllum með virktum, ekki síst gömlu kon- unni, sem hefur ekki haggast í stólnum sínum fram að þessu. Hún kann þó greinilega vel að meta hvað ljósmyndarinn er kátur og skemmtilegur og samþykkir að koma með út í sólina og sitja fyrir á mynd. Alein á ströndinni í Sydney Á meðan spjalla ég örlítið við Jón, sem talar enn góða íslensku þrátt fyrir rúmlega 35 ára fjarveru. Hann segist hafa verið búinn að fá sig fullsaddan af Íslandi þegar hann flutti á sínum tíma. „Ég hafði tekið lán sem áttu að gera fólki auðveldara að eignast hús- næði, en þegar til kom réð enginn neitt við neitt vegna verðbólgunn- ar. Ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um það,“ segir Jón, sem var einn fjölmargra Íslendinga sem tóku sig upp með fjölskyldur sín- ar á árunum 1968 og ‘69 og héldu ýmist til Svíþjóðar eða Ástralíu í leit að betra lífi. „Ég er prentmyndasmiður að mennt og vann við það til að byrja með. Við byggðum okkur hús og gekk bara ágætlega að aðlagast. Það var auðvitað margt sem þurfti að venjast, allt önnur menn- ing, eða ómenning liggur mér við að segja, og þeir sem töluðu ekki ensku voru ekki vel séðir. Þeir voru kallaðir wog, sem þýðir trú- lega western oriental gentleman. En krakkarnir voru fljótir að ná málinu, kannski á kostnað íslensk- unnar, og við kunnum fljótlega mjög vel við okkur. Ég var hvort sem er hundsvekktur á Íslandi og saknaði til að byrja með einskis. Seinna saknaði ég matarins og nú fáum við okkur eina með öllu á hverjum degi. Ég var líka svo sæll með veðráttuna þarna og náttúr- una,“ segir hann hlæjandi og rifj- ar upp fyrsta dag fjölskyldunnar í Sydney. „Við fórum beinustu leið á ströndina og skildum ekkert í því að við höfðum hana alveg út af fyrir okkur. Skýringin var auðvit- að sú að það var hávetur og ekki nokkur Ástrali sem lætur sjá sig á ströndinni í 20 stiga hita“. Með búgarð í Ástralíu Myndatökunni er lokið og Huldurn- ar tvær komnar aftur inn í fylgd Sue-Anne og Logans. Það hefur greinilega hýrnað yfir gömlu kon- unni. „Við ætlum bara að slaka á hérna með ömmu í dag,“ segir Hulda. „Ég þarf líka að hugsa vel um mig og ætla mér ekki um of.“ Í Ástralíu býr Hulda á búgarði Hinsta óskin rætist á Íslandi HULDA PARRISH Kom til Íslands til að kveðja í hinsta sinn. Hún elskar landið og nýtur hér hverrar mínútu með fjölskyldu sinni. FIMM KYNSLÓÐIR Sue-Anne, dóttir Huldu, Logan, barnabarn hennar, Hulda yngri , Hulda eldri og Jón. 80 ár eru á milli þess yngsta og elsta. ÖMMUSTRÁKUR Logan, fjögurra ára barnabarn Huldu Parrish, kom með henni alla leið til Íslands frá Ástralíu. Hann er yfir sig hrifinn af fjöllunum á Íslandi og uppáhaldsfjallið hans og ömmu er Esjan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.