Fréttablaðið - 09.11.2005, Side 47

Fréttablaðið - 09.11.2005, Side 47
6 ■■■■ { líf & heilsa } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Segja má að lyfjafræðin hafi haf- ist á Íslandi árið 1760 þegar fyrsta apótekið var opnað hér á landi á sama tíma og fyrsti landlæknirinn var settur. Aðsetur hans var á Sel- tjarnarnesi þar sem Læknaminja- safnið er, en þegar safnið var opn- að fengu læknarnir íbúðarhúsið, og lyfjafræðingarnir fjósið,“ segir Þor- steinn Loftsson, deildarforseti lyfja- fræðideildar Háskóla Íslands. „Lyfjafræðingarnir hafa gert margt gott við fjósið, þetta er skemmtilegt safn.“ Eins og nafnið gefur til kynna fjall- ar lyfjafræðin um lyf frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, allt frá þróun nýrra lyfjaefna og lyfja- forma til framleiðslu, notkunar og verkunar lyfjanna. Lyfjafræðin við Háskóla Íslands er fjölbreytt fimm ára nám, með bæði bóklegri og verklegri kennslu í hinum ýmsu greinum líf- og raunvísinda, auk félagslegra greina. Einnig er hægt að taka meistara- og doktorsgráðu í lyfjafræðinni frá skólanum, og eru þá margir nemar með bakgrunn í matvælafræði, líffræði eða öðrum raungreinum. Deildin útskrifar um 12 lyfjafræð- inga að meðaltali á ári, fyrir utan þá sem ljúka meistara- og doktors- námi. Aðsóknin hefur aukist mjög seinustu ár og eru nú 40 nemar á fyrsta ári og 30 á öðru ári í deild- inni, en Þorsteinn segir mikinn skort vera á lyfjafræðingum í þjóð- félaginu. „Það er uppgangur í lyfjaiðnaðin- um á Íslandi, og það er þó nokkuð mikill skortur á lyfjafræðingum, það eru allir rifnir út undir eins og menn eru jafnvel farnir að vinna með námi eftir þriðja árið, svo þá sækja fleiri í námið,“ segir Þor- steinn. Störfin sem útskrifuðum lyfjafræð- ingum bjóðast eru margs konar, og hafa breyst mikið á síðustu áratug- um, en fram að þeim tíma voru lyfjaverslanirnar nánast eini starfs- vettvangur lyfjafræðinga. Lyfjafræðingar hafa nú möguleika á mun fleiru en að vinna sem apótekarar. Mjög góð aðsókn í lyfjafræði Það er liðin tíð að störf lyfjafræðinga séu bundin við apótekið, og undanfarin ár hef- ur markaðurinn fyrir þessa menntun farið mjög vaxandi á Íslandi. Þorsteinn Loftsson, deildarforseti lyfjafræði- deildar Háskóla Íslands segir lyfjafræðinám- ið afar fjölbreytt og skemmtilegt. „Við bindum geysilegar vonir við þetta lyf,“ segir Dagný Lárusdóttir, formaður Astma- og ofnæmisfé- lagsins. „Ef þetta fer eins og rann- sóknir benda til, mun þetta lyf verða afar mikilvæg viðbót við þau lyf sem eru á markaðnum í dag.“ Astmi er algengasti langvinni sjúk- dómurinn sem hrjáir börn og ungt fólk á Vesturlöndum, en tíðni hans er á milli fimm og tuttugu prósent í löndum Norður-Ameríku og Evr- ópu, og þjást tveir af hverjum þremur astmasjúklingum einnig af ofnæmi. Sjúkdómurinn lýsir sér í bólgum í litlum berkjugreinum og mikilli viðkvæmni og ertanleika vöðva sem þrengja öndunarveg, og eru einkenni sjúklinga því öndunarerf- iðleikar, sem eru afar óþægilegir og geta verið hættulegir. Lyfin sem notuð eru í dag eru ósértæk, og virka illa á marga astmasjúklinga, auk þess sem sum þeirra, svo sem barksterar, geta valdið aukaverkun- um einkum hjá börnum. Nýja lyfið hefur áhrif á afurð mein- gens, sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt fram á að gegnir mikilvægu hlutverki í myndun sjúkdómsins. Íslensk erfðagreining rannsakar nú nýtt lyf við astma, og binda astmasjúklingar miklar vonir við það. Rannsóknir á nýju astmalyfi Íslensk erfðagreining er nú að prófa nýtt tilraunalyf við astma í samstarfi við erlent lyfjafyrirtæki sem upphaflega þróaði lyfið við öðrum sjúkdómi. lyf } Enginn vafi leikur á því að uppfinning penisillínsins er ein sú markverð- asta sem gerð hefur verið innan lyfjafræðinnar. Þó penisillín ráði alls ekki við allar bakteríusýkingar, er það enn mest notaða sýklalyfið í heiminum, og án þess væru minni háttar aðgerðir enn hættusamar. Árið 1928 var skoski læknirinn Alexander Fleming að þvo óhreina glasa- bakka í rannsóknarstofu við St. Mary spítalann í London, þegar hann tók eftir auðu svæði hringinn í kringum penicillium chrysogenum, myglu- svepp sem hafði sest í bakteríustíu. Áhugi Flemings vaknaði, og hann komst að þeirri niðurstöðu að sveppurinn dræpi bakteríurnar. Áður, eða árið 1896, hafði ungur franskur læknisfræðinemi, Ernest Duchesne, rannsakað áhrif myglusveppsins á bakteríur, en rannsóknir hans náðu þó ekki lengra, og Fleming gafst líka upp á rannsóknum sín- um því hann taldi að penisillín gæti ekki verið nógu lengi í líkamanum til að vinna bug á bakteríum. Þó olli uppgötvun hans umbyltingu í læknisfræði árið 1939 þegar Howard Walter Florey og lið rannsóknarmanna við Oxford háskóla not- uðu sveppinn til að drepa sýkla í manneskjum. Sérfræðingar notuðu pen- isillín til þess að bjarga þúsundum mannslífa í seinni heimstyrjöldinni, og kom lyfið á almennan markað árið 1944. Fleming fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1945, ásamt Howard Walter Florey og Ernst Boris Chain, sem uppgötvuðu aðferð til að fjöldaframleiða lyfið. Saga penisillínsins Penisillín er fjöldaframleitt í gríðarstórum kerum. Ekki ofgera E-vítamíni Fjölmargir Íslendingar taka E-vítamín daglega, og vonast þar með til að draga úr tíðni ýmissa alvarlegra sjúkdóma, svo sem krabbameina, kransæðasjúkdóma og heila- blóðfalla. Auk þess trúa sumir að notkun E- vítamíns geti einnig aukið frjósemi og kyn- getu og jafnvel hamlað ótímabærri öldrun. Nýlegar rannsóknir sýna hins vegar að of mikil neysla E-vítamíns ýtir undir ýmsa sjúkdóma. Leggur Landlæknisembættið til að sem flestir reyni að fá E-vítamín úr fæðunni, en það finnst í sólblómaolíu, maísolíu, lárperum, möndlum og hnetum, ásamt fleiri afurðum. Actavis í uppgangi Mikill vöxtur hefur verið í alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Actavis allt frá árinu 1999, og nú vinna þar alls yfir 10.000 manns, þar af 500 á íslandi. Actavis, sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja, er með höfuðstöðvar í 32 löndum í fimm heimsálfum og er í hópi fimm stærstu samheitalyfjafyrirtækja heimsins. „Actavis á Íslandi framleiðir og selur lyf og lyfjahug- vit bæði innanlands sem utan,“ segir Halldór Krist- mannsson, talsmaður Actavis. Fyrirtækið, sem áður hét Pharmaco, var stofnað á Ís- landi árið 1956. Mikil áhersla er lögð á gæði, og uppfylla lyfjaverksmiðjur og tækjabúnaður Actavis kröfur um góða framleiðsluhætti í lyfjagerð. Til dæmis hefur verksmiðjan í Hafnarfirði, sem hönnuð er með Bandaríkjamarkað í huga, hlotið verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun. Eitt af markmiðum Actavis er að vera með þeim fyrstu á markaðinn með samheitalyf þegar einkaleyfi renna út. Þar sem einkaleyfaumhverfið er hagstætt á Íslandi getur Actavis á Íslandi unnið að þróun lyfja, þó þau séu vernduð af einkaleyfum í flestum Evr- ópulöndum, og verið tilbúið til að markaðssetja lyf- in um leið og einkaleyfin falla úr gildi erlendis. Mikill uppgangur hefur verið í íslenska lyfjafyrirtækinu Actavis seinustu misseri. 06-07 lífogheilsa-lesin 8.11.2005 15:56 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.