Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 09.11.2005, Qupperneq 29
Gott gengi Puma Hækkar afkomuspá Intersport á Íslandi Sterkir í sportinu Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 9. nóvember 2005 – 32. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Nýtt verðmat | Nýtt verðmat Greiningardeildar KB banka á Össuri hf. gerir ráð fyrir verðmati félagsins fyrir 41,4 milljarð króna sem jafngildir verðmatsgengi á 107 krónum á hlut. Gistinóttum fjölgar | Gistinætur útlendinga á íslenskum hótelum í september voru tæplega 93 þús- und. Það er er fjölgun milli ára um 13,4 prósent. Aukin umsvif | Dagsbrún hyggst tvöfalda umsvif sín á 12 til 24 mánuðum. Hluthafar í Dagsbrún samþykktu á fimmtudag að auka hlutafé um 1200 milljónir króna að nafnvirði. Fjórðungur í Forthnet | Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Þórs Björgólfssonar, hefur bætt við sig 4,3 prósenta hlut í gríska fjar- skiptafyrirtækinu Forthnet og á nú 26,3 prósent. Matvara hækki | Greiningadeild Landsbankans gerir ráð fyrir auk- inni hækkun matvöruverðs í kjöl- far uppgjörs Haga. Tap félagsins var að mestu rakið til verðstríðs á matvörumarkaði. VÍS kaupir IGI | Vátryggingafé- lag Íslands hefur keypt 54 pró- senta hlut í breska tryggingafé- laginu IGI Group. VÍS hefur einnig tryggt sér forkaupsrétt að 21 prósenta hlut til viðbótar. Aðhefst ekkert | Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins er að aðhaf- ast ekkert í máli Serafin Shipping sem eignaðist yfir fimm prósenta hlut í Icelandic Group í skiptum fyrir hlut í Sjóvík. Gott uppgjör | Hagnaður Straums-Burðaráss var 6.473 milljónir króna á þriðja ársfjórð- ungi en samtals 14,1 milljarður á fyrstu níu mánuðum ársins. Eign- ir jukust um 160 prósent frá ára- mótum. Grene systur í Smáralind Verslunin Söstrene Grene sem þeir Íslendingar sem hafa gengið Strikið í Kaupmannahöfn þekkja, mun opna verslun í Smáralind í byrjun desember. Söstrene Grene er keðja sext- án búða sem hóf starfsemi í Árós- um, en flestir þekkja búðina á Strikinu þar sem úir og grúir af alls kyns ódýrri smávöru og gjafavöru. Mikið er lagt upp úr litasamsetningu í uppstillingu og leggja eigendur hennar áherslu á að andrúmsloft búðanna sé sinfónía lita ilms og forma. Búðirnar hafa mikið að- dráttarafl í Danmörku og ferða- menn, einkum frá Norðurlöndum og Þýskalandi eru tíðir gestir. Fjöldi þeirra sem koma í búðirn- ar í Danmörku er í ár áætlaður tíu milljónir og veltan áætluð um tveir milljarðar íslenskra króna. Fram til þessa hafa verslanir Söstrene Grene einungis verið í Danmörku og verður íslenska búðin sú fyrst utan Danmerkur. Systurnar hyggja á frekari útrás og er fyrirhugað að opna verslan- ir í Svíþjóð og Noregi innan skamms. -hh Hjálmar Blöndal skrifar Mjög mismunandi þóknanir eru hjá bönkum og sparisjóðum af viðbótarsparnaði launþega. Um- sýslugjald Almenna lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Íslandsbanka, er 0,18 prósent af heildarinni- stæðu á hverju ári en hjá SPRON er umsýslugjald- ið 1,5 prósent. Markaðurinn kannaði umsýslugjöld og kostnað hjá viðskiptabönkunum þremur og SPRON af viðbótarsparnaði en sá fyrirvari skal hafður á samanburðinn að mismunandi ávöxtunar- leiðir eru í boði. Vinnuveitandi greiðir að lágmarki tvö prósent af heildarlaunum launþegans á móti allt að fjögurra prósenta framlagi launþegans í viðbótarsparnað og reiknast ekki tekjuskattur af sparnaðinum fyrr en við útborgun en oftast er miðað við að sparnaðurinn sé greiddur út við 60 eða 67 ára aldur. Aðeins þeir sem hafa staðfestingu Fjármálaeft- irlitisins geta boðið viðbótarsparnað en um flestir lífeyrissjóðir bjóða upp á sparnaðinn auk banka og verðbréfafyrirtækja. Hæstu þóknun sem ekki reiknast sem hlutfall af innistæðu, er hjá Vista sparnaðarleiðinni hjá KB banka en þar eru 6-8 fyrstu mánuðirnar reiknaðir sem þóknun til vörslu- aðilans, allt eftir því hvort launþeginn helst í við- skiptum við bankann eða ekki. Ef launþegi ákveður að skipta um vörsluaðila greiða þeir eitt prósent af heildarinnistæðu í þóknun til þess sem viðskiptum er slitið við hjá, hjá KB banka og Íslandsbanka en Landsbankinn greiðir gjaldið fyrir þá sem koma í viðskipti við bankann. Ekkert gjald eða aukalegur kostnaður er við að gera hlé á greiðslum hjá vörsluaðilunum. Bankarnir bjóða margir hverjir einnig upp á verðtryggðar reikninga fyrir viðbótarsparnað en þeir reikningar bera enga þóknun til vörsluaðila. F R É T T I R V I K U N N A R 6 14 Björgvin Guðmundsson skrifar Alls hafa 103 erlendir bankar til- kynnt Fjármálaeftirlitinu að þeir hyggjast veita þjónustu hér á landi. Ragnar Hafliðason, aðstoð- arforstjóri eftirlitsins, segir að samkvæmt lögum um fjármála- fyrirtæki geta þessir bankar stofnsett útibú hér á landi tveim- ur mánuðum eftir að hafa tilkynnt fyrirhugaða starfsemi. Útibúum erlendu bankanna sé heimilt að veita hverja þá fjármálaþjónustu sem lögleg er hér á landi. Ragnar segir að á síðasta starfsári Fjármálaeftirlitsins, sem endaði í byrjun júlí síðastlið- inn, hafi átta erlendir bankar til- kynnt fyrirhugaða starfsemi. Það sé gert í gegnum lögbært yfir- vald, eins og fjármálaeftirlit, í heimaríki fyrirtækisins. Þetta sé hluti af því frelsi sem fylgi aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrirtæki geti teygt starfsemi sína og þjónustu yfir landamæri. Aðstoðarforstjórinn segir þetta nauðsynlegt ef fyrirtæki ætli að auglýsa þjónustu sína hér. Fyrr geti þau það ekki. Hins veg- ar hafi starfsmenn Fjármálaeftir- litsins orðið lítið varir við starf- semi eða auglýsingar þessara fyr- irtækja hér á landi. Til dæmis hafi 35 verðbréfasjóðir og 726 fjár- festingafyrirtæki sent sambæri- lega tilkynningu og bankarnir. Ein skýring á þessu gæti verið sú að fyrirtækin séu að skilgreina Ís- lands sem hluta af sínu starfsvæði án þess að hafa hér skipulega starfsemi. Markaðssvæðið sé líka svo lítið. Útrásarvísitalan hækkar: NWF hækkar um ellefu prósent Breska iðnaðarfyrirtækið NWF, sem er í eigu Atorku Group, hækkar mest allra félaga í útrás- arvísitölu Markaðarins á milli vikna. Félagið hækkar um ellefu prósent og er gengi bréfanna nú í Kauphöllinni í Lundúnum 6,325 pund á hlut. Sænski fjárfesting- arbankinn Carnegie hækkar mest þar á eftir eða um 7,4 pró- sent og er gengi bankans 101,5 sænskar krónur á hlut. Útrásarvísitalan hækkar um 3,83 prósent á milli vikna og mælist hún 109,59 stig. Fyrirtæki í útrásarvísitölunni hækkuðu vel á milli vikna en mest lækkuðu bréf í sænska félaginu Cherryf- öretag eða um 7,35 prósent. - hb Misháar þóknanir af viðbótarsparnaði Allt frá 0,18 til 1,5 prósenta umsýslugjald hjá vörsluaðilum. Hundrað erlendir bankar geta opnað útibú á Íslandi Yfir hundrað erlendir bankar hafa tilkynnt Fjármálaeftirlitinu að þeir hyggist veita þjónustu hér á landi. Lítið farið fyrir þeim hingað til. U M S Ý S L U K O S T N A Ð U R V I Ð S K I P T A B A N K A N N A A F V I Ð B Ó T A R L Í F E Y R I S S P A R N A Ð I Almenni lífeyrissjóðurinn (Íslandsbanki) 0,18% KB banki 0,3-0,6% 1,2 Landsbankinn 0,39% SPRON 0,85-1,5% 3 1Fer eftir árangri 2Vista innheimtir 6-8 mánaða framlag sem þóknun 3Mismunandi eftir ávöxtunarleiðum Staðan á matvörumarkaði Lágvörumarkaðurinn mun stækka 12-13 01_24_Markadur-lesið 8.11.2005 15:54 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.