Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 30.07.2005, Blaðsíða 53
■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Tónleikar danska orgelleikar- ans Anne Kirstine Mathiesen sem leikur á tónleikum á vegum Sumar- kvölds við orgelið í Hallgrímskirkju.  15.00 Tónleikar sem bera yfirskrift- ina Aðall og alþýða, England á 17. öld haldnir í Skálholtskirkju. Þá munu hljóma verk eftir tónskáldin William Lawes, Tobias Hume og Nicholas Lanier. Bachsveitin í Skál- holti flytur. Leiðari verður Jaap Schröder og Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur.  16.00 Á níundu tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jóm- frúarinnar við Lækjargötu, kemur fram kvartett danska saxófónleikar- ans Dorthe Höjland. Auk hennar skipa kvartettinn þeir Jacob Højland á píanó, Andreas Dreier á bassa og Søren Olsen á trommur. Kvartettinn mun flytja jazzstandarda í bland við eigin tónsmíðar Dorthe Höjland. Tónleikarnir standa til kl. 18.  17.00 Hljómsveitin Kimono heldur tónleika í garðinum á skemmtistaðn- um Sirkus.  17.00 Djúpstrengjahópurinn Lilja flytur efnisskrá sem heitir Boccherini ungur að árum og áhrifavaldar hans. Einleikarar á tónleikunum eru Hanna Loftsdóttir og Steinunn Stef- ánsdóttir sellóleikarar.  21.00 Bachsveitin í Skálholti flytur Stabat Mater eftir Boccherini í Skál- holtskirkju. Leiðari verður Jaap Schröder og einsöngvarar Hlín Pét- ursdóttir sópran, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfs- son tenór. ■ ■ OPNANIR  15.00 Guðrún Pálína Guðmunds- dóttir opnar 2 sýningar í Ketilhús- inu, „Anna bara Anna“ í aðalsal og „Svipir“ á svölum. Sýningin stendur til 21. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 37LAUGARDAGUR 30. júlí 2005 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 28 29 30 31 1 Laugardagur JÚLÍ Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 5/7, 11/7, 12/7, 13/7 kl. 14-18 6/7, 7/7, 8/7, 14/7, 15/7, 17/7, 22/7, 28/7 kl. 14-20 10/7, 17/7 kl. 12-18 LOKAÐ 18/7 - 21/7, 23/7-27/7, 29/7-11/8 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl 14, Su 21/8 kl 14 Næstu sýningar eru: 5. sýn. laug. 6/8 kl. 14 sæti laus 6. sýn. sun. 7/8 kl. 14 sæti laus 7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 sæti laus Draugasetrið Stokkseyri S. 483-1202 www.draugasetrid.is draugasetrid@draugasetrid.is Sumaropnun á Draugasetrinu Pakkatilboð fyrir hópa Kaffiveitingar í hliðarsal Hlaðborð um helgar Alla daga frá kl. 14:00 - 21:00 Ísland, sækjum það heim! Um helgina ver›ur sannköllu› maraflon- helgi á Sumartónleikum í Skálholtskirkju flví flar ver›a haldnir sex tón- leikar í kirkjunni og ver›ur dagskrá fleirra einkar fjölbreytt. Nú um helgina fer fram fjórða tón- leikahelgi Sumartónleika í Skál- holtskirkju í ár en um helgina verða alls sex tónleikar haldnir í Skál- holtskirkju. Dagskráin í dag hefst að venju á fyrirlestri í Skálholtsskóla klukkan 14 en þá mun Steinunn Stefánsdótt- ir sellóleikari fjalla um tónskáldið Luigi Boccherini. Klukkan 15 í dag verður flutt efnisskrá undir yfirskriftinni Aðall og alþýða, England á 17. öld. Þá munu hljóma verk eftir tónskáldin William Lawes, Tobias Hume og Nicholas Lanier. Bachsveitin í Skál- holti flytur. Leiðari verður Jaap Schröder og Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur. Á öðrum tónleikum laugardags- ins kl. 17 flytur djúpstrengjahópur- inn Lilja efnisskrá sem heitir Boccherini ungur að árum og áhrifavaldar hans. Einleikarar á tónleikunum eru Hanna Loftsdóttir og Steinunn Stefánsdóttir sellóleik- arar. Þriðju tónleikar laugardagsins fara fram klukkan 21. Þá flytur Bachsveitin í Skálholti Stabat Mater eftir Boccherini. Leiðari verður Jaap Schröder og einsöngvarar Hlín Pétursdóttir sópran, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór. Á sunnudag kl. 15 verða tónleik- arnir Aðall og alþýða, fyrstu tón- leikar laugardagsins endurteknir. Í messunni kl. 17 á sunnudag frumflytur Bachsveitin í Skálholti, ásamt einsöngvurunum þremur, þeim Hlín Pétursdóttur, Mörtu Guð- rúnu Halldórsdóttur og Eyjólfi Eyj- ólfssyni, sálminn Önd mín og sála upp sem fyrst í útsetningu Þóru Marteinsdóttur. Þóra er eitt af stað- artónskáldunum í Skálholti í ár en hún er úr hópi okkar yngstu tón- skálda. Á mánudaginn 1. ágúst kl. 15 verða kvöldtónleikar laugardagsins endurteknir. Frekari upplýsingar um Sumar- tónleika í Skálholti má finna á www.sumartónleikar.is. ■ Fjór›a tónleikahelgin í Skálholtskirkju BACHSVEITIN Í SKÁLHOLTI Flytjendur á tónleikunum í Skálholtskirkju um helgina verða þeir Dean Ferrell kontrabassa- og viólóne- leikari, Bachsveitin í Skálholti, djúpstrengjahópurinn Lilja og einsöngvararnir Hlín Pétursdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson. EKKI MISSA AF… ...ljóðahátíð Nýhils sem hófst í gær og lýkur í nótt í Klink og Bank. Dagskráin hefst í dag klukkan 12 með málþingi í Nor- ræna húsinu. ...tónleikum danska orgelleikar- ans Anne Kirstine Mathiesen í Hallgrímskirkju klukkan 12 í dag. ...dagskrá sumartónleika í Skál- holtskirkju sem standa yfir alla helgina og fram á mánudag. Á níundu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu í dag kemur fram kvartett danska sax- ófónleikarans Dorthe Højland. Auk hennar skipa kvartettinn þeir Jacob Højland á pí- anó, Andreas Dreier á bassa og Søren Ol- sen á trommur. Kvartettinn mun flytja djassstandarda í bland við eigin tónsmíðar Dorthe Höjland. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jóm- frúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Síðasta sumartónleikahelgin við Mývatn er núna um helgina. Í Reykjahlíðarkirkju klukkan 21 í kvöld flytur kór Áskirkju íslenska kórtónlist undir stjórn Kára Þormars. Á morgun verður svo helgistund í kirkjunni í Dimmuborgum klukkan 14 í umsjá séra Örn- ólfs J. Ólafssonar þar sem almennur söngur og tónlistarflutningur verður í umsjá nemenda Tónlistarskóla Mývatnssveitar ásamt Valmar Väljaots. Dagskránni lýkur svo með tónleikum klukkan 21 í Skútustaðakirkju þar sem Wolfgang Tretzsch orgelleikari frá Berlín mun leika fjöl- breytta tónlist. menning@frettabladid.is Kvartett Dorthe Højland á Jómfrúnni! SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » KVARTETT DORTHE HØJLAND Leikur á ní- undu tónleikum sumartónleikaraðar veitinga- hússins Jómfrúarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.