Fréttablaðið - 09.11.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 09.11.2005, Síða 6
6 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR SKIPULAGSMÁL Úthlutun á lóðum undir 200 íbúðir í Krikahverfi í Mosfellsbæ hófst í gær. Sá háttur- inn verður hafður á, í fyrsta sinn á Íslandi svo vitað sé, að hreyfi- hömluðum og fjölskyldum þeirra er veittur forgangur að umsókn- um um fjögur einbýlishús víðs vegar í hverfinu. Markmiðið með því er að gera hreyfihömluðum kleift að byggja hús sem hannað er frá upphafi með þarfir þeirra í huga og auð- veldar þeim því að lifa eðlilegu heimilislífi, að sögn Haraldar Sverrissonar, formanns skipu- lags- og byggingarnefndar. Áætlað er að samanlagður kostnaður vegna framkvæmd- anna í Krikahverfi verði um átta milljarðar og að fólksfjölgun í Mosfellsbæ verði um átta prósent þegar hverfið er fullbyggt. Gert er ráð fyrir 68 einbýlis- húsum í hverfinu, sex parhúsum, átta raðhúsum sem í verða alls 31 íbúð og fimm fjölbýlishúsum sem verða alls með 83 íbúðum. Hægt verður að byggja á lóðunum 1. júlí á næsta ári. Krikahverfið liggur að Vestur- landsvegi til vesturs, Reykjavegi til norðurs, landi Teigs til austurs og Lágafelli til suðurs þar sem við tekur gróið skógræktarsvæði. - jse Nýtt íbúðahverfi í Mosfellsbæ: Hreyfihamlaðir fá forgang KRIKAHVERFI Í MOSFELLSBÆ Krikahverfi er nálægt miðbæjarkjarna en er einnig útivistar- svæði og telja bæjarstjórnarmenn að mikil eftirspurn verði eftir lóðum. KJÖRKASSINN Á ASÍ að segja upp kjarasamn- ingum við Samtök atvinnulífsins? Já 69% Nei 31% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Fjármálaeftirlitið að birta hvaða fyrirtæki hafa brotið af sér við verðbréfaviðskipti? Segðu skoðun þína á vísi.is �������� ������� � � �������������������������������������������������������������� �������� ���������������������������������� � � ������������������������������������������������������������� ������ � ��������������������������������������������������������� � � ������������������������������������������������ ������ � ������������������������������������������������������������������ � � ��������������������������������� ������ � ����������������������� � � ����������������������������� ������ � ����������������� ���������������� � � ��������������������������������� � � � � ������������������������������������ �������� �������������������������������� � � ��������������������������� � � ������������������������ � � ��������������������� � � �������������� ����������� ��������������� ����������������������������������������������������� �������������������������� ����������������������������� ����������������������������� Lausn úr varðhaldi hafnað Hæsti- réttur Chile hafnaði í gær kröfu verjenda Albertos Fujimori, fyrrverandi forseta Perús, um að hann yrði látinn laus gegn tryggingu. Fujimori var handtekinn í fyrra- dag í Chile þar sem hann birtist óvænt. Talið er víst að perúsk yfirvöld reyni að fá forsetann fyrrverandi framseldan. CHILE FANGAR Evrópuráðið hóf í gær rannsókn á því hvort bandaríska leyniþjónustan CIA starfræki leynifangelsi í Austur-Evrópu. Bandaríska dagblaðið Wash- ington Post greindi frá þessu í síðustu viku og sagði að þar væru meintir hryðjuverkamenn í haldi þar sem þeir væru pyntaðir til sagna. Búið er skipa yfirmann rannsóknarinnar og heldur hann til Rúmeníu síðar í mánuðinum til þess að kanna hvort staðhæf- ingar mannréttindasamtaka um að leynifangelsin séu í Rúmeníu og Póllandi eigi við rök að styðj- ast. Stjórnvöld þessara landa hafa þvertekið fyrir það. ■ Leynifangelsi CIA: Evrópuráðið kannar málið ÞÝSKALAND, AP Forystumenn beggja stærstu stjórnmála- flokka Þýskalands leituðu í gær enn leiðar til sátta um það hvernig fara eigi að því að fylla upp í fjárlagahallann. Hann stefnir annars í að stækka stjórnlaust. Fulltrúar Jafnaðar- mannaflokksins vörðust tillögu kristilegra demókrata um að hækka virðisaukaskatt; hinir síðarnefndu vildu aftur á móti ekki fallast á hækkun á hátekju- skatti sem jafnaðarmenn leggja til. Nokkuð miðaði þó í átt að sam- komulagi um málefnasamning „stóru samsteypu“ undir forystu Angelu Merkel. Ákveðið var að eftirlaunaaldur yrði hækkaður smám saman og umbætur gerð- ar á hinu flókna sambandsríkis- kerfi Þýskalands. Verðandi kanslarinn, Merkel, tjáði þingflokki kristilegra demókrata að viðræðunum um málefnasamninginn ætti að ljúka á föstudagsmorgun. Erfið ágreiningsmál eru þó óleyst, svo sem í atvinnu- og heilbrigðismálum, og ekki síst hvernig stöðva eigi fjárlaga- hallann sem á þessu ári verður um 35 milljarðar evra eða um 2.500 milljarðar króna. - aa Stjórnarmyndunarviðræðurnar í Þýskalandi: Mjakast nær málefnasamningi BILIÐ MINNKAR Angela Merkel, leiðtogi CDU og verðandi kanslari, talar við Matthias Platzeck, verðandi formann SPD og Peter Struck, þingflokksformann jafnaðarmanna, í Berlín í gær. STARFSMANNALEIGUR Í héraðsdómi voru í gær tekin fyrir mál sem Starfsgreinafélag Austurlands höfðar gegn Impregilo og starfs- mannaleigunum N.E.T.T. og Select I Servicos. Deilt er um hvort starfs- mannaleigunum beri að greiða iðgjöld í sjúkrasjóð. „Upphaflega höfðu ekki verið greidd félags-, orlofs- eða sjúkra- sjóðsgjöld og málið fór af stað. Orlofs- og félagsgjöldin voru greidd. Eftir stóð ágreiningur um sjúkra- sjóðsgjöldin sem núna er fyrir dómi,“ segir Eva Dís Pálmadóttir, lögmaður starfsgreinafélagsins. - saj Starfsmannaleigur: Greiddu ekki í sjúkrasjóð STARFSMENN VIÐ KÁRAHNJÚKA Ágreining- ur er um hvort starfsmannaleigur eigi að borga í sjúkrasjóð. FRAKKLAND, AP Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti í gær yfir neyðarástandi til að hægt væri að setja á útgöngubann í þeim sveitarfélögum þar sem verstu óeirðirnar hafa átt sér stað að undanförnu. Þessi ráðstöfun á sér vart fordæmi í sögu Frakklands eftir stríð, en til hennar er gripið til að binda enda á verstu bylgju uppþota sem orðið hafa í landinu í áratugi. Yfirlýsingin um neyðarástand, sem heimilar að sett sé útgöngu- bann þar sem ástæða þykir til, tók gildi á miðnætti í gærkvöld og er í gildi í tólf daga til að byrja með. Allt tiltækt lögreglulið hefur verið kallað á vakt til að fylgja útgöngu- banninu eftir, einkum og sér í lagi í innflytjenda-úthverfunum norð- ur af París. Herinn hefur ekki verið kallaður til. „Þetta er nauðsynlegt til að flýta því að koma á friði og spekt,“ sagði Chirac á ríkisstjórnarfundi. Neyðarástandslögin sem Chir- ac ákvað að beita nú voru upp- runalega sett árið 1955, er stríð Frakka í Alsír stóð sem hæst. Eftir að hafa staðið svo til ráðþrota gagnvart óeirðunum tólf daga í röð og horft upp á þær breiðast út til æ fleiri borga í landinu - og jafnvel út fyrir landamærin - sá ríkisstjórnin ekki annan kost í stöðunni en að grípa til svo rót- tækra ráðstafana. Þeir sem staðnir eru að því að brjóta útgöngubannið eiga yfir höfði sér allt að tveggja mánaða fangelsi. Enn fremur munu sýslu- menn og aðrir fulltrúar héraðsyf- irvalda hafa vald til að úrskurða fólk í heimafangelsi, gera vopn upptæk og loka opinberum stöð- um þar sem gengi koma saman. Frá þessu greindi Dominique de Villepin forsætisráðherra í ræðu á þingi. Hann bætti því við að það myndi taka tíma að koma á lögum og reglu. En Villepin rétti líka út sátta- hönd til innflytjendanna í „vand- ræðaúthverfunum“ með því að viðurkenna að þeir mættu þola stöðuga mismunun, sem væri blettur á frönsku sam- félagi. „Þetta er ögurstund fyrir lýðveldið,“ sagði hann. Hvernig aðlögun innflytj- enda að frönsku samfélagi væri háttað yrði að endur- skoða. Fulltrúar mannréttinda- samtaka lýstu í gær áhyggj- um af flýtimeðferð sem dómstólum er ætlað að beita við afgreiðslu ákæra gegn meintum brennuvörgum og óeirðaseggjum. audunn@frettabladid.is Frakkar setja útgöngubann Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti í gær yfir neyðarástandi svo að setja mætti útgöngubann í óeirða- bæjum. Villepin forsætisráðherra segir að uppræta verði misréttið sem innflytjendur megi stöðugt þola. LÖG OG REGLA Í FORGANG Chirac forseti talar í Elysée-höll í París í gær. Lögregluvörður í forgrunni. NORDICPHOTOS/AFP BARIST VIÐ BRUNA Kveikt var í bílum í Cenon nálægt Bordeaux í Suðvestur-Frakklandi rétt eins og annars staðar í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMFERÐARSLYS Kona slasaðist þegar rúta og fólksbíll lentu í árekstri við afleggjarann að Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi í hádeginu í gær. Konan var flutt með sjúkrabíl í Stykkishólm en þangað sótti þyrla landhelgisgæslunnar hana og flut- ti Landsspítalann í Fossvogi. Þyrl- an var komin til Reykjavíkur í þri- ðja tímanum í gær. Konan hafði þríbrotnað á fótlegg. Einn farþegi rútunnar var flutt- ur til Grundarfjarðar til skoðunar með minniháttar meiðsli. - saj Umferðarslys á Snæfellsnesi: Þyrlan sótti slasaða konu TF-LÍF Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu á Snæfellsnes í gær. Þjónustu verður ekki hætt Sæunn Stefánsdóttir aðstoðarmaður heilbrigð- isráðherra segir mikilvægt að árétta að geðlæknisþjónustu við börn og unglinga verði ekki hætt í desember. Haft var eftir geðlækni í fréttum Útvarpsins að fjárveiting frá ríkinu yrði þá uppurinn og þjónustu yrði því hætt. Sæunn segir að samningar sem undirritaðir hafa verið við lækna tryggi að þjónustu verði ekki hætt þó svo farið yrði fram úr fjárveit- ingu. HEILBRIGÐISMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.