Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 06.08.2005, Qupperneq 18
17LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 Bakkabræður einbeita sér áfram að Bakkavör. „Við hyggjumst alls ekki snúa okkur að öðru en rekstri Bakkavar- ar,“ segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, sem skrif- aði undir samning um kaup á Lands- síma Íslands í gær ásamt fleirum. Auðvitað komi hann og Ágúst Guð- mundsson að rekstrarákvörðunum en þeir líti á kaupin sem fjárfest- ingu eins og kaup Exista í öðrum félögum. Lýður segir að þessi viðskipti muni ekki valda því að Exista haldi að sér höndum í öðrum fjárfesting- um. Næg verkefni séu fram undan sem hann geti ekki tjáð sig um núna. Hann segir að hlut- hafafundur í Síman- um verði væntanlega haldinn í byrjun sept- ember næstkomandi. Nákvæm tímasetning fari eftir því hve Samkeppniseftirlitið sé fljótt að yfirfara kaupsamninginn og gefa grænt ljós. Á hluthafafundinum verði ný stjórn kjörin og í kjölfarið sé hægt að móta framtíðar- stefnu fyrirtækisins í samstarfi við stjórn- endur og starfsfólk. Að svo stöddu vilji hann ekki upp- lýsa hvaða stefna verði mótuð. „Það verður örugglega farið í framsókn,“ segir hann brosandi. - bg MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.515,81 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 642 Velta: 13.729 milljónir +0,60% MESTA LÆKKUN Actavis 43,30 +0,93% ... Bakkavör 40,10 +0,5%... Burðarás 17,60 +0,00%... FL Group 14,70 +0,00% ... Flaga 4,40 -1,57% ...HB Grandi 8,50 +0,00% ... Íslandsbanki 14,65 - 0,34% ... Jarðboranir 20,90 -0,48% ... KB banki 579,00 +0,70% ... Kög- un 57,50 -0,52% ... Landsbankinn 21,90 -1,42% ... Marel 64,50 +8,40% ... SÍF 4,76 +0,63% ...Straumur 13,55 +1,88% ... Össur 87,00 +0,00% Marel 8,40% Og Vodafone 4,56% Bakkavör 2,04% Flaga -1,57% Landsbankinn -1,42% TM tryggingar -0,86% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Hluthafafundur Símans í september Samson kaupir í Bur›arási Yfir átta milljarða viðskipti voru með hlutabréf Burðaráss í gær. Samherji seldi nær allan hlut sinn í Burðarási fyrir tæpa fimm millj- arða króna. S a m s o n G l o b a l H o l d i n g , sem er í eigu Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guð- mundssonar og Magnúsar Þor- steinssonar, keypti stóran hlut af Samherja eða um 3,5 prósent. Eignarhlutur Samsons er nú um 22,5 prósent í Burðarási og er félagið stærsti hluthafinn. Burðarás mun á næstunni renna inni í Landsbankann og Straum. Samson er stærsti hlut- hafinn í Landsbankanum og heldur að samrunanum loknum utan um 40 prósent eignarhlut í bankanum. - eþa Farflegum easyJet fjölgar Farþegum, sem flugu með breska lággjaldaflugfélaginu easyJet í júlí, fjölgaði um átján prósent á milli ára. Alls flutti félagið 2,8 milljónir farþega. Til samanburð- ar voru farþegar hjá aðalkeppi- nautinum Ryanair um 3,2 milljón- ir og fjölgaði um 29 prósent miðað við júlí 2004. Velta easyJet á tólf mánaða tímabili jókst um nærri 23 pró- sent, sem er svipaður vöxtur og farþegaaukningin á sama tíma. Sætanýting var nokkuð yfir 88 prósent í júlí og hækkaði örlítið frá sama mánuði í fyrra. Hlutabréf easyJet hækkuðu eftir fréttirnar og stóðu í 258 pensum á hlut um hádegisbil. FL Group er næst stærsti hluthafinn. - eþa Innflutningur aldrei meiri Í júlí voru fluttar inn vörur fyrir 24 milljarða króna og hefur vöru- innflutningur aldrei verið meiri en síðustu þrjá mánuði. Af þeim mán- uðum var innflutningur mestur í júní eða 26 milljarðar. Virði inn- flutnings síðustu þriggja mánaða er tæplega þ r i ð j u n g i meira en á sama tíma í fyrra. Megin- skýring aukins innflutnings er meiri innflutningur bifreiða, fjár- festingarvöru og eldsneytis og olíu. Að magni er mesta aukningin í innflutningi bifreiða sem var um sjötíu prósent meiri á fyrri helm- ingi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Verðmæti eldsneytis og olía hefur aukist verulega, bæði vegna hærra verðs en einnig er um magnaukningu að ræða. Tölur um innflutning eru bráðabirgðatölur sem byggja á innheimtu virðisaukaskatts af inn- fluttum vörum í mánuðinum. - dh KAUPSAMNINGURINN HANDSALAÐUR Eftir undirskrift kaupsamnings- ins tókust Geir Haarde fjármálaráðherra og Lýður Guðmundsson í hend- ur. Á myndinni eru einnig Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, til vinstri og Ágúst Guðmundsson, stjórnarmaður Exista, til hægri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.