Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2005, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 30.07.2005, Qupperneq 17
17LAUGARDAGUR 30. júlí 2005 MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.307,11 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 283 Velta: 2.215 milljónir +0,08% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Lýsing hagnaðist um 275 millj- ónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Útlán jukust um 14,5 pró- sent og voru 34 milljarðar í lok tímabilsins. Íbúðalánasjóður áætlar að ný útlán sjóðsins verði alls 75 millj- arðar króna á árinu.Ý Hagnaður af rekstri Fiskmark- aðs Íslands á fyrstu sex mánuð- um ársins var 46 milljónir króna og var velta félagsins 264,5 millj- ónir króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, nýtti kauprétt sinn á tveimur milljónum bréfa í félaginu á genginu 73,7 krónur á hlut en kaupréttarsamningurinn var síðan í mars 2000. Actavis 41,70 +0,24% ... Bakkavör 38,80 +0,26%... Burðarás 16,40 +0,00%... FL Group 14,70 +0,68% ... Flaga 4,74 +0,42% ...HB Grandi 8,50 +0,00% ... Íslandsbanki 13,90 - 0,36% ... Jarðboranir 21,60 +0,00% ... KB banki 558,00 -0,18% ... Kögun 58,50 +0,00% ... Landsbankinn 19,20 +1,05% ... Marel 58,50 +0,17% ... SÍF 4,78 -1,04 ...Straumur 12,60 +0,80% ... Össur 86,50 +1,17% Össur +1,17% Straumur +0,80% Flaga +0,42% Vinnslustöðin -1,90% SÍF -1,04% Mosaic Fashions -0,76% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Baugur Group og nýstofnuð fjár- festingardeild innan KB banka hafa fest kaup á bresku tísku- verslunarkeðjunni Jane Norman fyrir 117 milljónir punda um 13,5 milljarða króna. Hlutur hvors aðila verður um 40 prósent. Stjórnendur fyrirtækisins verða áfram í hópi eigenda þess með um fimmtungshlut. „Þetta er spennandi fyrirtæki og fellur að því sem við erum almennt að leita eftir í fjárfestingum,“ segir Gunnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. „Gott vöru- merki með mikla vaxtarmögu- leika, traustur rekstur og góðir stjórnendur sem verða með okkur áfram.“ Jane Norman sérhæfir sig í sölu á fatnaði til ungra kvenna á aldrinum 15 til 25 ára. Undir merkjum félagsins eru reknar 39 verslanir og 56 sérleyfisverslan- ir. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1952, hefur vaxið hratt frá árinu 1994 þegar Saj Shah, for- stjóri félagsins, tók við stjórnar- taumunum. Gunnar segist sjá mikil vaxt- artækifæri bæði innan Bret- landseyja sem á öðrum svæðum í Evrópu meðal annars á Norður- löndum, þar sem Baugur hefur einnig verið umsvifamikill í fjár- festingum. Á síðasta rekstrarári nam rekstrarhagnaður Jane Norman 14,3 milljónum punda eða um 1,6 milljarði króna og þykir hagnaður sem hlutfall af veltu vera mikill á breskan mæli- kvarða. Gunnar segir umræðu um ákærur á hendur stærstu eigenda Baugs ekki hafa haft áhrif á kaup- in á Jane Norman. „Við höfum verið að vinna í þrjú ár í skugga þessarar rannsóknar, en stjórn- endur Jane Norman hafa lýst mikilli ánægju með að vinna með Baugi í ljósi þess sem við höfum verið að gera hér í Bretlandi.“ Seljandinn er fjárfestingar- félagið Graphite Capital sem keypti Jane Norman fyrir 70 milljónir punda fyrir tveimur árum og hefur verið mikill vöxt- ur í starfseminni síðan. Keðjan hefur opnað 48 verslanir á und- anförnum tveimur árum og velt- an aukist um 230 prósent á fimm árum. Gunnar segir Jane Norman sjálfstæða fjárfestingu og ekki hugmyndir uppi um að sameina keðjuna öðrum rekstri sem fyrir- tækið er með á sínum snærum. KB banki sá um alla fjárhags- lega ráðgjöf og fjármagnar kaupin. eggert@frettabladid.is Tólfta ke›jan í eigu Baugs Baugur hefur keypt bresku verslanake›juna Jane Norman fyrir 13,5 milljar›a. Sem fyrr eru stjórnendur og KB banki me› í kaupunum. Eignir Baugs Group í Bretlandi Big Food Group Booker Coast * Goldsmith's Hamley's Julian Graves Karen Millen * MK One Oasis * Shoe Studio Group Whistles * * Verslunarkeðjur innan Mosaic Fashions hf. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON, FORSTJÓRI BAUGS Baugur, KB banki og stjórnend- ur hafa keypt Jane Norman fyrir um 13,5 milljarða króna. Hagnaður bandaríska vopnaframleiðand- ans Lockheed Martin jókst um 56 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins á fjórðungnum var tæpir 30 milljarðar króna og munaði þar mestu um aukna sölu á vörum tengdum upplýsingatækni. Sala minnkaði á fræg- ustu afurð fyrirtækisins, F16-orrustuþot- unni. „Það er eðlilegt að við seljum minna af F16-þotunum þar sem skref fyrir skref er verið að skipta þeim út fyrir nýrri módel,“ sagði Cristopher Kubaski, fjármálastjóri Lockheed Martin. -jsk BANDARÍSKIR HERMENN Lockheed Martin framleiðir mikið af vörum fyrir bandaríska herinn, meðal annars F16-orrustuþotuna. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var þrjátíu milljarðar króna. Blómleg vopnasala
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.