Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 44
Síðastliðinn apríl stóðu Heim-spekistofnun Háskóla Ís-lands og Siðfræðistofnun
fyrir tveggja daga málþingi, Páls-
stefnu, til heiðurs Páli Skúlasyni
heimspekingi og þáverandi rektor
í tilefni af sextugsafmæli hans. Á
málþinginu voru flutt fimmtán er-
indi sem nú hafa verið gefin út á
bók ásamt grein eftir Róbert H.
Haraldsson, sem ekki flutti erindi
á málþinginu. Bókin heitir Hugs-
að með Páli og er ritstýrt af
Róberti H. Haraldssyni, Salvöru
Nordal og Vilhjálmi Árnasyni.
Í formálsorðum að bókinni
segir Vilhjálmur Árnason frá því
hvernig Páll og Þorsteinn Gylfa-
son unnu að því að koma á fót
heimspekinámi til BA-prófs við
HÍ, sem hófst árið 1972, og hvern-
ig þeir ásamt Mikael Karlssyni
byggðu upp heimspekinámið við
skólann.
Vilhjálmur segir frá því að Páll
hafi stungið upp á því að fram-
sögumenn á málþinginu tækjust á
við eitthvað úr höfundarverki
hans og tengir Vilhjálmur þennan
vilja Páls við eitt þekktasta atrið-
ið í heimspeki hans; mikilvægi
gagnrýninnar hugsunar. Vísað er
til orða Páls í því samhengi: „ein
mikilvæg leið til að sýna fólki
virðingu og tillitssemi (...) er að
gagnrýna hugmyndir þess og
skoðanir, enda leitast vinir við að
leiðbeina hver öðrum.“
Umfjöllun um gagnrýna hugs-
un er annað af helstu umfjöllunar-
efnum bókarinnar en hitt er náttt-
úrusiðfræði Páls.
Gagnrýnin hugsun
Greinar Guðmundar Heiðars Frí-
mannssonar, Mikaels Karlssonar
og Björns Þorsteinssonar fjalla
allar um gagnrýna hugsun í heim-
speki Páls Skúlasonar en gagn-
rýnin hugsun hjá Páli er hugsun
sem „fellst ekki á neina skoðun
eða fullyrðingu nema hún hafi
fyrst rannsakað hvað í henni felst
og fundið fullnægjandi rök fyrir
henni“. Þetta felur í sér að mönn-
um beri að gagnrýna skoðanir
annarra viti þeir að skoðanirnar
séu rangar því Páll segist aldrei
hafa heyrt neinn rökstuðning
fyrir því, sem oft er haldið fram á
mannamótum, „að virða beri
skoðanir annarra“. Hin gagnrýna
hugsun Páls á því bæði við um það
hvernig maðurinn sér eigin skoð-
anir og eins hvaða augum hann lít-
ur skoðanir annarra.
Ein þekktasta grein Páls er
greinin „Er hægt að kenna gagn-
rýna hugsun?“ sem fjallar um
hvort hægt sé að kenna þá hugsun
sem var gróflega lýst hér að ofan.
Mikael telur Pál ekki hafa svarað
spurningunni um hvort hægt sé að
kenna gagnrýna hugsun og að
gaman væri ef hann tæki upp
þráðinn aftur og reyndi að klára
verkið. Hann er auk þess efins um
að hægt sé að tala um gagnrýna
hugsun, því hugsun sé í eðli sínu
gagnrýnin og því væri fjarstæða
að tala um ógagnrýna hugsun.
Guðmundur Heiðar tekur í
sama streng og Mikael og telur að
Páll hafi ekki svarað spurning-
unni en telur jafnframt að líklega
sé það ekki hægt. Samkvæmt
Guðmundi beitum við alltaf gagn-
rýninni hugsun þegar við hugsum
en við gerum það bara misvel.
Náttúran sem sjálfstæð heild
Þorvarður Árnason ræðir ítarlega
um náttúrusiðfræði Páls í grein-
inni „Hvernig kemur heimurinn
okkur við“. Þar vitnar hann meðal
annars til orða Páls um að það að
bera virðingu fyrir náttúrunni
merki að viðurkenna að hún lúti
ekki vilja mannsins og vitund
heldur sé hún sjálfstæður veru-
leiki sem maðurinn uppgötvar.
Í greininni „Staður, Náttúra og
Umhverfi“ beitir Ólafur Páll
Jónsson einum af hornsteinum
siðfræði Immanuels Kants á nátt-
úruna. Samkvæmt Kant á aldrei
að koma fram við aðrar mann-
eskjur sem tæki heldur ávallt sem
sjálfstæð markmið. Þetta felur
meðal annars í sér að við eigum
ekki að beita eða spilla öðrum
mönnum okkur til miklunar. Af
orðum Ólafs má ætla að við
megum heldur ekki nota náttúr-
una á þennan hátt því að gildi
náttúrunnar sé í vissum skilningi
aftengt mannlegum hagsmunum.
Gildi manna og gildi náttúrunnar
ræðst því ekki af þeirri gagnsemi
sem aðrir menn geta haft af þeim.
Þótt grein Þorsteins Gylfason-
ar fjalli ekki um sýn Páls Skúla-
sonar á náttúruna heldur um tákn
er í henni hugsun sem tengja má
við pælingar Páls. Til að undir-
strika hvað tákn sé segir Þor-
steinn að það hafi verið hugmynd
Guðjóns Samúelssonar að Þjóð-
leikhúsið ætti að tákna álfhamar.
Svo nefnir hann til sögunnar silf-
urbergið í hvelfingunni í loftinu
yfir anddyri Háskólans og segir
það vera minni um hlutverk ís-
lensks silfurbergs í sögu ljós-
fræðinnar og ljóstækninnar en að
hvelfingin sé ekki táknmynd því
hún sé ekki mynd af neinu.
Þorsteinn segir að það geti
dregið mátt úr hlutunum að tala
um þá sem tákn og vísar hann til
þess að hafa heyrt Eyjabakka og
Þjórsárver kölluð „tákn öræf-
anna“ í útvarpinu. Það finnst Þor-
steini vera máttlítil náttúruvernd-
arstefna, því frekar ætti að friða
þessa staði fyrir eigin mátt þeirra
eða vegna þess að þeir eru at-
hvörf fyrir gæsir en vegna þess
hvernig maðurinn tákngerir þá.
Með því að tákngera staði í náttúr-
unni er verið að draga úr gildi
þeirra sem sjálfstæðra náttúru-
fyrirbæra.
Sigríður Þorgeirsdóttir notar
sambærileg rök þegar hún talar
um samband manna og dýra. Hún
vitnar til orða ástralska heim-
spekingsins Peters Singers um að
„bæði menn og dýr búi þetta land“
og að mennirnir geti ekki verið
einráðir um not á náttúrunni því
ef þeir geri það brjóti þeir á henni
og dýrunum sem þar búa. Sigríði
er mikið niðri fyrir og endar grein
sína á því að lýsa þeirri skoðun
sinni að þegar Hálslón við Kára-
hnjúkavirkjun verði fyllt muni
það blasa við eins og „skítabali í
stássstofu landsins”. Sigríður
setur að lokum fram eftirfarandi
spurningu: „Hvernig datt ykkur í
hug að setja gangráð í heilbrigt
hjarta?“.
Í umfjöllunum heimspeking-
anna eru því sameiginleg stef
enda fjalla greinarnar að meira
eða minna leyti um heimspeki
Páls. Það eru þessi sameiginlegu
stef í máli heimspekinganna sem
gera bókina þéttari og áhugaverð-
ari aflestrar, því í henni er skýr
rauður þráður þótt efnistök og
höfundar séu afar ólíkir.
Sérhæfðari umræða, skemmti-
lesning og gagnsemi
Í öðrum greinum bókarinnar en
minnst hefur verið á hér er kafað
djúpt í einstök atriði í heimspeki
Páls. Svavar Hrafn Svavarsson
og Kristján Kristjánsson taka
fyrir einstök atriði í siðfræði
hans og Eyjólfur Kjalar Emilsson
fjallar um hamingjuhugtakið í
heimspeki Páls, Platóns og
Aristótelesar.
Gunnar Harðarson rifjar upp
bakgrunn heimspekikennslunnar
við HÍ í greininni „Hugsað við
Lögberg“ og það hvernig Páll,
Þorsteinn og Mikael komu honum
fyrir sjónir sem ungum manni.
Auk þess ber að nefna
skemmtilega grein eftir Jón Kal-
mannsson um heimspekina í kvik-
myndinni Groundhog Day þar
sem hann greinir einstök atriði í
myndinni og tengir þau við heim-
speki Páls.
Bók þessi ætti bæði að að geta
gagnast sem inngangsrit fyrir þá
sem vilja aðeins kynna sér helstu
atriði heimspeki Páls Skúlasonar
og einnig fyrir þá sem sem þekkja
til heimspeki hans og vilja sökkva
sér ofan í ákveðin atriði hennar.
Hér er því miður aðeins rúm til að
reifa helstu atriði sumra ritgerð-
anna en bókin er fróðleg,
skemmtileg og litrík hvað varðar
efnistök og stíl höfundanna því
þeir eru á mismunandi aldri, hafa
mismunandi bakgrunn og hugsa á
mismunandi máta, þótt allir séu
þeir að fjalla á einn eða annan hátt
um heimspeki Páls. Bókin er því
einnig ágætis inngangur að
hugsun íslenskra heimspekinga
því margir af helstu heimspek-
ingum þjóðarinnar eiga ritgerðir í
bókinni.
ingi@frettabladid.is
28 30. júlí 2005 LAUGARDAGUR
PÁLL SKÚLASON Í nýrri bók sem heitir Hugsað með Páli fjalla vinir, samstarfsmenn og fyrrum nemendur Páls Skúlasonar heimspek-
ings um heimspeki hans. Páll er einn af brautryðjendum akademískrar heimspeki á Íslandi því hann kom því leiðar ásamt Þorsteini
Gylfasyni að byrjað var að bjóða upp á heimspeki til BA-prófs við HÍ á fyrri hluta áttunda áratugarins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
I M
AG
G
Gangrá›ur í heilbrig›u
hjarta Íslands
Út var a› koma hjá Háskólaútgáfunni safn me› ritger›um tileinku›um Páli
Skúlasyni sextugum. Í ritger›unum fjalla vinir, samstarfsmenn og fyrrum nem-
endur Páls á gagnr‡ninn hátt um heimspeki hans og hug›arefni.
Að bera virðingu fyrr
náttúrunni merkir fyrst
og fremst að viðurkenna að
hún lýtur ekki vilja okkar
og vitund, hún er sjálfstæður
veruleiki sem við
uppgötvum.
,,