Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 45

Fréttablaðið - 09.11.2005, Page 45
Landlæknisembættið leggur til að allar konur á barneignaraldri taki 0,4 milligrömm af fólinsýru dag- lega, því rannsóknir sýna að ef kon- ur taka vítamínið daglega fjórum vikum fyrir þungun og á fyrstu 12 vikum meðgöngu dregur það úr lík- um á miðtaugakerfisgöllum fóst- ursins, svo sem klofnum hrygg, um meira en helming. Á Íslandi greinast fimm til sex tilvik af slíkum göllum á ári hverju. Fólasín er B-vítamín, og er einnig nefnt fólínsýra, fólat eða fólín, og það dregur einnig úr líkum á hjarta- sjúkdómum meðal fullorðinna. Te, duft, hylki, seyði, baðjurtir, arómatik-vatn, blómadropar, smyrsli, olíur og kjarnaolíur eru meðal þess sem fáanlegt er í apó- tekinu. Auk þess er Kolbrún með gott úrval af baðsöltum, andlits- og húðmöskum ásamt leir fyrir lík- amann og jurtamaska. Kolbrún hefur unnið sem grasa- læknir á Íslandi í meira en 10 ár, og selur bæði jurtir sem hreinsa lík- amann, sem og þær sem hafa fyrir- byggjandi áhrif, og bendir hún á nokkrar jurtir sem virka vel gegn kvefi og flensum. Um leið og kvefið er að byrja er gott að hafa Mími við höndina en hann hreinsar mjög vel allt kvef sem kemur í höfuðið. Blandan inni- heldur hreinsandi engifer, cayenne pipar sem hreinsar og losar slím í höfði, piparmintu sem kælir og lækkar hitann, bakteríudrepandi hvítlauk, vallhumal gegn hitanum og sólhatt sem styrkir ónæmiskerf- ið. Læðingur er slímlosandi jurta- blanda og mýkjandi fyrir hálsinn ásamt því sem hún er orkugefandi og styrkir líkamann og ónæmis- kerfið. Í blöndunni er lakkrísrót, inula, síberíuginseng og hvannarót. Eins er Kveðrungur góður fyrir börnin vegna þess að hann inni- heldur engan sykur eða vínanda, auk þess sem hann er góður á bragðið. Í Kveðrungi eru eucalypt- us, timían, hyssop, piparminta og engifer og er hann bakteríudrep- andi, slímlosandi og mýkjandi fyrir hálsinn. Hægt er að nota Kveðrung sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sýkingum, en þá er gott að nota að- eins minna af honum. Jafnframt er gott að eiga ólífulaufs-extract til að nota eins og penisillín gegn sýking- um, en þó ber að varast að ofnota það – rétt eins og sýklalyfið. Að lokum er gott að sleppa mjólk- urvörum og sykri á meðan kvefið stendur yfir. Þá er gott að hvíla sig og muna að kvef og bakteríur ásækja þá sem eru ekki með nógu sterkar varnir. Auk þess er mikil- vægt að fólk hreyfi sig vel á vet- urna, og sé úti svo það fái súrefni, en hreyfingin örvar ónæmiskerfið svo fólk verður betur í stakk búið til að taka við áreiti. Kolbrún býður einnig upp á nám- skeið um allt varðandi jurtirm, svo sem smyrslagerð, kremgerð, heima- apótek og fleira. 4 ■■■■ { líf & heilsa } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Gott að hafa Mími við höndina gegn kvefi Jurtaapótek Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis á Laugavegi 2 í Reykjavík er fullt af vörum fyrir líkamann, þótt ekki bragðist þær allar vel. Apótekið er fyrsta jurtaapótekið á Íslandi og býður Kolbrún bæði upp á ókeypis ráðgjöf og selur lífrænar vörur og jurtablöndur í fjölbreytilegu formi sem ætlað er að styrkja líkama og sál. Kolbrún Björnsdóttir selur ýmiss konar jurtir sem góðar eru við kvefi og flensu. Kalk er líkamanum nauðsynlegt og fær hann það aðeins með fæðunni. Langvarandi kalkskortur getur verið alvarlegur en hægt er að skorta kalk án þess að taka nokkuð eftir því. Eitt stærsta hlutverk kalks í líkam- anum er að viðhalda tönnum og beinum, en vefir líkamans, tauga- kerfi og vöðvar þarfnast þess líka. Kalkskortur leiðir til beinþynningar, auk þess sem hann getur haft áhrif á blóðþrýsting, ristilkrabbamein og fyrirtíðarspennu. Það sem færri vita er að D-vítamín er nauðsynlegt svo kalkið nýtist lík- amanum, og því er mælt með að D-vítamín sé tekið sem fæðubótar- efni þar sem oft er lítið af því í hefðbundinni fæðu. Sólarljós og lýsi færa líkamanum D-vítamín, en mjólkurvörur, spergilkál og spínat eru rík af kalki. Viðheldur fallegu brosi Fólinsýra nauðsynleg konum á barneignaraldri kalk } 04-05 lífogheilsa-les 8.11.2005 15:53 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.