Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 16

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 16
 9. nóvember 2005 MIÐVIKUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Verulegum hluta tveggja stórra mála á vegum rík- islögreglustjóra hefur að undanförnu þótt svo veru- legum annmörkum háð að vísa beri þeim frá dómi, mál Frjálsrar fjölmiðlunar og Baugs. Í fleiri stórum málum hefur ákæruvald- ið sætt gagnrýni fyrir að sinna ekki rannsókn sem skyldi. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú vísað frá dómi framhalds- ákærum í stærsta gjaldþrotamáli sögunnar, Frjálsrar fjölmiðlunar, vegna þess að saksóknara ríkis- lögreglustjóra tókst ekki að gefa út leiðrétta framhaldsákæru innan settra tímamarka. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem stóru máli er vísað frá að verulegu leyti vegna ágalla á ákæru. Frá- vísun stærsta hluta Baugsmáls- ins fyrir skömmu var sögð áfall fyrir ákæruvaldið, en þar var um að ræða umfangsmesta mál sem efnahagsbrotadeild ríkislöreglu- stjóra hefur tekist á við. Mál Frjálsrar fjölmiðlunar og tengdra fyrirtækja komst í upp- nám í september eftir að ljóst var að í ákærunni væru alvarleg- ar villur í fjórum liðum hennar. Slíkar villur er alla jafna hægt að laga með framhaldsákæru, en hún er gefin út þegar í ljós koma aug- ljósar innsláttarvillur eða annað slíkt í ákærum. Lagaramminn til leiðréttinga með slíkum ákærum er hins vegar þröngur og meðal annars er útgáfu framhaldsákæra sett tímamörk, en þær þurfa að koma fram innan þriggja vikna eftir að bent er á mistökin. Sak- sóknara tókst ekki að halda sig innan þeirra tímamarka og því var málinu vísað frá á mánudag. Að fenginni þeirri niðurstöðu getur verið að hluti ákæra í því máli sé ónýtur. Vinnubrögðin gagnrýnd Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við Fréttablaðið þegar niðurstaða hæstaréttar í Baugsmálinu lá fyrir að dómur hæstaréttar væri áfellisdómur yfir vinnubrögðum ákæruvaldsins í málinu. „Það kemur mér á óvart hversu mikið hæstiréttur finnur að ákærunni og satt að segja hefði ég ekki trúað því að hægt væri að gefa út ákæru sem er svo gölluð,“ sagði hann. Jón H. B. Snorrason, saksókn- ari og yfirmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra, segir í fjölmiðlum eftir dóm hæstaréttar að aðrir verði að dæma um það hvort dómur hæstaréttar sé áfell- isdómur yfir vinnubrögðum deild- arinnar. Í viðtali við Fréttablaðið í fyrradag, þegar frávísun héraðs- dóms í máli Frjálsrar fjölmiðlunar var ljós, sagði Jón að embættið taki frávísuninni vitanlega alvarlega. „Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum,“ sagði hann. Jón skýrði frávísun- ina þannig að mistök hefðu átt sér stað í ritvinnslu ákærunnar sem höfðu það í för með sér að sund- urliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. Gagnrýni í öðrum dómum Þá eru fleiri stór mál þar sem ákæruvaldið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að sinna ekki rann- sókn mála sem skyldi. Skemmst er að minnast stóra málverkaföls- unarmálsins, en í maí í fyrra voru þeir Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson sýkn- aðir í hæstarétti, en héraðsdómur hafði árið áður dæmt báða í nokk- urra mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Meirihluti hæstaréttar gagn- rýndi þá að ekki skyldu kallaðir til óháðir sérfræðingar til að meta málverkin sem talin voru fölsuð, í stað þess að notast við sérfræð- inga sem tengdust Listasafni Íslands, en það var einn kærenda í málinu. Sömuleiðis taldi hæstirétt- ur slíka annmarka á rannsókn á meintum brotum Gunnars Arnar Kristjánssonar, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Trygginga- sjóðs lækna, á lögum um endur- skoðendur, að því máli var vísað frá dómi í maí síðastliðnum. Eins sagði dómurinn að verknaðarlýs- ing í ákærunni hefði verið veru- legum annmörkum háð. Gunnar Örn var ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi þegar Lárus Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Trygginga- sjóðsins, dró sér tæpar 76 millj- ónir króna úr sjóðnum á tæpum áratug. Lárus var í fyrra dæmd- ur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til endurgreiðslu tæplega 47,6 milljóna króna. Gunnar Örn var hins vegar sýknaður í nóvember í fyrra af Héraðsdómi Reykjavíkur og þeim dómi áfrýjaði ríkissak- sóknari. Faglegt aðhald ríkissaksóknara Sökum þess að máli Gunnars Arnar var vísað frá í hæstarétti getur lögregla tekið það upp og hafið málarekstur að nýju. Ákvörðun um það hefur hins vegar ekki enn verið tekin, að sögn Boga Nilssonar, ríkissaksóknara. „Það er ríkislögreglustjóra að ákveða það,“ sagði hann í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu. „Það geta alltaf verið ágreiningsatriði hvaða mál liggja vel fyrir,“ sagði Bogi og rifjaði upp að í málverk- afölsunarmálinu hafi hæstarétt- ardómarar ekki verið sammála um niðurstöðuna. „Ýmis álitaefni geta komið upp, en alltaf er lögð mikil áhersla á að vanda sem best til verka. Það á náttúrulega eng- inn að ákæra fyrr en málið liggur þannig fyrir að unnt sé að taka slíka ákvörðun.“ Hann áréttaði að það sem snúi að ríkissaksóknaraembættinu sé fagleg hlið mála, en embættið sjái ekki um mannaráðningar eða mannahald hjá öðrum handhöf- um ákæruvalds. „Sú hlið er sífellt til skoðunar og rædd reglulega á fundum hjá ríkissaksóknara og menn sækja alls konar ráðstefnur og fundi á því sviði,“ sagði hann, en bætti við að embættið hafi þó ekki tök á því að fara yfir öll mál sem fyrir dómstóla fara. „En stundum er samt spurst fyrir um, eða leitað skýringa á einhverjum atriðum,“ sagði Bogi og áréttaði að saksókn mála sé svið sem hafi nokkra sérstöðu enda sé mála- flokkurinn erfiður. FRÉTTASKÝRING SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR sda@frettabladid.is KEYRÐI YFIR BARNIÐ MITT OG VILL AÐ ÉG BORGI SKEMMDIRNAR Fáheyrður atburður í Grafarvogi DV2x15 8.11.2005 20:31 Page 1 SVONA ERUM VIÐ > HLUTUR MÁLMA Í HEILDARVERÐMÆTI SELDRA FRAMLEIÐSLUVARA Dómari gerir efnahagsbrotadeild afturreka vegna slælegrar vinnu Lýðveldið Aserbaídsjan í suðaustanverðum Kákasusfjallgarðinum fékk sjálfstæði er Sovétríkin liðu undir lok árið 1991, en þá geisaði stríð milli þess og nágrannalýðveldisins Armeníu. Aserbaídsjan fékk aðild að Evrópuráðinu árið 2001 og glímir nú við að koma á lýðræðis- og réttar- ríkislegum stjórnarháttum. Í byrjun vikunnar fóru fram þingkosningar í landinu sem alþjóðlegir eftirlitsmenn höfðu margt við að athuga. Hver er saga landsins? Það landsvæði sem Aserbaídsjan nær nú yfir hefur frá fornu fari verið þekkt fyrir náttúrulegar olíu- og gasuppsprett- ur. Áhangendur Zaraþústratrúar, sem átti upptök sín í Persaveldi hinu forna, reistu þar hof utan um brennandi gasuppsprettur enda álitu þeir guðlegan mátt búa í eldi. Ein kenningin um uppruna nafns landsins er að það sé kennt við eld. Einn fyrsti olíuborturn heims var reistur suður af höfuðborginni Bakú við Kaspíahaf árið 1849, en þá var svæðið orðið hluti af rússneska keisaradæminu. Um aldamótin 1900 kom nær önnur hver tunna sem dælt var upp af hráolíu í heiminum upp úr olíulindum Aserbaídsjans. Hver hefur þróunin verið frá falli Sovétríkjanna? Aserbaídsjan varð hluti af Sovétríkjunum árið 1922. Upplausnarástand var í landinu er Sovétríkin hrundu árið 1991. Armenar í héraðinu Nagorno- Karabakh lýstu yfir vilja til að samein- ast Armeníu. Stríð braust út. 1994 var gert vopnahlé. Haydar Alíjev stjórnaði land- inu aftur frá árinu 1993 og markaðsvæddi hagkerfið. Valdstjórnartilburðir hans sköpuðu stjórn hans þó vafasaman orðstír á Vesturlöndum. Þegar hann dó árið 2003 tók sonur hans, Ilham, við sem forseti, en hann var áður orðinn forsætisráðherra og forstjóri ríkisolíufyrirtækisins. Ráðamenn í Aserbaídsjan hafa sætt þrálátum ásökunum um spillingu og kosningasvik. Þeir reyna að þræða milliveg þess að þóknast hagsmunum Rússlands og Vesturlanda á hinu olíuríka svæði. Í maí í vor var byrjað að dæla Kaspíahafsolíu um nýja olíuleiðslu frá Bakú til tyrknesku hafnar- borgarinnar Ceyhan, en hana fjármögnuðu vestræn olíufélög. Íbúar Aserbaídsjans eru um 8,5 milljónir. Þeir eru flestir sjía-múslimar. FBL-GREINING: ASERBAÍDSJAN Olíuríkt Kákasuslýðveldi OLÍUBORTURNAR Í BAKÚ JÓN H. B. SNORRASON SAKSÓKNARI Hefur sagt í fjölmiðlum að hann taki frávísun í máli Frjálsrar fjölmiðlunar alvarlega og dómur hæstaréttar í Baugsmálinu hafi verið sér von- brigði. Alvarlegir annmarkar voru í ákærum beggja mála. HARALDUR JOHANNESSEN RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Embætti ríkislögreglustjóra hefur orðið uppvíst að því að klúðra ákær- um í tveimur stærstu málum sinnar tegundar að undan- förnu. Baugsmálið er stærsta mál sem efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur ráðist í og mál Frjálsrar fjölmiðlunar stærsta gjaldþrot sögunnar. Erlendum starfsmönnum hérlendis fjölgar daglega enda mikill vöxtur og brýn þörf fyrir bæði faglært og ófag- lært starfsfólk. Þorbjörn Guðmunds- son er formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga á Íslandi. AF HVERJU VALDA ÚTLENDINGAR ÓLGU Á VINNUMARKAÐNUM? Tvennt kemur þar til. Annars vegar virða þessir menn ekki reglur okkar hér um starfsréttindi. Hitt vandamálið er að margt af þessu fólki er að starfa á launum sem eru langt undir íslenskum kjörum og setja þannig pressu á íslenskt starfsfólk að lækka laun sín. EN ER EKKI BRÝN ÞÖRF FYRIR ERLENT VINNUAFL HÉR Á LANDI? Vissulega er þörfin mikil en fólk verður að spila eftir þeim leikreglum sem hér eru í gildi og krefjast sambærilegra launa og greidd eru hér. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Að vera á varð- bergi og gera það að kröfu að allt það erlenda fólk sem hingað sækir sér vinnu fái laun og öðlist réttindi sem SPURT & SVARAÐ ERLENT VINNUAFL Á launum undir taxta ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON Formaður Samiðnar 14 ,8 14 ,6 14 ,5 200320022000 14 ,4 2001 14 ,2 2004 Heimild: Hagstofa Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.